Gátt - 2004, Blaðsíða 8
8
- gert samstarfssamning við Mími-símenntun ehf.,
fræðsluaðila í eigu ASÍ. Samningur við símenntunar-
miðstöðvar innan KVASIS er á lokastigi og undirritun
fer væntanlega fram í nóvember. Fleiri samningar við
fræðsluaðila eru í undirbúningi. Samningarnir kveða
m.a. á um að Fræðslumiðstöðin vinni að námsskrám
og mati á námstilboðum samstarfsaðila sinna en þeir
uppfylli kröfur FA um gæði í starfi.
- haldið kynningar- og samráðsfundi með fræðslusjóðum,
fræðslumiðstöðvum, símenntunarmiðstöðvum innan
KVASIS og fleiri aðilum.
Markhópur
Meginmarkmiðið samkvæmt þjónustusamningi við
menntamálaráðuneytið er að veita fólki á vinnumarkaði
með litla grunnmenntun, fólki sem horfið hefur frá námi
án þess að ljúka prófi frá framhaldsskóla, innflytjendum
og öðrum sambærilegum hópum tækifæri til að afla sér
menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. (Úr
þjónustusamningi)
Nauðsynlegt er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafi
góðar vísbendingar um stærð markhópsins, dreifingu
hans um landið, dreifingu hans á starfsgreinar, atvinnu-
leysi, hlutfall nýbúa og hvaðan þeir koma, stöðu mark-
hópsins út frá námslegum forsendum og/eða stöðu í
grunngreinum. Einnig er mikilvægt að þekkja vel þarfir
markhópsins, hversu mikill áhugi er fyrir námi og hvort
hægt sé að auka þennan áhuga með hvatningu og
stuðningi. Vantar upplýsingar um möguleika til náms?
Það er ljóst að ýmsar hindranir geta verið í veginum fyrir
fullorðið fólk að hefja nám að nýju, einkum fyrir þá sem
hafa skemmsta skólagöngu. Náms- og starfsráðgjöf er
mikilvægur þáttur í að afla þessara upplýsinga en einnig
til að styðja og hvetja einstaklinga til náms.
- FA hefur leitað eftir upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Í grein Ásmundar Hilmarssonar, sérfræðings hjá
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, koma þessar upplýs-
ingar fram.
- Leitað hefur verið til Eflingar stéttarfélags sem er eitt
stærsta stéttarfélag verkafólks á Íslandi. Þar hafa
verið unnar upplýsingar upp úr félagaskrá. Garðar
Vilhjálmsson, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags, gerir
grein fyrir þessum upplýsingum í grein sinni.
- FA tók þátt í lestrarrannsókn með Elísabetu Arnardóttur
og Guðmundi Kristmundssyni ásamt fleiri aðilum.
Niðurstöður eru ekki tilbúnar en í ársritinu birtist grein
með upplýsingum um rannsóknina, markmið hennar og
niðurstöður úr könnun á lestrarvenjum sem lögð var
fyrir samhliða.
- FA hefur tekið þátt í „Námsráðgjöf á vinnustað“, verk-
efni Mímis-símenntunar sem er styrkt af starfsmennta-
ráði félagsmálaráðuneytisins í samstarfi við Starfsafl,
Eflingu-stéttarfélag og nokkur fyrirtæki og stofnanir.
Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, lýsir verkefninu í grein
sinni.
- Í undirbúningi er verkefni sem varðar menntun fræðslu-
fulltrúa á vinnustöðum. Um er að ræða erlent sam-
starfsverkefni, sem Efling stéttarfélag tekur þátt í.
Hlutverk FA er að þjálfa starfsmenn fyrirtækja til að
vera fræðslufulltrúar og tengiliðir við verkafólk á vinnu-
stöðunum. Niðurstöður úr verkefninu munu liggja fyrir
á næsta ári.
Námsleiðir fyr i r fólk á vinnu-
markaði
Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að stuðla
að aukinni og bættri fræðslu fyrir fólk á vinnumarkaði
með litla formlega grunnmenntun, óháð búsetu á land-
inu. Jafnframt ber Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að
styðja fræðsluaðila við að skilgreina menntunarþarfir
markhópa og byggja upp framboð á lengra og styttra
námi til að mæta þeim þörfum. (Úr þjónustusamningi)
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gert samstarfs-
samning við Mími-símenntun. Samningar við
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S