Gátt - 2004, Side 72
72
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
kostnaði við framkvæmd. Fjölbreyttara mat á gildi
stefnumótunar fyrir nám fullorðinna er því miður ekki að
finna í mörgum löndum.
- Rannsóknir eru nauðsynlegar til að bæta stefnumörkun.
Viðleitni til að safna tölfræðilegum upplýsingum um
þátttöku, kostnað, rannsóknir og skipti á upplýsingum
innanlands og milli landa getur hjálpað til þess að bæta
gæði stefnumótunar og áætlana.
Með samstilltum aðgerðum allra, sem málið varðar, er
hægt að ná betri árangri. Með því að samræma starfsemi
aðila er hægt að fara betur með naumt skammtaða fjár-
muni og opinber framlög. Sameignarfélög eru gagnleg í
þessu skyni, einnig vel skilgreind verkefni. Víða er reynt
að þróa yfirgripsmikla og samþætta stefnumótun fyrir
nám fullorðinna. Andstætt brotakenndri nálgun gerir heild-
stæð aðferð, sem felur í sér alls konar nám og þjálfun,
kröfu til samræmingar. Lykilatriði samræmdrar stefnu eru:
- Samræma aðferðir í kerfi hins opinbera fyrir nám full-
orðinna. Framboð hefur verið aukið á ýmsum stigum,
tilboðum hagrætt og sett í samhengi og hlutverk þeirra
sem koma að málum verið samstillt. Í flestum tilvika er
um að ræða ókeypis eða nánast ókeypis nám fyrir full-
orðna. Þetta er árangur af umbótum sem hafa verið
kynntar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og
tilraunum á Spáni og í Portúgal.
- Samræma innanríkis sem og milli ríkja starfsemi annarra
eins og atvinnurekenda, verkalýðsfélaga, opinberra
fræðslustofnanna og annarra fræðslustofnanna auk
sjálfseignarstofnanna. Dæmi um stofnanir sem aðstoða
við að samræma stefnu fyrir nám fullorðinna eru ANEFA
í Portúgal og Learning and Skills Council á Bretlandi.
- Jafna áhrif milli annars vegar þeirra sem skipuleggja,
þegar ríkisvald skilgreinir uppbyggingu og fjármagnar,
og hins vegar þeirra sem framkvæma þegar þeir koma
auga á vankanta og hafa tillögur til úrbóta. Kunskaps-
lyftet, átak í námi fyrir fullorðna í Svíþjóð, er ágætt dæmi
um þetta. Eftirlit með framkvæmd er einnig afar mikil-
vægt.
- Kynna sameignarfélög. Sameignarfélög eru sett á lagg-
irnar í mörgum löndum til að efla samvinnu og samhæfa
starfsemi aðila. Dæmi af þessu tagi er að finna í Kanada
og í La Rioja á Spáni. Í sameignarfélögum er fjármögnun,
húsnæði og framlög betur nýtt til þess að ná árangri.
- Stefnumörkun, sem samstillir milli atvinnugreina krafta
þeirra mörgu sem eiga hlut að máli, skynsamlegar fjár-
mögnunarleiðir, innbyggt eftirlit og endurskoðun, er til
bóta. Þessi eru markmiðin í nýlegri umbótastefnu fyrir
nám og þjálfun fullorðinna í Danmörku.
Einstaklingur og fyrirtæki verða að vera í öndvegi
samþættra aðgerða. Samþætt stefnumótun af þessu tagi
þarf einnig að hafa einstaklinginn og atvinnureksturinn í
brennidepli þegar kemur að því að móta hvata til þátt-
töku, fjármögnunarleiðir, námsframboð og markmið. Í
stefnumótun verða að vera skýrar skyldur einstaklinga,
atvinnureksturs og ríkisvalds. Eins og á við um grunn-
menntunina verður að gæta jafnvægis milli markmiða um
efnahagsþróun og jafnan rétt, samfélagslega þróun og
persónulegan þroska. Í samþættri stefnumótun verður að
viðurkenna þá staðreynd að fjöldi fullorðinna í OECD-
löndunum hefur aðeins grunnmenntun, vinnur ósérhæfð
störf og hefur ekki verið í formlegu námi í allmörg ár.
Þegar á heildina er litið hefur þokast í rétta átt þótt enn
sé mikið verk að vinna.
Ásmundur Hilmarsson,
sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.