Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 25

Gátt - 2004, Qupperneq 25
25 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S sögðu rannsókninni enn meira gildi. Ekki er unnt að veita óyggjandi niðurstöður enn sem komið er en hér á eftir er getið um niðurstöður úr örfáum þáttum sem snerta lestrarvenjur og ritun. Einhverjar vísbendingar má að sjálfsögðu lesa úr þessum bráðabirgðaniðurstöðum. Það kom nokkuð á óvart að erfiðara reyndist að fá karlmenn til að taka þátt í rannsókninni en konur. Af 321 þátttakanda voru 139 karlar og 182 konur. Örfáar niðurstöður Svo sem að framan segir er fátt að segja frá niðurstöðum enn sem komið er. Hér skal þó getið nokkurra atriða sem einkum tengjast lestrarvenjum fólks og tilgangi lestrar, svo sem lestri vegna vinnu og tómstunda. Þá verður vikið að lesefni og rafrænum textum, lestri á neti og samskipt- um, svo sem tölvupósti, rauntímaspjalli og SMS-skila- boðum. Athygli vekur að töluvert bil er á milli kynjanna í mörgum þáttum sem tengjast lestrarvenjum. Lestur og starf Í þessari rannsókn kemur fram að rúm 52% telja sig þurfa að lesa meira eða minna í viku hverri vinnu sinnar vegna, þ.e. efni tengt vinnu. Tæp 40% þurfa sjaldan á því að halda og einungis um 8% telja sig aldrei þurfa að grípa til lestrarkunnáttu í vinnu. Niðurstöður eru mjög svipaðar hjá körlum og konum. Lestrarfærni virðist því vera mikil- vægur þáttur í starfshæfni en líklega ekki títtnefnd þegar auglýst er eftir starfsfólki. Í rannsókninni var þessi lestur ekki greindur frekar en áhugavert væri að kanna hann betur og hvers kyns efni starfsmenn þurfa að lesa. Lestur í tómstundum Þátttakendur voru spurðir nokkurra spurninga um tóm- stundalestur og hve oft þeir gripu lesefni og læsu eingögu sér til ánægju. Þá er ekki átt við stutta texta eins og fréttir í dagblöðum heldur bækur eða lengri greinar. Þessari niðurstöðu svipar til þeirra sem menn hafa fengið í rannsóknum á unglingum. Þar er tómstundalestur drengja mun minni en stúlkna. Spurt var hvort þátttakendur sæki sér efni á bókasöfn. Þar kemur fram mikill munur milli kynja og tengist vafalaust því að konur virðast duglegri við lestur í tóm- stundum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.