Gátt - 2004, Page 41
41
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
aðalmarkmið verkefnisins sett fram í sérstakri fram-
kvæmdaáætlun. Í vinnunni við áætlunina er lögð áhersla
á að gengið sé út frá því að sem flestir geti aukið við færni
sína án þess að þurfa að gera hlé á þátttöku á vinnu-
markaði.
Í hagkerfi, þar sem námsgeta og endurnýjun færni verður
sífellt mikilvægari þáttur þess að halda forskoti í
samkeppni, er ákaflega mikilvægt að hvetja til, skipu-
leggja og skrásetja færnimyndun. Í Noregi hefur komið í
ljós aukin þörf á að skilgreina hugtök, skrásetja, meta og
viðurkenna færni sem fólk hefur tileinkað sér utan hins
hefðbundna menntakerfis. Í vinnunni, sem fylgdi færni-
byltingunni, hefur af þessum sökum verðið víðtækt
samkomulag um þörfina á að þróa betri leiðir til þess að
skrá raunfærni. Raunfærnimatsverkefnið fékk þar af
leiðandi mikið vægi og gegnir sérstöku hlutverki í
umbótastarfinu. Þróun nýrra leiða til þess að skrá raun-
færni er álitin afar mikilvægur þáttur í öllu sem viðkemur
símenntun í Noregi.
Gagnsemi
Skráning raunfærni getur verið mikilvæg bæði fyrir ein-
staklinga, stök fyrirtæki og samfélagið í heild. Í þeim
lausnum, sem þróaðar hafa verið í Noregi, eru einstakling-
arnir settir í öndvegi og frelsi er meginundirstaða.
Skráningin er eign einstaklingsins og inniheldur
upplýsingar um færni hans.
Að vinna að skráningu raunfærni er lokastig ferlis. Ferlinu
má lýsa með markorðunum: upplýsingar, festa, ráðgjöf,
kortlagning, lýsing, mat og skráning. Í ljós kemur að gæði
upplýsinga og ráðgjafar eru afgerandi þættir í upplifun
ferlisins, hvort það heppnast vel eða ekki. Í upphafi
ferlisins verður öllum að vera ljóst í hvaða tilgangi kort-
lagningin og skráningin eru gerð. Mismunandi leiðbein-
ingar og námskeið hafa verið þróuð til hjálpar
framkvæmdaaðilum.
Að lýsa eigin færni getur verið erfitt og þess vegna hafa
verið þróuð mismunandi verkfæri til þess að lýsa og
skipuleggja reynslu, þekkingu og nám.
Verkfærin fara eftir vettvanginum. Til
eru verkfæri sem lýsa færni sem fólk
hefur tileinkað sér á vinnumarkaðn-
um, í frítíma sínum og færni sem
krafist er í hinu formlega menntakerfi.
Þeir sem eiga að meta raunfærni
samkvæmt kröfum í námsskrá fram-
haldsskólanna fá kennslu í notkun
verkfæra og aðferða þar sem viðhorf
og ráðgjöf eru aðalatriði.
Gildi fyr i r e instakl inginn
Flestir sem hafa kortlagt og lýst færni sinni segja að þeir
hafi styrkst við að verða sér meðvitaðir um allt sem þeir
eru færir um. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa litla
menntun og litla trú á eigin færni. Skráning raunfærni
getur verið mikilvæg fyrir einstaklinginn af mörgum
ástæðum: Vegna starfsumsóknar, vegna breytinga á
verkefnum eða vegna þess að hann vill afla sér frekari
menntunar.
Vilji maður afla sér frekari menntunar getur skráningar-
ferlið haft áhrif á lengd námsins og orðið til þess að
kennslan sé betur við hæfi. Margir fullorðnir hafa haft og
munu njóta góðs af möguleikunum á að fá óformlega
færni sína metna, það eykur sjálfstraust og fjárhagslegan
ávinning styttri menntunar.
Vottuð raunfærni getur komið í stað formlegra skilyrða
um inntöku í nám á æðri stigum, þannig að þeir sem hafa
mikla reynslu á ákveðnu sérsviði þurfi ekki að taka á sig
krók í framhaldsskólanum til þess að komast í nám á
háskólastigi.
Gildi fyr i r fyr i rtæki og atvinnul íf
Mannauðurinn, starfsfólkið, er mikilvægasta auðlind
hvers fyrirtækis. Vitneskjan um heildarfærni í fyrirtækinu
mun gera það hæfara til þess að notfæra sér þá auðlind
Torild Nilsen Mohn