Gátt - 2004, Blaðsíða 20
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
20
Merk ing ýmissa hugtaka á sv ið i
ful lorðinsfræðslu
Á undanförnum áratugum hafa víða um heim verið að
þróast hugmyndir um úrræði og leiðir í símenntun og full-
orðinsfræðslu. Eins og í allri annarri þróun fylgir því ný og
breytt hugtakanotkun. Þeir sem fjalla um símenntunarmál
vita að það er talsvert á reiki hvernig hugtökin eru notuð
bæði hér á landi og erlendis.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gegnir því veigamikla
hlutverki að vera vettvangur samstarfs um fullorðins- og
starfsmenntun á vegum stofnaðila miðstöðvarinnar,
Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þeir
sem þar starfa finna þörf fyrir að hugtök, sem notuð eru í
umræðu um fræðslumál fullorðinna, séu skýrt skilgreind.
Því kom upp sú hugmynd að hafa fastan þátt í ársritinu
þar sem fjallað væri um algengustu hugtökin með það að
markmiði að kveikja umræður og komast að samkomulagi
um heppilega og samræmda notkun þeirra á íslensku.
Hjá Evrópusambandinu hefur Cedefop, miðstöð ESB um
þróun starfsmenntunar í Evrópu, unnið að hugtaka-
skilgreiningum. Nýtt orðasafn á ýmsum tungumálum yfir
helstu hugtök og heiti, sem notuð eru í starfsfræðslu-
umræðu, er nýkomið út (Tissot, 2001). Þar sem vettvangur
Fræðslumiðstöðvarinnar er einnig fyrst og fremst á sviði
starfsfræðslu í atvinnulífinu var við hæfi að hafa orðasafn
Cedefop sem viðmið í þessari fyrstu umfjöllun en einnig
hafa nokkrir innlendir sérfræðingar um fullorðinsfræðslu
velt vöngum á sérstökum umræðuvef á netinu og víðar.
Þýðingar úr orðasafni Cedefop og samantekt á net-
umræðunum birtast hér á eftir.
Við byrjum á örfáum algengum hugtökum. Öll þessi
hugtök eiga það sammerkt að þau varpa ljósi á almennt
skipulag og aðferðir við nám og menntun. Þessari hug-
takaumfjöllun í ársritinu þarf síðan að fylgja eftir. Það
hyggjumst við gera með því að fá áhugasama til að tjá sig
um það sem hér kemur fram um skilgreiningar og
merkingu hugtakanna og setja saman vinnuhóp sem
vinnur úr því fyrir næsta ársrit. Þeir sem hafa áhuga á að
taka þátt í þessari umræðu hafi samband við Fræðslu-
miðstöð atvinnulífsins: sigrun@fraedslumidstod.is
H V A Ð Á T T U V I Ð ?
Dæmi um skilgreiningar sem
fram komu á umræðuvefnum
- Vissulega virðist mér almenna notkun hugtaksins
fullorðinsfræðsla vera frekar þröng. Sjaldan er
talað um að fólk um þrítugt í framhaldsnámi í
háskóla sé í fullorðinsfræðslu. Stundum verður
maður jafnvel var við að hugtakið sé skilið fyrst
og fremst út frá því að fullorðinsfræðsla sé fyrir
þá sem vanti eitthvað upp á í menntun sinni.
Öldungadeild væri gott dæmi um slíkt þar sem
fólk, sem ekki kláraði framhaldsskóla, „fær nýtt
tækifæri“ til að bæta sér upp það sem það missti
af. En orðið sem slíkt ber ekkert slíkt í sér, saman-
burður við nágrannamálin kallar líka á að orðið
sé notað sem hlutlaust yfirhugtak: sbr. Adult
Education, Erwachsenenbildung.
- Ég hvet til þess að við venjum okkur á það að
nota orðið fullorðinsfræðsla sem almennt yfir-
hugtak og látum aðrar „neikvæðar“ skírskotanir
lönd og leið...
Orðasafn Cedefop
(íslensk þýðing FA)
- Fræðsla fyrir fullorðna, frekar ætluð í almennum
tilgangi en sem starfsmenntun.
Ath.: Fullorðinsfræðsla og endurmenntun/starfs-
menntun eru nátengd hugtök án þess að vera
sömu merkingar. Fullorðinsfræðsla er oftast notað:
- þegar boðið er upp á almenna fræðslu fyrir full-
orðna um efni sem telst áhugavert (s.s. open
universities)
- þegar boðið er upp á viðbótarnám í grunnfærni
sem einstaklingar hafa ekki náð tökum á í
skólagöngu sinni (s.s. lestur og reikningur)
- þegar gera á fólki kleift að a) ná sér í ýmsa hæfni
sem það hefur einhverra hluta vegna ekki náð í
fyrri skólagöngu eða b) til að öðlast, bæta eða
endurnýja færni og/eða hæfni á ákveðnum
sviðum: það telst vera endurmenntun/starfs-
menntun (continuing vocational education and
training)
Hugtök á íslensku,
ensku og norsku
Fullorðinsfræðsla
e: Adult education
n: Voksnes læring