Gátt


Gátt - 2004, Síða 41

Gátt - 2004, Síða 41
41 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S aðalmarkmið verkefnisins sett fram í sérstakri fram- kvæmdaáætlun. Í vinnunni við áætlunina er lögð áhersla á að gengið sé út frá því að sem flestir geti aukið við færni sína án þess að þurfa að gera hlé á þátttöku á vinnu- markaði. Í hagkerfi, þar sem námsgeta og endurnýjun færni verður sífellt mikilvægari þáttur þess að halda forskoti í samkeppni, er ákaflega mikilvægt að hvetja til, skipu- leggja og skrásetja færnimyndun. Í Noregi hefur komið í ljós aukin þörf á að skilgreina hugtök, skrásetja, meta og viðurkenna færni sem fólk hefur tileinkað sér utan hins hefðbundna menntakerfis. Í vinnunni, sem fylgdi færni- byltingunni, hefur af þessum sökum verðið víðtækt samkomulag um þörfina á að þróa betri leiðir til þess að skrá raunfærni. Raunfærnimatsverkefnið fékk þar af leiðandi mikið vægi og gegnir sérstöku hlutverki í umbótastarfinu. Þróun nýrra leiða til þess að skrá raun- færni er álitin afar mikilvægur þáttur í öllu sem viðkemur símenntun í Noregi. Gagnsemi Skráning raunfærni getur verið mikilvæg bæði fyrir ein- staklinga, stök fyrirtæki og samfélagið í heild. Í þeim lausnum, sem þróaðar hafa verið í Noregi, eru einstakling- arnir settir í öndvegi og frelsi er meginundirstaða. Skráningin er eign einstaklingsins og inniheldur upplýsingar um færni hans. Að vinna að skráningu raunfærni er lokastig ferlis. Ferlinu má lýsa með markorðunum: upplýsingar, festa, ráðgjöf, kortlagning, lýsing, mat og skráning. Í ljós kemur að gæði upplýsinga og ráðgjafar eru afgerandi þættir í upplifun ferlisins, hvort það heppnast vel eða ekki. Í upphafi ferlisins verður öllum að vera ljóst í hvaða tilgangi kort- lagningin og skráningin eru gerð. Mismunandi leiðbein- ingar og námskeið hafa verið þróuð til hjálpar framkvæmdaaðilum. Að lýsa eigin færni getur verið erfitt og þess vegna hafa verið þróuð mismunandi verkfæri til þess að lýsa og skipuleggja reynslu, þekkingu og nám. Verkfærin fara eftir vettvanginum. Til eru verkfæri sem lýsa færni sem fólk hefur tileinkað sér á vinnumarkaðn- um, í frítíma sínum og færni sem krafist er í hinu formlega menntakerfi. Þeir sem eiga að meta raunfærni samkvæmt kröfum í námsskrá fram- haldsskólanna fá kennslu í notkun verkfæra og aðferða þar sem viðhorf og ráðgjöf eru aðalatriði. Gildi fyr i r e instakl inginn Flestir sem hafa kortlagt og lýst færni sinni segja að þeir hafi styrkst við að verða sér meðvitaðir um allt sem þeir eru færir um. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa litla menntun og litla trú á eigin færni. Skráning raunfærni getur verið mikilvæg fyrir einstaklinginn af mörgum ástæðum: Vegna starfsumsóknar, vegna breytinga á verkefnum eða vegna þess að hann vill afla sér frekari menntunar. Vilji maður afla sér frekari menntunar getur skráningar- ferlið haft áhrif á lengd námsins og orðið til þess að kennslan sé betur við hæfi. Margir fullorðnir hafa haft og munu njóta góðs af möguleikunum á að fá óformlega færni sína metna, það eykur sjálfstraust og fjárhagslegan ávinning styttri menntunar. Vottuð raunfærni getur komið í stað formlegra skilyrða um inntöku í nám á æðri stigum, þannig að þeir sem hafa mikla reynslu á ákveðnu sérsviði þurfi ekki að taka á sig krók í framhaldsskólanum til þess að komast í nám á háskólastigi. Gildi fyr i r fyr i rtæki og atvinnul íf Mannauðurinn, starfsfólkið, er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis. Vitneskjan um heildarfærni í fyrirtækinu mun gera það hæfara til þess að notfæra sér þá auðlind Torild Nilsen Mohn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.