Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 44

Gátt - 2004, Qupperneq 44
44 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Skráning á raunfærni hjá Landsvirkjun Hvað þarftu að kunna og geta til að geta sinnt starfinu þínu? Hvað eru mörg störf í þessari einingu? Þessar spurningar eru lagðar fyrir starfsmenn og stjórnendur Landsvirkjunar og út frá því er þekkingargrunnur fyrirtækisins lagður. Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Fyrirtækið rekur tólf vatnsafls- og gufuaflsstöðvar víða um land auk spennustöðva og háspennulína fyrir flutning raforku. Starfsmenn eru um 320 talsins. Landsvirkjun skiptist í sex svið, orkusvið, verkfræði- og framkvæmda- svið, fjármálasvið, upplýsingasvið, starfsmannasvið og flutningssvið sem verður skilið frá fyrirtækinu áramótin 2004 til 2005 með nýju raforkulögunum. Hlutverk Lands- virkjunar er að bjóða viðskiptavinum sínum bestu lausnir í orkumálum og tryggja með því grundvöll nútímalífsgæða.1 Fram undan er mikill uppbyggingar- og breytingartími. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru meðal annarra að taka þátt í breytingum á skipulagi orkumála, þróa vörur og þjónustu til að tryggja stöðu Landsvirkjunar á orkumark- aði og efla gæða- og umhverfisstjórnun. Mikil áhersla er lögð á nútímalega mannauðsstjórnun með áherslu á þekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 og er í opinberri eigu. Einkenni fyrirtækjabragsins er mikil fyrirtækjatryggð, lítil starfsmannavelta, mikil starfs- ánægja, langur starfsaldur (meðaltal 15 ár) og hár meðal- aldur (tæp 50 ár). „Áhugavert starf“ er mikilvægast í augum starfsmanna, þá góð laun og loks starfsöryggi.2 Fyrir nokkru keypti Landsvirkjun sænskt mannauðskerfi, IFS. Kerfið mun auðvelda stjórnendum og starfsmönnum að ná settum markmiðum og er stuðningur við starfs- mannasamtöl. Annað markmið með innleiðingu kerfisins er markvissari þarfagreining fræðslu og allt utanumhald hennar verður einnig betra og þægilegra. Tilgangurinn er einnig að auðvelda ferlið við ráðningar og halda viðeigandi skrár yfir menntun, þjálfun, kunnáttu, réttindi og reynslu starfsmanna. Þekkingartré Landsvirkjunar ber þrjár greinar: Lands- virkjun, persónuleg hæfni og starfssviðsþættir. Á fyrstu grein er sú þekking á fyrirtækinu sem nauðsynleg er til að menn geti sinnt starfi sínu og óvíst er hvort sú þekking nýtist hjá öðrum fyrirtækjum. Á annarri grein er þekking sem menn búa jafnvel yfir þegar þeir ráðast til fyrirtækis- ins, nýtist þeim þar og annars staðar kjósi þeir að hverfa til annarra starfa. Á þriðju grein hanga allir starfs- sviðsþættirnir, þekking sem er nauðsynleg vegna þess starfs sem viðkomandi gegnir á hverri stundu innan fyrirtækisins. Skilgreina þarf öll störf og hvað menn þurfa að kunna til að geta sinnt þeim. Síðan skrifa kunnáttumenn eða þeir starfsmenn, sem búa yfir sérþekkingu, lýsingu á viðkom- andi færniþáttum. Notaður er fjögurra stiga þekkingar- kvarði: Grunnþekking = Ég get unnið einföld verkefni með leiðsögn. Nokkur þekking = Ég get unnið venjuleg verkefni undir umsjón. Mikil þekking = Ég get unnið sjálfstætt og leiðbeint öðrum. Sérfræðiþekking = Ég vinn algerlega sjálfstætt, stjórna verkum, breyti verklagi og get leiðbeint í faginu. H V A Ð Þ A R F T U A Ð K U N N A O G G E T A T I L A Ð G E T A S I N N T S T A R F I Þ Í N U ? 1 www.lv.is 2 Þáttum raðað í mikilvægisröð, heimild: Vinnustaðagreiningu Gallups, nóvember 2002. Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.