Gátt


Gátt - 2004, Side 24

Gátt - 2004, Side 24
24 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S og allir ættu að eiga þess kost að bæta færni sína á þessu sviði sem nú er talið skipta höfuðmáli fyrir sjálf- stæði einstaklingsins og lýðræði og afkomu þjóða. Vonast er til að rannsóknin geti veitt mikilvægar upplýs- ingar um læsi þátttakenda. Það er að auki markmið rannsakenda að nýta gögnin til að finna viðmið fyrir tiltekið lestrarpróf og gera það að nytsamlegu tæki til að meta lestrarfærni fullorðinna. Auk þess að leysa prófið svara þátttakendur spurningum um lestur sinn, lestrarvenjur og ritun. Spurt er um ótal- margt tengt læsi, t.d. hvernig fólki gekk að læra að lesa, um minningar þess tengdar lestrarnámi, um eigið mat á lestrar- og ritfærni, hvað það les í tómstundum, hvort það noti textavarp, hvernig því gengur að leita í stafrófsröð og hvort það lesi mishratt eftir eðli texta, svo nokkuð sé nefnt. Einnig hvort það ráði krossgátur, hvort það hafi skrifað grein til birtingar í dagblaði, hvort það haldi dag- bók, fari á bókasöfn, skrifi á bloggsíður, hver hjálpi börn- unum á heimilinu við skólalærdóminn og margt fleira. Leitast verður við að tengja upplýsingar úr spurningalista við niðurstöður úr prófinu. Þess er vænst að þetta veiti upplýsingar sem gætu nýst við ráðgjöf og aðstoð við fólk sem kann að eiga við lestrarvanda að etja og einnig þá sem vilja bæta lestur og ritun með einhverju móti. Framkvæmd Ákveðið var að leita til stórra fyrirtækja og stofnana til að fá þátttakendur og beina sjónum þar með eingöngu að fólki á vinnumarkaði. Má segja að hentisjónarmið hafi ráðið þar að einhverju leyti för því ekki er auðvelt að fá stóran hóp fólks til að taka þátt í rannsókn sem þessari. Stefnt var að því í upphafi að fá 200 manna úrtak og leitast við að fá hlutföll kynja, aldurs og menntunarstigs svipuð og koma fram í riti Hagstofu Íslands, Vinnumark- aður (2002). Rannsakendur leituðu stuðnings m.a. hjá Eflingu, Starfsafli og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Má með sanni segja að þar hafi undirtektir verið afar jákvæðar og uppörvandi. Rannsóknaráætlun var borin formlega undir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd og fékkst samþykki frá þeim enda engum persónugreinanlegum upplýsingum um þátttakendur haldið til haga í rannsókninni. Leitað var til fjögurra stórra fyrirtækja og stofnana. Þessi fyrirtæki voru flutningafyrirtæki, olíufyrirtæki, þjónustu- stofnun og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Þrjú þeirra voru með umsvif um allt land. Með góðri hjálp frá Eflingu, Starfsafli og Fræðslumiðstöð var rannsakendum komið í samband við tengilið hjá hverju fyrirtæki. Þessir tengiliðir voru ýmist starfsmanna- stjórar eða fræðslustjórar og sáu þeir um að leita samþykkis yfirmanna sinna áður en prófun hófst. Ekki er að orðlengja að allir þessir tengiliðir stóðu sig framúrskarandi vel og var samstarf við þá með miklum ágætum. Yfirleitt kynntu rannsakendur verkefnið á fámennum fundum með starfsmönnum, heimsóttu deildir og röbbuðu við deildarstjóra og starfsmenn. Oftast höfðu tengiliðirnir kynnt verkefnið á einhvern hátt áður en rannsakendur mættu á staðinn, t.d. með auglýsingum, tölvupósti eða greint frá því á starfsmannafundum. Gagnaöflun hófst í lok mars 2004. Til aðstoðar við rannsóknina voru 10 sálfræðinemar í Háskóla Íslands þjálfaðir í að leggja fyrir spurningalistann og prófið. Prófað var bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Prófun hvers þátttakanda tók yfirleitt 20-30 mínútur og fól í sér viðtal sem byggðist á spurningalista og síðan var lesskilningsprófið lagt fyrir. Staða rannsóknar Þegar þetta er skrifað er prófun lokið og gögn hafa verið slegin inn á tölvu og undirbúningur að tölfræðilegri úrvinnslu stendur sem hæst. Úrvinnsla spurningalista er komin á gott skrið en úrvinnsla úr lestrarprófi er ekki hafin þegar þessi grein er skrifuð. Í úrtakinu er 321 maður og er það töluvert stærra úrtak en áformað hafði verið að afla í fyrstu en það gefur að sjálf-

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.