Gátt - 2004, Síða 56
56
Við lifum á öld símenntunar. Það þýðir
að nú er talið sjálfsagt að bæta
stöðugt við menntun sína alla ævi,
læra eitthvað nýtt, aflæra eitthvað
gamalt! Með hverju ári fjölgar full-
orðnu fólki í hvers konar skipulögðu
námi. Ekki bara í formlegu námi í
menntakerfinu heldur einnig í hvers
konar óformlegu námi. Við erum sem
óðast að tileinka okkur þau viðhorf að
slíkt sé nauðsynlegt bæði til að efla
starfsfærni okkar og einnig til lífs-
fyllingar.
Þegar talað er um nám leiðir það hugann einnig að
kennslu, nám og kennsla fylgjast gjarnan að. En hvernig
fer nám fullorðinna fram? Hvers konar aðstoð þurfa þeir
og vilja við námið? Hvernig eiga leiðbeinendur að
umgangast fullorðna nemendur? Eru þarfir fullorðinna
aðrar en barna og unglinga? Hvaða kennsluaðferðir henta
þeim? Hverjar eiga áherslurnar að vera? Við þessum
spurningum er ekkert einfalt svar. Nám og kennsla eru
margþætt og flókin samskiptaferli, ekki síst í fullorðins-
fræðslu. Í þessari grein verður fjallað um nokkur grund-
vallaratriði sem skilgreind hafa verið um nám fullorðinna
og kennslufræði sem byggist á þeim. Áður en reynt
verður að gera þeim skil skulum við skoða eftirfarandi tvö
dæmi.
Dæmi 1. - Ekki kennari heldur leiðbeinandi!
Malcolm var alinn upp í því viðhorfi að kennarinn væri
ábyrgur fyrir því hvað nemendur lærðu, hvernig þeir
lærðu, hvenær og hvort þeir hefðu lært. Hlutverk kennara
ætti að vera að miðla fyrir fram ákveðnu efni, stýra því
hvernig nemendur meðtaka efnið, hvernig þeir vinna úr
því og prófa síðan hvort þeir hafa náð því! Þannig kenndi
hann og gerði það mjög vel, að honum fannst. Hann lýsir
því síðar hve ánægður hann var alltaf með kennslu sína
þegar nemendur gerðu það sem þeim var sagt; glósuðu
nákvæmlega í tímum, lásu vel heima og endurtóku á prófi
það sem hann hafði kennt þeim. Hann fann að hann var
góður efnismiðlari og hugsanastjórnandi hjá nemendum
sínum.
En þessi viðhorf hans til kennslu breyttust þegar hann fór
í meistaranám í sálfræði og sótti tíma hjá kennara sem
hann kallar Art. Fyrsti tíminn var honum hálfgert áfall.
Þegar hann kom í kennslustofuna sátu fimmtán einstakl-
ingar saman við borð og spjölluðu um allt og ekkert.
Tíminn leið og eftir drykklanga stund spurði loks einn
nemandinn úr hópnum hvar kennarinn væri eiginlega.
Annar úr hópnum við borðið svaraði þá að nafn sitt væri
Art og hann væri ráðinn til að hitta þennan hóp. Aftur var
spurt hvort hann væri þá ekki með einhverja
kennsluáætlun og gögn. Art spurði þá á móti: „Nú, viljið
þið kennsluáætlun?“ Þá var aftur spurt úr nemendahópn-
um: „Hvað komuð þið hin til að læra hér?“ Þannig hófst
svo tíminn með því að nemendur lýstu, hver á eftir öðrum,
áhugamálum sínum, væntingum og hvað þeir vildu læra
þarna. Þegar röðin kom að Art, sem enn sat eins og einn
úr hópnum, sagði hann: „Ég vænti þess að þið viljið hjálpa
mér að verða betri leiðbeinandi.“
Á þessa lund lýsir Malcolm Knowles, sem stundum hefur
verið nefndur faðir nútímahugmynda um fullorðinsfræðslu,
fyrsta tímanum af mörgum þar sem nemendur stjórnuðu
innihaldi og áherslum (Knowles o.fl., 1998, s. 198-201). Hann lýsir
því hvernig það, að vera gerður ábyrgur fyrir eigin námi,
tendraði eldlegan námsáhuga og vinnusemi og hvernig
nemendur fylltust ákafa og smituðu hver annan af
honum. Þarna breytti hann viðhorfi sínu til kennslu. Í stað
þess að líta á kennarann sem einráðan stjórnanda og
miðlara sem tæki allar ákvarðanir varðandi nám nemend-
anna fór hann að líta svo á að hlutverk hans væri fyrst og
fremst að vera leiðbeinandi eða aðstoðarmaður nemend-
anna við nám þeirra en þekkingarmiðlun væri
aukahlutverk. Í stað þess að skipuleggja efni og fyrir-
lestra hannaði hann og stýrði verkferli sem gerði þær
kröfur til hans að mynda tengsl, greina þarfir, virkja
nemendur í skipulagningu, vísa þeim á námsleiðir og
gögn og hvetja þá til frumkvæðis og sjálfstæðrar hugsun-
ar. Aldrei hvarflaði að honum eftir þetta að snúa sér aftur
að gömlu kennsluaðferðinni.
K E N N S L U F R Æ Ð I
F I N N S T F U L L O R Ð N U M L Í K A L E I K U R A Ð L Æ R A ?
Sigrún Jóhannesdóttir
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S