Gátt


Gátt - 2004, Page 9

Gátt - 2004, Page 9
9 Símenntunarmiðstöðvar innan KVASIS eru á lokastigi og í undirbúningi eru fleiri samningar við fræðsluaðila. Markmiðið með þessum samningum er að gera náms- leiðir viðkomandi samstarfsaðila fyrir markhóp FA aðgengilegar og gagnsæjar með það fyrir augum að hægt sé að fá þær metnar til eininga, tryggja framkvæmd samstarfsaðilans á eigin svæði en leitast jafnframt við að auðvelda framkvæmd sem víðast á landinu. Einnig er markmiðið að búa til nýjar námsleiðir fyrir hópa sem ekki hafa notið fræðslu áður. Í því skyni býður Fræðslu- miðstöðin fræðsluaðilum og öðrum samstarfsaðilum upp á samstarf um þarfagreiningar og í framhaldi af því lýsingu í námsskrá og mat til eininga á framhaldsskólastigi. Eftirfarandi verkefni hafa verið unnin: - Lokið er vinnu við lýsingu á fimm námsleiðum á vegum Mímis-símenntunar. Þær eru Grunnmenntaskólinn, Jarðlagnatækni, Landnemaskólinn, MFA-skólinn og „Aftur í nám“. Námsskrárnar hafa verið gefnar út og þær má einnig finna á vef FA, www.fraedslumidstod.is/. - Stærsta verkefnið sem FA hefur unnið að á sl. ári er fagnám fyrir verslunarfólk, að frumkvæði Samtaka verslunar og þjónustu og í samstarfi við Verzlunar mannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Verzlunarskólann og verslunarfyrir- tækin Hagkaup, Kaupás, Húsasmiðjuna, Esso og Sam- kaup. Verzlunarskólinn mun sjá um framkvæmd á tilraunaverkefni og hefst það í byrjun næsta árs. Guðmunda Kristinsdóttir lýsir verkefninu í grein sinni. - Unnið er að nýrri námsleið, „Fiskur og ferðaþjónusta“, í samstarfi við Mími-símenntun, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Starfsgreinasamband Íslands og mörg fyrirtæki innan þessara starfsgreina á Húsavík og í nágrenni. Þarfagreining hefur verið unnin af Fræðslu- miðstöð Þingeyinga og námsskrárvinna er að hefjast hjá FA. Mikilvægt er að framkvæmd námsleiðanna sé eins góð og kostur er. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun ekki sjá um framkvæmd námsleiðanna. Hlutverk Fræðslumið- stöðvarinnar er að tryggja að gæði fræðslunnar séu sem allra mest. Í þessu skyni er gerð krafa til samstarfsaðila FA um að þeir framfylgi almennum samningsskilmálum FA m.a. um gæði í framkvæmd og kennslu. Til að sinna þessu hefur verið unnið að eftirfarandi verkefnum: - Undirbúningur er hafinn undir lýsingu á gæðakröfum FA. Fulltrúi FA tekur einnig þátt í undirbúningshópi í ALL-verkefninu sem er erlent samstarfsverkefni á vegum Menntar. Í verkefninu mun verða lýst kerfi um vottun fræðsluaðila og er þetta verkefni því nátengt hlutverki FA. - FA býður samstarfsaðilum sínum upp á námskeið um kennslufræði fullorðinna og hafa verið haldin tvö námskeið fyrir Mími-símenntun og eitt námskeið fyrir Verzlunarskólann. Fleiri námskeið eru í undirbúningi. - Byggt hefur verið upp gagnasafn um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun í húsakynnum FA. Starfsmenn á Grensásvegi 16a, hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Landsmennt, Mennt, Mími-Símenntun og Sjómennt. Talið frá vinstri: Kristín Njálsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Haukur Harðarson, Sigrún Jóhannesdóttir, Ásmundur Hilmarsson, Rósa S. Jónsdóttir, Mirasol Asayas, Helga Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Fjóla María Lárusdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Arndís B. Jóhannsdóttir, Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnlaug Hartmannsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Arnbjörn Ólafsson og Hulda Ólafsdóttir. F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.