Gátt - 2004, Qupperneq 53
53
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
A F S J Ó N A R H Ó L I
S A M K E P P N I , M A N N A U Ð U R O G S T R F S M A Ð U R I N N
Ég hef unnið í tæp 20 ár hjá virtu, traustu og framsæknu
fjármálafyrirtæki sem á sér rúmlega 118 ára sögu. Hér á
ég auðvitað við Landsbanka Íslands hf. Þótt starfsaldur
minn sé ekki langur miðað við aldur bankans hef ég orðið
vitni að nánast lygilegum breytingum á fjármálamarkaði.
Sérstaklega hin síðari ár. Umhverfisþættir, s.s. pólitískar
ákvarðanir, efnahagslegt umhverfi og samkeppni, hafa þar
verið mestu áhrifavaldarnir. Breytingarnar eru komnar til
að vera. Það er því spennandi fyrir alla sem starfa á þess-
um markaði sem og öðrum, að líta yfir landslagið í dag og
reyna að ímynda sér hvernig það muni þróast til
framtíðar. Ekki síður að reyna að sjá fyrir sér stöðu sína í
þessu umróti sem hlýtur að skipta okkur sem einstaklinga
mestu máli.
Aukin samkeppni á sér ekki einungis stað á milli fyrirtækja
á fjármálamörkuðum heldur teygir hún anga sína inn í
fyrirtækin, störfin breytast, kröfur aukast og þolinmæði
gagnvart slakri frammistöðu er ekki lengur fyrir hendi. Út
á við er þetta samkeppni um viðskiptavininn, inn á við um
störfin. Hvert og eitt þurfum við að tryggja samkeppnis-
hæfni okkar með því að þróa og auka færni okkar í takt
við umhverfið sem við störfum í.
Þrátt fyrir mikla samkeppni á fjármálamarkaði er nokkur
einsleitni á markaðnum. Vöruframboð, þjónusta og verð
eru sambærileg þannig að skipulagsheildirnar eiga erfitt
með að aðgreina sig hver frá annarri í augum neytand-
ans. Þegar svo er komið skiptir þekking starfsfólks,
reynsla og færni mestu máli ásamt persónulegum eigin-
leikum, þ.e.a.s mannauður þeirra.
Mannauðskenningin, sem svo hefur verið nefnd, tekur til
öflunar færni og að hægt sé að öðlast færni á margan
hátt. Formleg menntun er eflaust aðalleiðin til að öðlast
mannauð en meira er fjárfest í mannauði gegnum form-
lega menntun en á nokkurn annan hátt. Önnur mikilvæg-
asta fjárfestingin í mannauði er vinnutengd þjálfun.
Jafnvel þótt hún sé í öðru sæti á eftir formlegri menntun
í umfangi og eyðslu þá hefur vinnutengd þjálfun mest
áhrif á viðskiptahætti.
Mannauð má þróa og þar liggja tæki-
færin. Markviss ráðningarstefna er
mikilvægur þáttur í mannauðsstefnu
skipulagsheilda en hafa verður í huga
að þekking fyrnist. Árangursmiðuð
þjálfun og fræðsla ásamt annarri
starfsþróun eru því lykilþættir í að
viðhalda og auka við mannauð þeirra.
Hagsmunir starfsmanna og fyrirtækja
fara víða saman þegar kemur að
árangursmiðaðri þjálfun og fræðslu.
Niðurstöður úr nýlegri rannsókn
„National Center on Education
Quality of the Workforce“ sýna t.d. að 10% aukning í
menntun starfsfólks skilar meiri framleiðniaukningu en
10% aukning á vinnutíma eða hlutafé. Þær skipu-
lagsheildir, sem hvetja til náms/menntunar starfsfólks,
sjá því fram á meiri framleiðni og fjárhagslegan ávinning.
Þjálfun leiðir oft til hækkunar launa fyrir þá starfsmenn
sem taka þátt í henni. Þrátt fyrir að þjálfun starfsmanna
leiði oft til aukins launakostnaðar sýna rannsóknir að
aukinn hagnaður, sem rekja má til þjálfunarinnar, sé meiri
en sá launakostnaður sem af henni hlýst. Ávinningur
starfsmanna af þjálfun er þó ekki eingöngu bundinn
mögulegum starfsframa og bættum kjörum heldur einnig
þáttum eins og auknu starfsöryggi og meiri starfsánægju.
Það er gaman frá því að segja að Landsbankinn hlaut
Starfsmenntaverðlaunin árið 2004 í flokki fyrirtækja en
Starfsmenntaráð og Mennt veita verðlaunin fyrir
framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar á Íslandi. Í
Landsbankanum má skipta fræðslustarfsemi í þrjá þætti:
vinnutengda þjálfun og fræðslu sem er umfangsmest,
formlega menntun og að síðustu námskeið sem lúta að
því að efla einstaklinginn eða búa hann undir ákveðin
tímabil í lífi hans, oft kölluð „sjálfstyrkingarnámskeið“.
Þótt vinnutengda þjálfunin sé umfangsmest í okkar starf-
semi þá teljum við annað fræðslustarf ekki síður mikil-
vægt. Ásókn starfsmanna í formlegt nám samhliða vinnu
hefur aukist mikið undanfarin ár með auknu framboði og
Pétur Ó. Einarsson