Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 55

Gátt - 2004, Qupperneq 55
55 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Skólinn var fyrir mér vettvangur daglegrar niðurlægingar og ósigra. Þegar ég kom í gagnfræðaskóla var ég umsvifa- laust settur í einhvers konar Ö-bekk. Ég var lagður í einelti af eldri nemendum. Þeir sátu fyrir mér í skólanum og eltu mig heim. Sumir kennararnir þar lögðu mig líka í einelti, töldu mig ýmist vonlausan eða hæddust að mér. Og ég þóttist á móti ekki hafa áhuga á þessu. Eini kennarinn sem sýndi mér virðingu og áhuga var Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Hann kenndi mér kristinfræði. Hún var líka eina fagið sem mér tókst að læra og sýna áhuga. Annað gaf ég skít í. Ég var búinn að fá mig fullsaddan af skóla 14 ára. Pönkið átti allan hug minn. Og í stað þess að mæta í skólann og láta niðurlægja mig og lemja hékk ég á Hlemmi frá morgni til kvölds með góðum vinum og ræddi um anarkisma og pönk. Ég lærði ensku sjálfur með því að hlusta á tónlist og lesa lagatexta milli þess sem ég fletti upp í orðabók Ísafoldar. „My daddy was a bank- robber“ með Clash var fyrsti enskustíllinn sem ég þýddi. Fyrir nokkrum árum þýddi ég leikritið „Play it again, Sam“ eftir Woody Allen og var það sýnt í Loftkastalanum. Þegar ég kom svo í menntaskóla áttaði ég mig á því að ég hafði enga undirstöðu í neinu. Ég kunni ekki margföldun eða deilingu og vissi ekki hvað atviksorð var. En ég reyndi. Ég var eina önn í FÁ, eina önn í Flensborg, nokkrar annir í MH og nokkrar annir í Fjölbraut í Breiðholti. Á öllu þessu brölti kláraði ég um 30 einingar. Nú væri kannski hægt að segja að ég væri einfaldlega heimskur en svo er ekki. Þannig að vandamálið er eitthvað annað. Eitthvað brást. Og ég held að það hafi ekki bara verið ég. Og ég veit að margir hafa sömu sögu að segja. Mér finnst skólakerfið hafa brugðist mér, afgreitt mig sem vonlausan og komið fram við mig sem slíkan. Í fyrra ákvað ég að sækja um í Háskóla Íslands og freista þess að fá inngöngu þar. Mig langaði að læra guðfræði eða fara í djáknanám. Mig langar til að vinna með fólki og ég er trúaður. Ég held að svona nám gæti hjálpað mér mjög að hjálpa öðrum. Ég hafði heyrt því fleygt að til væri ein- hvers konar þrjátíu og fimm ára regla og allir sem væru orðnir þrjátíu og fimm ára mættu hefja nám óháð fyrra námi. Það reyndist vera misskiln- ingur. Það gekk ekki þar sem ég er ekki með stúdentspróf. Ég þarf því aftur að fara í fjölbraut, klára dönsku og félagsfræði og að sjálfsögðu stærðfræði. Það er engin miskunn. Það kemur ekki til mála að djáknar og prestar kunni ekki algebru. Ég er að verða fertugur. Ég hef marga fjöruna sopið. Ég hef reynt ýmislegt í þessu lífi. Ég hef lifað það sem margir einungis lesa um. Ég bý yfir ómetan- legri lífsreynslu. Ég hefði orðið góður prestur eða djákni. Það er engin þrjátíu og fimmára regla í Háskóla Íslands. Mér skilst að þess konar reglur gildi í háskólum víða um heim. Mér hefur verið sagt að maður með mína starfs- og lífsreynslu eigi mikla möguleika á að vera metinn inn í háskólanám. En ekki hér á landi. Ég held að ástæðan sé eingöngu fordómar. Margir menntamenn halda að þeir sem klára ekki hefðbundna skólagöngu séu heimskir. Ég held að ástæðan sé oftar skortur á uppeldi, alkóhólismi í fjölskyldu eða ástand foreldra, ofvirkni, athyglisbrestur, lesblinda og þroskatruflanir og tillitsleysi umhverfisins í þjóðfélagi sem metur vitneskju og framleiðslu langt fram yfir mannkærleika og einfeldni. Og hver svo sem ástæðan er, er það sanngjarnt að fólk þurfi að líða fyrir það alla ævi að hafa átt erfiða æsku og unglingsár? Mér finnst íslenska menntakerfið einsleitt og þröngsýnt. Hverju töpum við á því að gefa fólki tækifæri? Engu! Og hvað ætli íslenskt þjóðfélag tapi miklu á því að meina lífsreyndu og gáfuðu fólki aðgang að háskólanámi vegna smásmugu- legra formsatriða? Jón Gnarr Jón Gnarr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.