Gátt


Gátt - 2004, Page 5

Gátt - 2004, Page 5
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 5 Ágætu lesendur! Ég vil byrja á að óska Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til hamingju með fyrsta tölublað ársrits síns sem ætlað er að vera vettvangur rannsókna og fræðimennsku á sviði full- orðinsfræðslu og símenntunar hér á landi. Markmiðið með útgáfunni er að auka umræðu, miðla reynslu og þekkingu á þessum efnum. Sá metnaður, sem þetta fram- tak lýsir er lofsverður. Stofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var mikilvægur áfangi í því að efla fullorðinsfræðslu á Íslandi og safna saman reynslu símenntunarmiðstöðva af námskeiðahaldi og grunnmenntun fyrir fullorðna einstaklinga, greina þörf fyrir nám og byggja brýr milli hins formlega og óformlega skólakerfis. Um þetta var gerður sérstakur samningur milli menntamálaráðuneytisins og Fræðslumiðstöðvar- innar á seinasta ári og væntir ráðuneytið mikils af starfi Fræðslumiðstöðvarinnar að þessum málum á næstu árum. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að fólk tileinki sér viðhorf símenntunar, námi sé ekki lokið í eitt skipti fyrir öll og að fólk verði að halda þekkingu sinni við með endurmenntun. Hér er verk að vinna gagn- vart þeim þjóðfélagshópum sem kannanir hafa sýnt að hafa minnsta tilhneigingu til þess að sækja sér endur- menntun, þeim sem minnsta hafa menntunina fyrir. Það er brýnt að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skilgreini á grundvelli þekkingar sinnar á menntaþörfum fullorðinna einstaklinga á vinnumarkaði leiðir til þess að gera fólki kleift að fá fyrra nám og starfsreynslu sína metna. Innan símenntunarmiðstöðvanna hafa safnast upp reynslu- sögur um það hvernig fólk með lítinn undirbúning hefur fengið styrk og hvatningu á námskeiðum til þess að fara til frekara náms – jafnvel á háskólastigi. Nú er lag að gera enn betur og tengja saman ólík menntakerfi og brjóta niður múra sem hamlað hafa fólki leið til náms og þroska. Ráðuneytið telur brýnt að vinna verði lögð í að lýsa þessum leiðum þannig að þær séu kunnar og öllum ljósar. Í þessu sambandi hefur Fræðslumið- stöðin gert tillögu um mat á tilteknu námsframboði sem Mímir – símenntun hefur boðið upp á í fullorðinsfræðslu á undanförnum árum. Menntamála- ráðuneytið hefur þegar fallist á að meta megi 5 námskeið, MFA-skólann, Landnemaskólann, Jarðlagnatækni, Grunnmenntaskólann og Aftur í nám, til eininga á framhaldsskólastigi. Er þetta gert til þess að auðvelda fram- haldsskólum að meta fyrra nám fólks sem sótt hefur sér námskeið utan hins formlega skóla- kerfis en endanlegt mat á fyrra námi og raunfærni er í höndum viðkomandi skólameistara eins og segir í aðalnámskrá framhaldsskóla. Von mín er sú að vinna Fræðslumiðstöðvarinnar að mati á óformlegu námi geti orðið til þess að rjúfa vegginn milli formlega og óformlega skólakerfisins og stuðla að því að menntastofnanir líti með opnum hug til þeirra einstaklinga sem óska eftir að stunda nám í framhaldsskólum lands- ins. Það hefur verið stefna ráðuneytisins að fólk eigi kost á sveigjanlegu og sanngjörnu mati á áunninni þekkingu sinni og reynslu og að mið verði tekið af líkindum þess hvort það geti lokið því námi sem það vill stunda. Vinna Fræðslumiðstöðvarinnar að þessu verkefni er enn á byrjunarstigi en mun halda áfram og verður spennandi að sjá hvaða árangri hún skilar þegar fram líða stundir. Á V A R P M E N N T A M Á L A R Á Ð H E R R A Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.