Gátt - 2004, Qupperneq 32
32
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
miklu fleira fólks en þeirra sem stefna á nám í formlega
skólakerfinu. Í þessu skyni hefur Fræðslumiðstöðin haft
um það forystu að senda inn forumsókn til Leonardo-
menntaáætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við
nokkra aðila á sama sviði í Evrópu. Fengist fjármögnun í
slíkt verkefni myndi það flýta mjög fyrir þróun þessara
mála hérlendis. Til lengri tíma litið skiptir einnig máli að
meta færni fengna með öðrum hætti, s.s. í félagsstarfi,
tómstundum eða með annarri lífsreynslu. Loks væri æski-
legt að gefa einstaklingum með mikla færni en skamma
skólagöngu að baki möguleika á háskólanámi á grund-
velli mats á raunfærni. Hugsanlega að loknu sérstöku
undirbúningsnámi.
Við þróun kerfis þarf að hafa þá grundvallarreglu til
viðmiðunar að viðurkenning á færni sé að eigin ósk ein-
staklings og gerð honum til framdráttar. Kerfið þarf að
vera auðvelt í notkun, gagnsætt og í samræmi við þau
kerfi sem eru í mótun í Evrópu.
Í sameiginlegum evrópskum viðmiðunarreglum um mat á
óformlegu námi og annarri reynslu er lögð mikil áhersla á
rétt einstaklingsins til eignarhalds á eigin raunfærnimati,
trúnaðar og möguleika til áfrýjunar á matinu. Traust milli
aðila og trúnaður eru nauðsynlegar forsendur til að hægt
sé að koma á raunfærnimati. Einstaklingar verða að geta
tekið upplýstar ákvarðanir sem byggjast á vel skilgreind-
um stöðlum, skýrum upplýsingum um matið og ályktunum,
sem af því verða dregnar, skýrum upplýsingum um tilgang
matsins og hvernig niðurstöður verða notaðar, skýrum og
aðgengilegum upplýsingum um skilmála fyrir mati, t.d. tíma
og kostnað ásamt ráðgjöf sem veitt er í matsferlinu
(European Commission, 2004). Óhlutdrægni er lykilorð varðandi
raunfærnimat og tengist hlutverkum og ábyrgð mats-
manna í ferlinu. Mikilvægt er að forðast blöndun hlutverka
þar sem það mun hafa neikvæð áhrif á trúnað og traust á
niðurstöðum raunfærnimatsins (European Commission,
2004).Ljóst er að mikið starf er fram undan áður en
matskerfi á landsvísu verður til á Íslandi en öll sú vinna,
sem unnin hefur verið á evrópska vísu, mun geta flýtt
mjög fyrir þróuninni. Við getum nýtt okkur sameiginlegu
evrópsku viðmiðunarreglurnar frá upphafi svo og reynslu
nágranna okkar á Norðurlöndunum og víðar þegar við
setjum raunfærnimat í íslenskan farveg til hagsbóta fyrir
einstaklingana, atvinnulífið og samfélagið í heild.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir,
framkvædastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Heimildir
Andersson, P., Sjösten, N. og Ahn S. (2003). Att värdera kunskap,
erfarenhet och kompetens, Perspektiv på validering. Kalmar:
Myndigheten för skolutveckling,
ESNAL, Virtual academy (2000). Validation within Adult Education in
Sweden, Norway and Finland. Sótt 2. nóvember 2004 af:
http://www.esnal.net/
European Commission, Brussels (2004). Common European Principles
for Validation of Non-formal and Informal Learning, Final draft proposal.
Sótt 20. september 2004 af:
http://www.eaea.org/news.php?k=3224&aid=3224
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (2003). Þjónustusamningur menntamála-
ráðuneytisins við ASÍ og SA. Sótt 20. september af:
http://www.fraedslumidstod.is/default.asp?Id=521
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (2003) Menntareikningar, (Skýrsla nr.
C03:07). Reykjavík: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Menntamálaráðuneytið (2003). Kaupmannahafnaryfirlýsingin. Sótt 20.
september 2004 af: http://www3.menntamalaraduneyti.is/malaflokkar/
Menntun/starfsmenntun/nr/1170
OECD (2003). Beyond Rehtoric: Adult Learning Policies and Practices.
Paris: OECD
Olsen, K. og Rasmussen, L. R.(2004). Realkompetence – og de
ufaglærtes kompetenceudvikling. Mastersritgerð í fullorðinsfræðslu:
Roskilde Universitetscenter.
Rannsóknarþjónusta Háskólans (1996). Þörf atvinnulífs fyrir þekkingu.
Reykjavík: Starfsmenntafélagið.
Samtök iðnaðarins (2004). Þörf iðnaðar fyrir menntun. IMG Gallup. Sótt
20. september 2004 af: http://www.si.is/media/pdf/Gallup-konnun.pdf
Sveinung, S. (2004). Læring i et spændingsfelt – mellem uddannelse og
arbejde. Í P. Bottrup og C. H. Jörgensen (Ritstj.) Realkompetence i norsk
industri – en ny bro mellem arbejdsliv og uddannelse? Roskilde:
Universitetsforlag og höfundar.
TemaNord (2003). Validering af realkompetanse, (504), Kaupmannahöfn:
Nordisk Ministerråd.
VOX. (e.d.). Hva er realkompetanse? Definisjon. Sótt 20. september 2004
af: http://www.vox.no/index.asp?startID=&topExpand=1000089&last-
menuitem=1000365&subExpand=&strUrl=//applications/System/pub-
lish/view/showobject.asp?infoobjectid=1002713