Gátt - 2004, Side 47
47
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
endur. Vorið 2005 verður allri grunnvinnu við færnigrein-
ingu og innskráningu starfsmanna lokið og stjórnendur
og starfsmenn komnir með vefaðgang að kerfinu. Þá mun
hver og einn stjórnandi hafa betri yfirsýn yfir mannauð
sinn og starfsmaðurinn yfir sjálfan sig, fræðslusögu sína
og allt framboð námskeiða. Það er bjargföst trú okkar,
þrátt fyrir að hægar hafi gengið en upphaflega var ætlað,
að við séum á góðri leið með að ná stórmerkum áfanga í
mannauðsmálum fyrirtækisins.
Ragnhildur Vigfúsdóttir,
deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun.
Sigþrúður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastóri starfsmannasviðs hjá Landsvirkjun.
Færnimappa er afrakstur norræns samstarfsverkefnis
sem unnið var af aðilum í fullorðinsfræðslu frá
Danmörku, Eistlandi, Íslandi og Noregi. Fulltrúi frá Mími-
símenntun tók þátt í þessu starfi og hefur færnimappan
verið þróuð og notuð í námstilboðum á vegum Mímis-
símenntunar sl. þrjú ár. Auk þess hefur verið boðið upp
á sérstök námskeið í gerð Færnimöppu. Vinna við gerð
Færnimöppu er í umsjón náms- og starfsráðgjafa og fær
hver einstaklingur aðstoð og ráðgjöf þar sem áherslan
er á að aðstoða þá við að draga fram styrkleika sína og
færni. Í Færnimöppu skráir hver einstaklingur alla
reynslu sína tengda námi, starfi og frístundum og fær
leiðsögn við að setja upp eigin ferilskrá.
Á árunum 1999–2000 tóku fulltrúar frá Danmörku,
Eistlandi, Íslandi og Noregi þátt í norrænu samstarfs-
verkefni sem fjallaði um samstarf vinnuveitenda og
starfsmanna þar sem áherslan var lögð á að auka færni
starfsmanna. Niðurstaða þess verkefnis var að mikil þörf
væri á að þróa tæki sem komið gæti að notum við að meta
færni starfsmanna. Árið 2001 fékkst styrkur í nýtt verkefni
þar sem markmiðið var að útbúa verkfæri sem komið
gæti að notum við vinnu með starfsmönnum í litlum og
meðalstórum fyrirtækjum við mat og markvissa uppbygg-
ingu á færni þeirra. Auk þess var miðað við að verkfærið
gæti komið að notum í vinnu með
atvinnulausu fólki í starfsleit. Skoðuð
voru þau verkfæri sem til voru fyrir
við mat á raunfærni og auk þess mis-
munandi aðferðir og leiðir í þess
konar mati. Út frá því var færnimapp-
an þróuð og í framhaldi af því prófuð
í mismunandi hópum. Verkefninu lauk
formlega haustið 2002 með ráðstefnu
í Eistlandi.
Allir búa yfir færni og þekkingu sem
af mörgum ástæðum er ókunn bæði
okkur sjálfum, samstarfsmönnum og
vinnuveitendum. Í þeim fjölmörgu námstilboðum sem
Mímir-símenntun hefur verið með í fullorðinsfræðslu sl.
ár hefur komið í ljós að þetta er einn af þeim þáttum sem
einstaklingar eiga í erfiðleikum með að takast á við og
gera sér grein fyrir. Merking orðins færni (á norsku
realkompetanse) er í hugum margra óljós og yfir-
gripsmikil. Með færni er átt við alla þá kunnáttu, þekkingu
og hæfni sem einstaklingur hefur náð tökum á í gegnum
launað eða ólaunað starf, grunnmenntun, sí- og endur-
menntun, frístundir og annað. Þó að einstaklingur hafi ekki
lokið langri formlegri skólagöngu þá hefur hann stöðugt
F Æ R N I M A P P A - T Æ K I T I L S J Á L F S Þ E K K I N G A R ?
Gunnlaug Hartmannsdóttir