Gátt - 2004, Qupperneq 71
71
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
rætur að rekja til) hefur verið reynt hjá vinnumiðlunum í
Noregi með góðum árangri.
- Forðast ber að fjármagna þjálfun fyrir atvinnulausa
eingöngu á magnsmælingu. Gæði verður einnig að
leggja til grundvallar fjármögnun.
Fjárhagsleg örvun til að fjárfesta í mannauði, sem fólg-
inn er í fullorðnu fólki, getur fjölgað þátttakendum. Með
því að leggja áherslu á fjárhagslegan stuðning við ein-
staklinga og fyrirtæki, sem fjárfesta í menntun fullorðinna,
kann að vera hægt að auka þátttöku fullorðinna í námi.
Fjármögnun náms fyrir fullorðna er margslungið
viðfangsefni. Í öllum löndunum, sem athuguð voru, kemur
fé bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum. Góð sátt
virðist vera um að allir, sem málið varðar, beri ábyrgð á
fjármögnun þegar á annað borð er ástæða til að hafa
samvinnu um fjármögnun. Stundum er eðlilegt að ein-
staklingar, sem hafa efni á því, borgi fyrir þann hag sem
þeir hafa af námi. Ýmsar leiðir eru færar til að örva
frumkvæði til að leggja fram fé:
- Kynna lán, styrki eða menntareikninga og aðra kosti
sem einstaklingar geta valið. Í Kanada hafa sumar
þessara leiða verið notaðar til að hvetja fullorðið fólk til
að taka námstilboðum. Á Bretlandi er víða boðið fjöl-
breytt úrval fjárhagsaðstoðar til að örva einstaklinga til
náms. Í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð fá einstaklingar
stuðning ef þeir eru innan ákveðinna tekjumarka.
- Réttur til námsleyfis. Í Finnlandi þekkist að þegar starfs-
menn eru í námsleyfi koma atvinnulausir til starfa og
öðlast þannig starfsreynslu.
- Kynna niðurgreiðslur. Uppbót sem greidd er vegna
tiltekins kostnaðar getur ýtt undir þjálfun. Danska skatt-
kerfið er dæmi. Skattafrádráttur og niðurgreiðslur fást
vegna þjálfunar sem atvinnurekandi kostar. Fjármögnun
er einnig hægt að örva með því að skattaleg meðferð
fjár, sem rennur til starfsþjálfunar, sé eins og um sé að
ræða fjárfestingu fremur en útgjöld.
- Skattleggja fyrirtæki til að standa undir starfsþjálfun
eða setja á laggirnar landssjóð eða, við vissar kringum-
stæður, atvinnugreinasjóð til að standa undir þjálfun
vinnuafls. Labour Promotion Act í Quebec í Kanada
hefur þann tilgang að bæta hæfni, færni og frammi-
stöðu starfsmanna með stöðugri þjálfun. Þetta fyrir-
komulag í Kanada er af því tagi sem kalla má „þjála eða
greiða“ aðferð. Fyrirtæki sem hafa launakostnað yfir
ákveðnu marki eiga að fjárfesta sem svarar til 1% af
launakostnaði í þjálfun starfsmanna. Fyrirtæki, sem hafa
minni launakostnað, greiða í fræðslusjóð.
Ráðstafanir til að bæta gæði náms fullorðinna bæta
væntanlega árangurinn. Ráðstafanir, sem gerðar eru til
að bæta gæði náms fyrir fullorðna, geta átt mikinn þátt í
að auðvelda aðgang og fjölga þátttakendum. Mörgum
þessara ráðstafana er hægt að beina að gæðastjórnun
og árangursmælingu. Endurbætur er hægt að gera til
dæmis með því að fylgjast betur með námsframvindu og
mati, með því að endurbæta söfnun tölfræðigagna, með
betri vottunarkerfum, með því að bæta mat á frammi-
stöðu stofnana og með því að fylgjast betur með árangri
námsmanna og áformum þeirra. Rannsóknir á þessu
sviði eru afar aðkallandi. Vert er að vekja sérstaka athygli
á nokkrum þáttum:
- Innleiða gæðatryggingu. Fyrirkomulag EduQua í Sviss
og Certification of Training Institutions (QUALFOR) í
Portúgal eru áhugaverð dæmi um umsjón með námi.
Mörg ríki hafa einnig sett á laggirnar stofnanir sem eiga
að fylgjast með gæðum menntunar og þjálfunar fullorð-
inna eingöngu (eins og Vox í Noregi) eða (eins og
Danmarks Evaluerings Institut - EVA) sem nær til alls
konar náms.
- Ákveða staðla fyrir þjónustu og áberandi viðurkenningu
á því að þeim sé fylgt. Investors in People (IiP) merki fá
fyrirtæki á Bretlandi sem leggja sig fram um að þjálfa
starfsfólk sitt.
- Mat á gildi náms verði sjálfsagður liður stefnumótunar.
Því miður hefur mat á árangri af stefnumörkun fyrir nám
fullorðinna aðeins byggst á talningu námsmanna og