Gátt


Gátt - 2004, Side 40

Gátt - 2004, Side 40
40 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Raunfærnimatsverkefnið var framtak norsku ríkisstjórnar- innar til þess að hrinda í framkvæmd samþykktum Stórþingsins um að „koma á laggirnar kerfi sem veitir fullorðnum rétt til þess að skrá raunfærni sína án þess að þurfa að fara eftir krókaleiðum hefðbundins prófa- fyrirkomulags“. Vægi verkefnisins og kraftur mótaðist af umboði þess. Greinileg áhersla var á inntöku í nám og styttingu þess. Forgangsröðuð þróunarsvið voru: - Skráning raunfærni í atvinnulífinu - Skráning raunfærni í sjálfboðaliðastarfi - Mat á raunfærni til náms á framhaldsskólastigi - Aðferðir við mat á raunfærni, þar með talið færniprófun starfa - Aðlögun og ef til vill breytingar á lögum, reglugerðum og samningum á grunni reynslunnar af verkefninu - Inntaka nemenda í háskóla og tækniháskóla byggð á raunfærnimati Bakgrunnur Raunfærnimatsverkefnið og vinnan við að fylgja því eftir er hluti af umfangsmiklu umbótaverkefni (Kompetansere- formen), svokallaðri færnibyltingu. Verkefnið er niðurstaða fjölda rannsókna sem leiddu í ljós mikla þörf fyrir aukna áherslu á símenntun í Noregi. Færnibyltingunni var hrint af stað árið 1999 af norsku ríkisstjórninni, verkefnið tók til umbóta bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Markmið þess var að gera ráðstafanir til þess að mæta þörfum ein- staklinga, atvinnulífsins og samfélagsins fyrir aukna færni. Rannsóknir benda til þess að vinnustaðurinn sé afar mikilvægur vettvangur til þess að tileinka sér færni og í samanburði við önnur lönd í Evrópu fari meiri símenntun fram í norsku atvinnulífi en annars staðar. Nýir launþegar hafi allt aðrar væntingar til vinnustaðarins en við höfum átt að venjast fram til þessa. Hvert er okkar hlutverk? Vox er miðstöð s ímenntunar atvinnul ífs ins , www.vox.no Við vinnum að skráningu raunfærni og skipu- leggjum sí- og endurmenntun eftir þörfum atvinnulífsins. Við vinnum að því að auka grunnfærni og bæta möguleika einstaklinga á að komast í vinnu og til þess að styrkja aðlögunarhæfni á vinnumarkaði. Við þróum og prófum eftir kenningum kennslufræðinnar aðferðir, verkfæri og líkön sem henta þörfum fullorðinna. Við komum saman aðilum atvinnulífsins og úr menntakerfinu og þróum staðbundin net. Við sjáum um Raunfærnimatsverkefnið sem veitir styrki til símenntunar á vinnustaðnum. Við kortleggjum, greinum og breiðum út þekkingu á þörfum og aðstæðum fullorðinna við símenntun. Við tökum þátt í alþjóðlegum netum og ES- verkefnum um fullorðinsfræðslu. Við gerum einkafyrirtæki og opinberar stofn- anir hæfari til þess að finna, tjá og uppfylla færnikröfur sínar. Vox er í eigu ráðuneytis menntamála og rannsókna. Því verður að nota vinnustaðina sem námsvettvang. Gagnkvæm virðing og góð samskipti eru forsendur þess. Þess vegna var færnibyltingin unnin í samvinnu aðila atvinnulífsins og margra ráðuneyta. Árið 1998 voru átta

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.