Gátt


Gátt - 2004, Síða 46

Gátt - 2004, Síða 46
46 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S fyrir liggur hvaða færniþættir „hanga“ á hverju starfi meta starfsmenn sig inn í kerfið. Við það sjálfsmat sjá þeir einungis hvaða þættir fylgja starfinu en ekki hvaða kröfur um þekkingarstig eru gerðar í hverjum og einum þætti. Þegar röðin kemur að KKS lesa aðstoðarmenn eftirfarandi lýsingu og meta þekkingu sína samkvæmt henni annaðhvort sem grunnþekkingu, nokkra, mikla eða sérfræðiþekkingu: Margir efast um að slíkt sjálfsmat sé marktækt en eins og Campbell og Lee (1988) benda á eru meiri líkur á að slíkt mat sé áreiðanlegt og réttmætt þegar það er notað til starfsþróunar, eins og í þessu tilfelli, en ekki til stjórnunar.3 Matið er tvíhliða því að stjórnandi metur einnig starfs- manninn. Thornton (1980) bendir á að þrátt fyrir „leniency“- vandamál séu færri „halo“-villur í sjálfsmati. Fólk þekki styrkleika sína og veikleika og meti sig samkvæmt því. Hann segir að flestar rannsóknir sýni mun á milli sjálfs- mats og mats yfirmanns. Yfirmenn meti starfsmenn ekki á sama hátt og þeir gera sjálfir en það þýðir ekki að eitt mat sé „rétt“ og annað „rangt“. Það táknar einungis að þessir tveir hópar meta frammistöðu ólíkt. Thornton stingur upp á að það geti verið farsælt því að það gefi tilefni til umræðna um muninn og geti leitt af sér gagnleg skoðanaskipti.4 Í kjölfar tvíhliða matsins eru lögð drög að fræðsluáætlun og er lögð áhersla á það af fyrirtækisins hálfu að það séu ekki einungis námskeið sem geti lyft fólki upp eftir þekkingarkvarðanum. Lögð er áhersla á að gloppu megi eyða með ýmsum öðrum hætti, svo sem með tímabundinni handleiðslu, netnámi, lestri, verkefnum og endurtekningu verka undir leiðsögn. Gert er ráð fyrir því að í næsta starfsmannasamtali sé gloppan horfin, það þýðir að þjálfunin hafi tekist vel. Þegar nýr búnaður er tekinn í notkun má gera ráð fyrir að dragi úr færni starfs- manns um tíma. Reyni ekki á vissa færni í lengri tíma má einnig gera ráð fyrir að menn ryðgi og færist niður þekkingarkvarðann þess vegna. Annaðhvort verður að fara í markvissa símenntun eða breyta kröfum um færni til starfsins í þeim tilfellum þar sem ekki er gert ráð fyrir því lengur að viðkomandi starfsmenn hafi tiltekna þekkingu. Þetta hljómar allt sáraeinfalt en er auðvitað mun flóknara í framkvæmd. Það að greina hvaða störf eru í viðkomandi einingu er yfirleitt fljótlegt en að ákveða færniþætti og skrifa lýsingar á þeim tekur lengri tíma. Við sjálfsmatið var ákveðið að fara þá leið að starfsmaður starfsmanna- sviðs tekur viðtal við hvern og einn og aðstoðar hann í raun við matið. Þau viðtöl taka allt að klukkustund og vegna staðsetningar fyrirtækisins og vaktakerfis er það tímafrekt verkefni. Í matinu safnar starfsmaður starfs- mannasviðs einnig upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu viðkomandi starfsmanns. Það að halda utan um þjálfunarferil (námskeið og ráðstefnur) er einnig miðlægt. Þegar vinnan hófst var kerfið ekki aðgengilegt á netinu og því var farin sú leið að taka viðtöl við alla starfs- menn. Það hefur þótt gefast mjög vel, starfsmenn fá þá tækifæri til að spyrja og koma skoðunum sínum á fram- færi. Reynslan sýnir að flestir hafa gaman af að tala um vinnuna sína og efasemdir um kerfið, sem heyrðust í upphafi, heyra nánast sögunni til. Reynsla stjórnenda, sem hafa nú upplýsingar um alla sína starfsmenn á einum stað, er sú að fræðsluáætlun verður mun markvissari og betri en áður. Niðurstöður úr kerfinu sýna hvar skórinn kreppir hjá hverjum og einum og hvað vinnustaðurinn þarf að leggja áherslu á næstu misserin. Færnigreiningin hefur einnig reynst prýðistæki til að undirbúa ráðningar, hvort sem um ný eða breytt störf er að ræða, og gefið stjórnendum nýja sýn á störfin og hvers þau krefjast. Á undanförnum mánuðum hefur staðið yfir vinna við vott- un rafmagnsframleiðslu aflstöðva Landsvirkjunar og í tengslum við hana var farið út í að tengja starfsþróunar- kerfið við verklagsreglur um ráðningar og þjálfun starfs- manna. Þar er greint nákvæmlega hver ber ábyrgð á hverju er varðar t.d. grunnskráningu færnikrafna á störf, breytingu á færnikröfum, utanumhald á prófskírteinum, fræðsluferli, réttindum og reynsluskrá. Einnig er þar kveðið á um árlega endurskoðun færnikrafna sem tengjast starfs- mannasamtali. Sú stutta reynsla, sem komin er af þessu samspili starfsþróunarkerfis og gæðakerfis, lofar mjög góðu og er til hagsbóta fyrir alla, starfsmenn og stjórn- 3Muchinsky, P.M.: Psychology Applied to Work, 2000, bls. 228. 4Muchinsky, P.M.: Psychology Applied to Work, 2000, bls. 228.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.