Gátt - 2004, Side 49
49
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
ingsins, þ.e. ef hann hefur bætt við hæfni sína með þátt-
töku í námskeiði, þjálfun eða á annan hátt. Færnimappan
verður einstaklingnum þannig mikilvægt hjálpartæki við
að gera sér grein fyrir persónlegri færni sinni, slíkt hefur
gildi fyrir hann á vinnumarkaðnum, bæði í núverandi
starfi, við leit að nýju starfi og við frekar nám.
Margir fullorðnir hafa efasemdir um gildi þess að láta
kortleggja færni sína. Þeir sjá ekki gagnsemi þess að
nota Færnimöppuna, né tilgang í að taka þátt í slíku ferli
og hafa ekki áhuga á að verja tíma sínum í slíka vinnu.
Margir óttast trúlega að þeir afhjúpi vankunnáttu sína
eða vanhæfni, þeir eru óöruggir þegar taka á þátt í ferli
sem krefst virkrar þátttöku þeirra, þar sem þeir eru með
sjálfa sig í brennidepli. Hlutverk ráðgjafans er að styðja
og hvetja þennan hóp til þátttöku í slíkri vinnu og um leið
auka skilning hans á mikilvægi þess að taka þátt í sí- og
endurmenntun. Markmiðið er að einstaklingurinn taki
ábyrgð á eigin hæfnisuppbyggingu. Þótt reynslan sýni að
flestir séu jákvæðir og tilbúnir að taka virkan þátt í slíkri
vinnu þarf ráðgjafinn að vera vakandi yfir þörfum þeirra
sem eru óöruggir og verja tíma í að hvetja og styðja þá.
Færnimappan hefur verið notuð í fjölmörgum námstil-
boðum hjá Mími-símenntun sl. ár og hefur sá tími jafn-
framt verið mjög dýrmætur í þróun hennar. Hefur hún
verið notuð í þeim tilgangi að kenna þátttakendum að
safna saman og halda saman gögnum sem lýsa og
staðfesta færni þeirra og að þeir séu færir um að lýsa
persónulegri, almennri og starfstengdri færni ásamt
náms- og starfsferli. Stuðlar það jafnframt að því að hver
einstaklingur átti sig á eigin ábyrgð á starfsferli og starfs-
ánægju sinni og setji sér markmið varðandi sí- og endur-
menntun. Þau námstilboð, sem um ræðir, eru sniðin að
mismunandi hópum: Grunnmenntaskólinn – nám ætlað
fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur farið í
frekara nám að loknum grunnskóla; Landnemaskólinn –
nám ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem hefur ekki
íslensku að móðurmáli, þar sem megináhersla er lögð á
íslenskt talmál og nytsama samfélagsfræði; MFA-skólinn,
Kvennasmiðjan og Karlasmiðjan – nám ætlað atvinnu-
lausu fólki. Þar sem um ólíkar þarfir er að ræða í þessum
hópum er áhersla lögð á að laga Færnimöppuna að þörfum
hvers hóps fyrir sig. Auk þess er færnimappan í stöðugri
þróun og verið er að laga hana að fleiri hópum. Má þar
nefna talsmenn stéttarfélaga og verslunarmenn í fagnámi.
Við slíka vinnu er lögð áhersla á að skoða hver eru
meginviðfangsefni hvers hóps og hvaða þættir það eru
sem verið er að leggja mat á. Í Færnimöppu talsmannsins
er bætt inn sérkafla þar sem skoðuð er félagleg færni
eins og samvinna, vinnulag og samningatækni. Í Færni-
möppu fyrir verslunarmenn verður áherslan lögð á
færniþætti sem tengjast verslun og þjónustu eins og
þjónustu við viðskiptavininn, innkaup og sölu á vörum,
samvinnu o.fl. Þótt færnimappan sé löguð að þörfum mis-
munandi hópa verða alltaf í henni þeir fjórir meginhlutar
sem áður hefur verið lýst.
Reynslan af vinnu með Færnimöppuna hefur skilað miklu
og ávinningurinn er augljós. Einstaklingurinn fær góða
yfirsýn yfir eigin kunnáttu og færni og stuðlar það að
auknu sjálfstrausti, starfánægju og starfshæfni auk þess
sem færnimappan hefur reynst góður undirbúningur fyrir
starfsmannaviðtöl og starfsumsóknir. Fyrir vinnuveitand-
ann er ávinningurinn einnig augljós þar sem hann fær
betri yfirsýn yfir þann mannauð sem fyrirtækið hefur yfir
að ráða auk þess sem betri yfirsýn fæst yfir þörf fyrir sí-
og endurmenntun starfsmanna. Reynsla þeirra einstakl-
inga sem unnið hafa Færnimöppu er nokkuð samhljóða,
þetta er mjög þarft og gott verkefni sem hjálpar einstakl-
ingnum að draga upp heildarmyndina og sjá að margt
smátt gerir eitt stórt. Einnig er áberandi sú tilfinning að
einstaklingar uppgötva margt og fá svör við spurningum
um sjálfa sig og tækifæri til að skoða hlutina út frá nýjum
forsendum. Sem dæmi má nefna fimm barna móður sem
sá ekkert merkilegt við hlutverk sitt sem uppalanda, hún
hafði ekki gert neitt sérstakt að eigin mati. Með því að
greina þá þætti, sem reynir á í uppeldishlutverkinu, sá
hún marga þætti sem gætu verið henni til framdráttar á
vinnumarkaði eins og samskipti, skipulag og stjórnun.