Gátt - 2004, Blaðsíða 63
63
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
tengslum þeirra við ýmis starfssvið. Rétt er að taka það
fram að þetta eru einungis dæmi, af mörgu er að taka og
því alltaf álitamál hvað verður fyrir valinu. Lýsingarnar
eru sóttar til Armstrongs (2000) og til Julie Viens og Silju
Kallenbach (2004).
Málgreind. Hæfileiki til að hafa áhrif með orðum, bæði
munnlega (eins og sagnaþulir, ræðumenn eða stjórn-
málamenn) og skriflega (eins og ljóðskáld, leikrita-
höfundar, ritstjórar eða blaðamenn). Þessi greind felur í
sér hæfni til að færa sér í nyt (1) setningafræði eða form-
gerð tungumáls, (2) hljóðfræði eða hljóm máls, (3)
merkingarfræði eða þýðingu tungumáls og (4) möguleika
málsins til tjáningar og hafa vald á hagnýtum atriðum í
málnotkun. Sum þessara notagilda fela í sér mælskulist
(það er að nota málið til að sannfæra aðra um að taka
ákveðna afstöðu), minnishjálp (að nota málið til að muna
upplýsingar), útskýringar (að nota málið til að upplýsa) og
stoðmál (að nota tungumál til að hugsa og tala um
tungumál). (Armstrong, 2000:14)
Er ekki
...að vera
tvítyngdur
(getur þó falið í
sér hæfni til að
læra erlent mál).
...að vera
skrafhreifinn,
hafa gaman af
að tala.
Lykilfærni
að skynja eða
mynda talað eða
ritað mál
skýr tjáskipti og
skilningur
næmi fyrir hárfínni
merkingu í máli
Undirfærni:
Að beita máli:
á tjáningarríkan
hátt, segja frá,
segja sögur
á lýsandi hátt, í
kennslu, í
skýrslugerð
á skáldlegan hátt,
í orðaleikjum
Hlutverk/starfssvið
Rithöfundur
Blaðamaður
Skáld
Uppistandari
Prestur
Sölumaður
Lögfræðingur
Þjálfari
Kennari
Aðferðir/afurðir
Leiðbeiningar
/handbækur
Skáldsögur
Kappræður/ræður
Handrit
Dagblöð
Leikrit
Orðaleikir
Umræður
Söng- og óperutextar
Dagleg notkun
lesa dagblöð
skrifa bréf
sækja fundi
Er ekki
eingöngu
bundin tölum
Lykilfærni
að nota og meta
óhlutstæð tengsl
að nota tölur og
rökhugsun
Undirfærni:
talnarök
(útreikningur,
áætlun, magn-
mæling)
rökleg lausnaleit
(beina athygli að
heildarformgerð
og tengslum,
draga röklegar
ályktanir)
Hlutverk/starfssvið
Stærðfræðikennari
Arkitekt
Fjármálastjóri
Vísindamaður
Tölvuforritari
Endurskoðandi
Verkfræðingur
Byggingarverktaki
Prjónaskapur
Aðferðir/afurðir
Línurit
Tímalína
Tölvuforrit
Töflureiknir
Jöfnur/ stærðfræðileg
sönnun
Viðskiptaáætlun
Flæðirit
Uppfinning
Rökþraut
Dagleg notkun
lesa áætlun
strætisvagna
leysa ráðgátur
sjá um heimilis-
bókhaldið
Rök- og stærðfræðigreind er hæfileiki til að nota tölur á
árangursríkan hátt og hugsa rökrétt. Þessi greind felur í
sér næmi fyrir röklegum mynstrum og tengslum,
staðhæfingum og yrðingum (ef – þá, orsök og afleiðing),
föllum í stærðfræði og öðrum skyldum óhlutstæðum
hugtökum. Rök- og stærðfræðigreindin notar aðferðir
eins og frumflokkun, flokkun, ályktun, alhæfingu, útreikn-
ing og tilgátuprófun. (Armstrong, 2000:14)