Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 53

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 53
Þegar spurt var í hvaða námsgreinum nemendur notuðu-bókasafnið helst kom í ljós að flestir töldu sig nota safnið mest í íslensku, félagsfræði og sögu. Alls voru 40 námsgreinar taldar upp. Þar sem svo mis- munandi kennslugreinar eru kenndar í skólunum þremur verða svörin helst marktæk og áhugaverð í hverjum skóla fyrir sig og samanburður milli skóla hefur lítið almennt gildi. Fram kom, eins sjá má á mynd 6, að um 37% nem- enda úr öllum skólunum afla sér oftast heimilda upp á eigin spýtur en nær 40% nemenda töldu sig þurfa aðstoð við heimildaleit. Þegar spurt var hvort nemendur hefðu fengið bók eða annað efni lánað heim af safninu kváðust 47% úr FÁ, 63% úr Kvennaskólanum og 80% úr MS hafa nýtt sér þá þjónustu. Aðspurð kváðust um 60% nemenda geta nýtt sér heimildir á ensku við verkefnavinnu og ritgerðarsmíð og um 31% sögðust geta nýtt sér heimildir á dönsku. Þess skal getið að þessir nemendur hafa allir lært dönsku í skóla að minnsta kosti jafnlengi og ensku. Mynd 6 (11. sp. - heimildaöflun á bókasafns- og upplýsingamiðstöð skólans) 50% Já, oftast Já, en Nei, veit Nei, Nei, of Nei, Svara upp á þarf ekki veit mikið aldrei ekki eigin aöstoð hvað mig ekki til erfitt spýtur við það vantar hvar á að velja að leita 1 FÁ | Kvennask. ■ MS Til samanburðar má nefna að í viðhorfskönnun, sem gerð var meðal nemenda MS vorið 1987, kom fram að 47,7% töldu að enska nýttist þeim við heim- ildaritgerðir en 30,4% nefndu dönsku. Þannig virðist mun hærra hlutfall telja sig hafa ensku á valdi sínu en áður en hlutfall dönsku helst svipað. Rétt er að hafa í huga að nemendur hafa mun fleiri tækifæri til að kynnast ensku í umhverfinu heldur en dönsku. Spurt var hvort nemendur hefðu leitað upplýs- Mynd 7 (12. sp. - heimlán gagna) 100% 80% 60% 40% 20% 0% FÁ Kvennask. MS □ Já ■ Nei ■ Svara ekki inga í úrklippusafni. Meirihluti svarenda úr MS og Kvennaskólanum, um 80%, svaraði því neitandi og um 70% úr FÁ. Ekki er ljóst hvað veldur því að svo lágt hlutfall segist hafa leitað heimilda í úrklippusafni bókasafns- ins í skólunum þremur. Getur þar skipt máli stað- setning úrklippusafnsins, viðhald, aðgengi eða hvort nemendum er sérstaklega bent á að nýta sér úrklipp- ur við lausn verkefna. Um öflun upplýsinga úr tímaritum safnanna sögðust um 50% í Kvennaskólanum, 33% í FÁ og 20% í MS hafa leitað upplýsinga þar. Oft eru heimildir, sem nota á við lausn tiltekinna verkefna, teknar frá og hafðar á ákveðnum sérmerktum stað. Það getur einnig skýrt hve hátt hlutfall nemenda telur sig ekki hafa leitað heimilda á tilteknu formi. Mynd 8 (14. sp. - upplýsingaöflun í úrklippusafni) 100% 80% 60% 40% 20% 0% FÁ Kvennask. MS □ Já ■ Nei ■ Svara ekki Um leit að upplýsingum á margmiðlunardiskum sögðust 84% aðspurðra ekki hafa leitað upplýsinga þar. Nokkuð kemur á óvart hversu fáir nemendur hafa notað margmiðlunardiska safnanna. Skýrist það líklega meðal annars af því hversu slæm aðstaða var til þessarar leitar inni á söfnunum sjálfum en þegar könnunin var gerð var mest ein tölva til slíkrar leitar inni á hverju safni. Nemendur þurftu því að nota tölvur annars staðar í skólanum þar sem ef til vill litla aðstoð var að fá.Töluvert mikið er til af margmiðlun- ardiskum með mismunandi efni í FÁ og MS. Efni á margmiðlunardiskum, hversu gott sem það er, virðist ekki nýtast sem skyldi. Þetta útgáfuform sýnist ekki BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.