Gátt - 2004, Qupperneq 22
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
22
Tissot, P. (2004). Terminology of vocational training policy: A multilin-
gual glossary for an enlarged Europe. Luxembourg: Office for the
Official Publications of the European Communities.
VOX. (e.d.). Hva er realkompetanse? Definisjon. Sótt 20. september 2004
af: http://www.vox.no/index.asp?startID=&topExpand=1000089&last-
menuitem=1000365&subExpand=&strUrl=//applications/System/pub-
lish/view/showobject.asp?infoobjectid=1002713
Hugtök á íslensku,
ensku og norsku
Óformlegt nám
e: Non-formal learning
n: Ikke formell læring
Formlaust nám
e: Informal learning
n: Uformell læring
Raunfærnimat
e: Validation of informal/
nonformal learning
n: Realkompetanse-
vurdering
Dæmi um skilgreiningar sem
fram komu á umræðuvefnum
- Samkvæmt skilgreiningu VOX í Noregi er óform-
leg færni sú færni sem aflað er í námi utan
skólakerfis til dæmis hjá símenntunarmið-
stöðvum, námsflokkum eða með námskeiðum á
vinnustað. Þessi færni er oft staðfest með skírteini
eða viðurkenningu á þátttöku í námskeiðum.
- Fram kom tillaga um að nota hér hugtakið form-
legt nám um skipulagt nám utan skólakerfis.
- Samkvæmt skilgreiningu VOX í Noregi er önnur
formlausari færni sú færni sem einstaklingur býr
yfir,en hefur engin skírteini eða staðfestingar á að
hann hafi tileinkað sér.
- Einnig hafa komið tillögur um að nota hugtökin
óformað nám, óformbundið nám og svo látlaust
nám vegna þess að það tekur aldrei enda (lát-
laust) og þrátt fyrir verðleika þess er því sjaldan
hampað (látlaust).
- Samkvæmt skilgreiningu VOX í Noregi er raun-
færni öll sú þekking og færni sem einstaklingur
hefur aflað sér í formlegu námi, í launaðri eða
ólaunaðri vinnu, félagsstörfum, frístundaiðkun
eða á annan hátt.
Orðasafn Cedefop
(íslensk þýðing FA)
- Nám sem er innifalið í skipulögðu ferli en ekki
augljóslega ætlað sem nám (m.t.t. námsmarkmiða,
námstíma eða námsstuðnings) en inniheldur mikil-
væga námsþætti. Óformlegt nám er ásetningur af
hálfu námsmannsins. Leiðir venjulega ekki til
prófskírteinis eða viðurkenningar.
- Nám sem er afleiðing af daglegum athöfnum
tengdum starfi, fjölskyldu eða frítíma. Ekki skipu-
lagt m.t.t. námsmarkmiða, tíma eða stuðnings.
Formlaust nám er sjaldnast ásetningur náms-
manns og er yfirleitt ekki vottað.
Ath.: Það sem lærist af reynslu eða fyrir tilviljun hefur
einnig verið flokkað sem formlaust nám.
- Það ferli að safna saman og viðurkenna
þekkingu, reynslu, færni og hæfni sem einstak-
lingar hafa aflað sér á lífsleiðinni við mismunandi
aðstæður, t.d. í námi, starfi eða í frístundum.