Bókasafnið - 01.01.2002, Page 50

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 50
Áhugasamir nemendur á bókasafni Menntaskólans við Sund. Stuðst var við sambærilegar kannanir sem fram- kvæmdar höfðu verið í bókasöfnum framhaldsskóla, meðal annars: Notkun og uiðhorf til bókasafns MS sem lögð var fyrir alla bekki skólans 6. mars 19872, Við- horfskönnun á bókasafni FB3, sem gerð var meðal gesta safnsins tiltekinn dag á vorönn 1998 og Könnun á þjón- ustu bókasafns FÁ\ sem lögð var fyrir alla nemendur skólans í þriðju kennslustund á miðvikudegi í mars 1999 sem og kennara skólans. Spurningalistar þessara kannana voru skoðaðir og með hliðsjón af þeim saminn einn spurningalisti sem nota skyldi í öllum skólunum. Ákveðið var að könnunin yrði gagnvirk og lögð fyrir í tölvutæku formi en við það áttu að fást niður- stöður úr henni strax og tók Björgvin Sigurðsson, tölvukennari 1 MS, að sér að setja spurningalistann í tölvutækt form og vinna úr honum. Spumingalistanum var skipt í tvo hluta, A og B. í A- hlutanum var beðið um upplýsingar um þátttakendur í þremur spumingum. B-hlutinn, 22 spumingar, var könnun á notkun, þjónustu og aðstöðu bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar hvers skóla fyrir sig. Síðasta spumingin var opin og gaf nemendum kost á að koma á framfæri hugmyndum og hugleiðingum sínum um betri bókasafns- og upplýsingamiðstöð í skólanum. í spum- ingalistanum vom því alls 25 spumingar. Allar spurning- amar vom fjölvalsspumingar nema sú síðasta. Ætlunin var að hafa svipað úrtak að stærð og sam- setningu í öllum skólunum eða um 200 nemendur. Snúið reyndist að finna úrtak þar sem allir nemendur voru á sama aldri og komnir jafnlangt í námi. Kvennaskólinn og MS eru bekkjarskólar en FÁ er áfangaskóli þannig að fólk er þar á mismunandi aldri og komið mislangt í námi í hverjum námshóp. í FÁ var könnunin lögð fyrir nemendur í ÍSL 202,212, 292 og 303. Alls vom 285 nemendur í þessum áföngum. Á vori hveiju fer fram í Kvenna- skólanum könnun á viðhorfi til kennslu sem allir nemendur skólans taka þátt í. Bókasafnskönnunin var lögð fýrir um leið og sú könnun en aðeins fyrir 2. og 4. bekk en í þeim bekkjum vom alls 270 nemendur. í MS var könnunin lögð fýrir 2. bekk en í árganginum var alls 201 nemandi. Þar stóð einnig til að leggja könnunina fyrir 4. bekk en þar sem langt var liðið á önnina þegar könnunin var gerð reyndist ekki hægt að koma því við. Könnunin var síðan lögð fýrir áðumefnt úrtak nemenda í öllum skólunum sam- tímis vikuna 3 - 7. apríl 2000. Þá má geta þess að samstarfið fór fram á 12 vinnufundum sem haldnir vom til skiptis í skólunum og skiptust samstarfsaðilar á um fundarstjórn og fundarritun. Þess á milli unnu þeir, ásamt venjubundnum störfum sínum, að tilteknum verkefnum vegna undirbúnings og framkvæmdar könnunarinnar. Niðurstöður könnunarinnar Eins og áður hefur komið fram var könnunin lögð fyrir í apríl árið 2000. Aðstæður í hverjum skóla voru mismunandi við framkvæmd hennar en ákveðið var að úrtak hvers skóla yrði sambærilegt hvað stærð og samsetningu varðaði. Nokkrir ófyrirséðir vankantar komu fram við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar sem skýrast af reynsluleysi við að framkvæma gagnvirka könnun. Svo sem áður segir samanstóð viðhorfskönnunin af 25 spurningum og voru sumar þeirra í mörgum liðum. Hér verður sagt frá helstu niðurstöðum. Úrtak könnunarinnar var, eins og áður hefur komið fram, 285 nemendur úr FÁ, 270 úr Kvenna- skólanum og 201 úr MS. Þessar tölur sýna hve margir nemendur voru skráðir í viðkomandi námshópa og bekki í upphafi annar en ávallt er eitthvað um brott- fall að ræða þegar líða tekur á önnina. Tölurnar sýna hins vegar ekki hve margir mættu í kennslustund þegar könnunin var gerð en alltaf er um einhverjar fjarvistir nemenda að ræða, allt að 20% að meðaltali. Af heildarúrtakinu bárust 499 svör, sem skiptast þannig: FÁ 99, Kvennaskólinn 154 og MS 160. 86 svör- uðu ekki til um skóla. Við úrvinnslu gagna kom þannig í ljós að um 17,2 % af þeim sem svar gáfu svöruðu ekki í hvaða skóla þeir voru sem er það hátt hlutfall að það gæti skekkt sam- anburð milli skóla og er samanburður einstakra skóla við heildarniðurstöður því ekki reikningslega réttur. Þrátt fyrir ofangreinda annmarka telja höfundar greinarinnar niðurstöður könnunarinnar marktækar og endurspegla afstöðu nemenda til bókasafna skólanna. 48 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.