Gátt - 2004, Blaðsíða 39
39
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
þekking þeirra falli ekki úr gildi. Reynsla okkar er sú að
það er hægt að meta með góðum árangri í síðasta hluta
kynningardagskrár fyrir nýaðflutta innflytjendur. Aftur á
móti hefur sumum þátttakendum reynst erfitt að notfæra
sér viðbótar kennslu eftir matið. Með því að lengja
kennslutímabilið fyrir þá þátttakendur um það bil 2-3 vikur
og bjóða þeim sænskukennslu samhliða starfsnáminu
hefur þeim tekist að ljúka náminu með fullnægjandi
árangri.
Hugmyndir um framtíðina
Það mat, sem fram hefur farið til þessa, hefur að mestum
hluta verið mat með tilliti til þekkingarkrafna við menntun.
Vegna þess að það er starfsfærni, sem á að lýsa, er áríð-
andi að beina þróunarvinnunni þannig að það verði hægt.
Eigi raunfærnimat að vera árangursríkt þurfa forsendur
þess að vera ljósar. Eru það einungis fjárhagsleg sjónar-
mið eins og stytting á námi, lægri bætur o.s.frv.? Er matið
gert til þess að auka sjálfsálit einstaklingsins, reyna að
ná fram meiri jöfnuði, reyna að ná fram breytingum á
samfélaginu? Mat á starfsfærni fer í dag oftast fram með
skilyrðum kerfisins, þ.e.a.s. með tilliti til námskeiðslýsingar
eða skilyrða sem hafa verið ákveðin af starfgreinunum.
Þetta krefst þekkingarstigs sem ekki allir hafa. Matið
verður þar af leiðandi ekki aðgengilegt stórum hópi fólks
sem hefur þörf fyrir að lýsa færni sinni. Þar sem ekki alltaf
er hægt að bera þá þekkingu og reynslu sem maður hefur
tileinkað sér við vissar starfsaðstæður saman við
námskeiðslýsingar eða skilyrði þá sýnist ljóst að einnig
þarf að þróa aðferðir sem hæfa betur forsendum þessara
einstaklinga.
Í þeirri þróunarvinnu, sem fram fer í Raunfærni-
miðstöðinni í Málmey, finnst okkur áríðandi að mat fari
fram við raunverulegar eða raunhæfar aðstæður. Það er
trú okkar að matið eigi að hefja við kringumstæður sem
eru kunnuglegar þeim sem meta á, t.d. á vinnustað þar
sem viðkomandi einstaklingurinn vinnur, í stað þess að
hefjast handa með því að kynna námskeiðslýsingar
framhaldsskólanna. Við erum meðvituð um að þetta gerir
miklar kröfur til atvinnulífsins en erum samt vongóð og
bjartsýn á að bæði í einkageiranum sem og innan opin-
berra stofnana náist skilningur á gildi þess og kostum að
fólk hafi raunverulega möguleika til þess að sýna fram á
færni sína.
Ronny Nilsson og Ingela Bergman,
verkefnastjórar við Raunfærnimatsmiðstöðina í Málmey.
Þýðing, Sigrún Kristín Magnúsdóttir,
sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
S K R Á N I N G O G M A T Á R A U N F Æ R N I Í N O R E G I
Skráning og mat á raunfærni hefur verið á dagskrá á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins um árabil. Í Noregi fékk
vinnan við það sérstakt vægi með (Realkompetanse-
prosjektet) Raunfærnimatsverkefninu og þeim lagasetn-
ingum sem fylgdu í kjölfar þess. Raunfærnimats-
verkefnið (1999-2002) var sett af stað með það að mark-
miði að koma á sameiginlegu kerfi við skráningu á raun-
færni. Vox, miðstöð símenntunar atvinnulífsins, var falið
að fylgja verkefninu eftir. Bæði vinnan við verkefnið og
eftirfylgnin hefur farið fram í nánu samstarfi við aðila
atvinnulífsins, menntakerfið, fræðsluaðila og einkaskóla.