Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 33

Gátt - 2004, Qupperneq 33
33 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Raunfærni og óformlegt nám eru ný hugtök í málinu og raunfærni meira að segja svo glænýtt að það hefur ekki komist í orðabækur hér á landi. Hins vegar hafa nágrannaþjóðir okkar um hríð metið færni manna, skil- greint hvað vantar upp á til þess að fá ákveðin réttindi eða hvað þarf til að ljúka ákveðinni námsbraut í skóla. Þess er að vænta að innan tíðar verði kveðið á um rétt manna á Evrópska sambandssvæðinu til að fá slíkt mat og skyldu stjórnvalda til þess að tryggja það. Þetta brennur á íslenskum skólum, einkum þó þeim sem bjóða upp á starfsnám. Því liggur beint fyrir að spyrja hverjir innrita sig í framhaldsskóla: - Nemendur sem luku grunnskólaprófi síðastliðið vor. - Nemendur sem eru að færa sig milli framhaldsskóla. - Nemendur sem hafa hætt á miðri leið og koma aftur eftir nokkurt hlé, ekki endilega í sama skóla. - Fullorðið fólk sem hefur lokið mismiklu námi, sumir hafa raunar aldrei verið í framhaldsskóla. Það er einfalt að skipuleggja nám tveggja fyrsttöldu hópanna og jafnvel þess þriðja. En fjórði flokkurinn tekur tíma og ekki er fullt samræmi milli skóla í slíku mati. Það sem hér fer á eftir tekur mið af venjum og hefðum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og erum við þó enn að fikra okkur áfram. Þá liggur næst fyrir að skilgreina hvað er raunfærni. Hún er þekking og/eða færni sem menn hafa aflað sér á vett- vangi með þátttöku í atvinnulífi fremur en hefðbundnu námi. Menn öðlast raunfærni með óformlegu námi. Og hvað er þá um að ræða? Hér má nefna þátttöku í almennu og sérhæfðu atvinnulífi, vinnu við heimilisstörf og barna- uppeldi, ýmsa menntun á námskeiðum eða með þátttöku í félagsstarfi og þar fram eftir götum. Námskrá framhaldsskóla, sem jafnan var kölluð Rauðka, hafði sérstök ákvæði um mat af þessu tagi. Reynsla á vinnumarkaði eða við heimilisstörf var metin sem hér segir: 12 mánuðir metnir til 2 eininga 24 mánuðir metnir til 4 eininga Þeir sem höfðu unnið á vinnumarkað- inum í a.m.k. 8 ár fengu 16 einingar metnar í frjálst val. Forsendur þess að starfsreynsla væri metin til eininga voru: a) að nemandi væri a.m.k. 20 ára við upphaf náms í viðtökuskóla, b) að um samfellda vinnu væri að ræða í fullu starfi, c) að hefði viðkomandi aðili unnið í hálfu starfi fengi hann helming þeirra eininga sem sá hefði fengið sem unnið hefði í fullu starfi jafnlagan tíma. Í núgildandi Aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta, eru þessi ákvæði: Hafi nemandi stundað nám við skóla, sem ekki starfar samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, ber skólameist- ari ábyrgð á því að hve miklu leyti námið verður metið inn á nýja námsbraut. Við matið skal ekki leita eftir því að fyrra nám sé nákvæmlega það sama og skilgreint er í námskrá heldur skal leggja áherslu á að athuga hvort ekki sé hægt að meta námið sem jafngilt og hvort nemandinn hafi forsendur til að ljúka náminu. Leiki vafi á hvernig rétt sé að meta nám er rétt að láta nemandann njóta vafans eða vísa honum á að fara í stöðupróf. Þá er vakin athygli á að list- eða starfsnám má meta til kjörsviðs á bóknámsbrautum. Ákvæði um stöðupróf eru svohljóðandi: Tilgangur stöðuprófa er að gera viðkomandi kleift að sanna þekkingu sína í tiltekinni grein eða á tilteknu sviði. Með þessum hætti geta nemendur fengið viðurkennda þekkingu og reynslu sem þeir búa yfir og ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla og stytt þannig námstíma sinn til lokaprófs. Þeir sem ganga undir stöðupróf greiða sannanlegan kostnað vegna prófanna. M A T Á R A U N F Æ R N I O G Ó F O R M L E G U N Á M I Sölvi Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.