Gátt - 2004, Síða 11
- Þarfagreining framkvæmd af Bjarna Júlíussyni hjá
Framnesi í samstarfi við Mennt og menntamála-
ráðuneytið.
- Forgreining á upplýsingakerfi vegna utanumhalds á
nemum og námi, einnig framkvæmd af Bjarna
Júlíussyni hjá Framnesi.
Upplýsingasöfnun og miðlun
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skal annast almenna
upplýsingagjöf um fræðslumál og söfnun og miðlun
upplýsinga fyrir markhópana.
Með tímanum og auknum árangri í starfsemi FA er nauð-
synlegt að hefja kynningarstarf á starfsemi Fræðslumið-
stöðvarinnar. Auk uppsetningar og viðhalds á heimasíðu,
ýmissa kynningarfunda og viðtala í dagblöðum og félags-
blöðum eru helstu bautarsteinar í kynningarmálum þessir:
- Útgáfa á þeim námsskrám sem hafa verið metnar til
eininga á framhaldsskólastigi. Þetta eru námstilboð
Mímis-símenntunar, Grunnmenntaskólinn, Landnema-
skólinn, Jarðlagnatækni, MFA-skólinn og „Aftur í nám“.
Þessar námsskrár eru einnig á vef Fræðslumiðstöðvar-
innar, www. fraedslumidstod.is
- Ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, GÁTT, er liður
í kynningu á málefnum þeim sem Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins hefur verið falið að vinna að.
- Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem
haldinn verður í nóvember.
- Samantekt á tölfræði hvers árs í greinargerð til
menntamálaráðuneytisins.
Eins og sjá má af ofangreindu hefur ýmislegt verið gert
hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á þessu eina ári sem
liðið er frá formlegri opnun. Þó erum við sannarlega enn
á byrjunarreitnum og því mikið verk að vinna. Þar ber
hæst málefni sem varða mat á raunfærni. Þess vegna
hefur sá málaflokkur fengið mikið vægi í þessu fyrsta
ársriti FA. Einnig verður mikilvægt að þróa náms- og
starfsráðgjöf fyrir markhóp FA en slík ráðgjöf hefur að
mestu leyti verið bundin við hið formlega skólakerfi hér á
landi líkt og víðar. Loks þarf að huga sérstaklega að þörfum
þeirra sem hafa átt við námsörðugleika að etja, s.s.
lestrarerfiðleika, svo og að málefnum erlendra starfs-
manna sem skortir grunnfærni í tungumálinu og kunnáttu
á íslenskt samfélag.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Kristín Njálsdóttir hjá Landsmennt undirrita samning um húsnæðissamstarf .
11
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S