Gátt


Gátt - 2004, Síða 58

Gátt - 2004, Síða 58
Kenns luf ræði fu l lo rð inna sem fræðigrein Margir fræðimenn hafa sett fram hugmyndir og kenn- ingar um nám og kennslu fullorðinna. Þekktustu hug- myndirnar eru vafalaust hugmyndir Malcolm Knowles sem hann setti fyrst fram á sjöunda ártug síðustu aldar sem grundvallaratriði um nám fullorðinna. Fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um grundvallaratriðin og hefur mikið verið ritað og rætt um þessa kennslufræði á undan- förnum áratugum. Það er því ljóst að þetta er orðin nokkuð yfirgripsmikil og margþætt fræðigrein (Merriam, 2001, s 96) sem þrátt fyrir misvísandi niðurstöður getur veitt mikinn stuðning þeim sem starfa að fullorðinsfræðslu. Í nýlegri útgáfu bókar Knowles og aðstoðarmanna hans eru sett fram eftirfarandi sex grundvallaratriði (Knowles o.fl. 1998, s. 133-152.) um nám fullorðinna sem byggjast á ýmsum rannsóknum og hugmyndum sem þeir hafa unnið úr. 1. Fullorðnir hafa þörf fyrir að vita hvernig staðið verði að námi, að hvaða árangri er stefnt og af hverju. Rannsóknir sýndu að þegar nemendur voru virkjaðir í náminu og tekið var tillit til væntinga þeirra við skipulag og fram- setningu þá varð árangur meiri, námið kom að meiri notum. Það sama gilti um val á námsefni eða námsfram- boði. Þeir nemendur, sem gátu valið, voru áhugasamari og lærðu meira. Þeir nemendur, sem fengu upplýsingar um gagnsemi námsins, voru líklegri til að nýta sér námið í starfi. 2. Fullorðnir hafa sterka tilfinningu um sjálfsforræði. Eitt af því sem við tengjum við hugtakið að vera fullorðinn er sjálfsforræðið. Það gerir kröfur til annars konar samskipta leiðbeinenda og nemenda þar sem virðing fyrir sjálfs- ákvörðun og ábyrgð nemandans er mikilvæg. Þegar full- orðið fólk byrjar aftur í námi verður gjarnan innri árekstur milli þessarar sjálfsímyndar og þeirrar reynslu sem viðkomandi hefur frá skólaárum sínum um nám þar sem kennarinn stjórnaði öllu sem fram fór. Þarna þarf því leiðbeinandinn að leggja sig fram um að breyta gömlum viðhorfum og námstækni hins fullorðna nemanda því annars er hættan sú að nemandinn fari ósjálfrátt í gamla skólafarið en sé ósáttur við það samt. Þessi innri tog- streita er talin geta verið orsök þess að margir fullorðnir veigra sér við að fara í nám. Þörfin og getan til að stýra eigin námsframvindu er að sjálfsögðu mismikil hjá fólki og fer t.d. eftir námstækni, fyrri reynslu af námsefninu og sjálfsaga viðkomandi. 3. Lífsreynsla hefur margvísleg áhrif á nám. Fullorðnir hafa lengri og annars konar lífsreynslu en börn og ungl- ingar. Í hópi fullorðinna nemenda er að finna meiri breidd í lífsreynslu, námsnálgun, þörfum, áhugamálum og mark- miðum en í jafnstórum hópi barna- og unglinga. Lífsreynsla nemendanna er einmitt ein af uppsprettum námstækifæra og dýrmæt viðbót við nýtt nám ef það flétt- ast inn í og tengist lífsreynslunni. En einnig getur hún verið hamlandi þáttur og komið í veg fyrir nýtt nám ef það er í mótsögn við reynsluna. Hugtakið að aflæra hefur verið notað um það breytingarferli sem þarf að eiga sér stað til að losa um ríkjandi viðhorf og þekkingu til að rýma til fyrir nýrri þekkingu og viðhorfum. 4. Fullorðnir eru fúsir til náms. Fullorðnir sækja í að læra það sem þeir finna að gagnast þeim eða það sem þeir finna að þá vantar til að þróast í einkalífi eða starfi. Það skiptir því máli um árangur að námið fari fram á þeim tíma sem þarfirnar verða ljósar. Unglingur í framhaldsskóla lítur t.d. oft á bókhaldsnám sem leiða skyldu en nokkrum árum seinna, þegar hann hefur stofnað eigið fyrirtæki, 58 “Bestur árangur næst í náminu ef ný þekking er tengd beint við það sem þátttakendur fást við þá stundina í starfi sínu.” F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.