Gátt - 2004, Qupperneq 73
73
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Námskeiðið Aftur í nám hófst í lok janúar og lauk í byrj-
un maí. Kennslustundir voru 90. Af þeim voru einstakl-
ingstímar 24–30, eilítið mismunandi eftir þörfum hvers
og eins. Tilgangur þess var að bjóða fólki sem glímir við
lestrar- og skriftarörðugleika upp á nám. Verkefnið var
samstarfsverkefni Mímis - símenntunar, Eflingar - stéttar-
félags, Starfsgreinasambands Íslands og Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. Verkefnið hlaut styrk frá
Starfsmenntasjóði, Starfsafli og sjóðum Eflingar og
ríkisins og hjúkrunarheimila og Eflingar og Reykjavíkur-
borgar. Mikil ánægja var með námskeiðið og ljóst að
þörfin er mikil. Úrræðið er dýrt og því nauðsynlegt að
opinberir aðilar styrki verkefnið. Námsskráin er fáanleg
hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ellefu nemendur, 7 konur og 4 karlmenn, sóttu um og sátu
allt námskeiðið. Fimm voru félagar í Eflingu - stéttarfélagi,
fjórir í VR, einn í Hlíf og einn sjálfstæður verktaki.
Námskeiðið byrjaði á sjálfsstyrkingu þar sem mikil áhersla
var lögð á samstöðu og traust manna í milli. Fyrir marga
var það stórt skref enda miklir fordómar verið ríkjandi í
garð lesblindra og því flestir með það í farteskinu að les-
blinda hafi eitthvað með hina stöðluðu hugmynd um
greind að gera.
Eftir sjálfsstyrkingu tóku við einstaklingstímar þar sem
leiðbeint var eftir aðferðafræði Ron Davis. Um þennan
þátt sáu fimm tilvonandi Davis-leiðbeinendur en þeir eru
að ljúka námi á þessu ári.
Í tölvutímunum var fyrst og fremst farið í undirstöðuatriði
tölvunnar, ritvinnslu og unnið með stafsetningarforritið
Púka. Jafnframt skoðuðu nemendur mismunandi stafa-
gerð og liti þar sem þeiri þættir geta haft mikil áhrif á
vellíðan við lestur.
Kennslan í íslensku miðaðist við að efla öryggi í að tileinka
sér málfræði- og stafsetningarreglur en um leið að vinna
með texta úr daglegu umhverfi. Nemendur unnu saman í
hópum, gerðu útdrátt, lásu upp og skrifuðu eftir upplestri.
Aðalatriðið var ekki að fara yfir tiltekinn fjölda málfræði-
og stafsetningarreglna heldur að námsmenn fengju
ákveðna innsýn í málnotkun/reglur og litu á það sem
fyrstu skrefin í nýrri göngu í menntun. Leiðbeinendur
upplifðu mikinn sigur þegar heyrðist að námsmönnum
þætti skemmtilegt að leysa tiltekin málfræðiverkefni, það
hefði ekki verið erfitt að skrifa eftir upplestri og gamla
örvæntingin frá því í gamla daga ekki gert vart við sig.
Skrefin voru ekki stór á mælikvarða margra en þau voru
fram á við og verða stærri og styrkari með tímanum. Í lok
námskeiðs var boðið upp á einkatíma í námsráðgjöf.
Námsráðgjafi aðstoðaði nemendur við að draga saman
aðaláherslur tímabilsins og hvað mætti sjá fyrir sér í
framtíðinni.
Námskeiðið, sem hér er lýst, er ný nálgun fyrir lesblinda
og miðað við móttökur lofar aðferðin góðu. Hópurinn var
jákvæður og samstilltur, ákveðinn í að ná settum mark-
miðum. Það var sérlega ánægjulegt að vinna að þessu
verkefni og hafa leiðbeinendur sjaldan reynt annan eins
áhuga og elju eins og skapaðist á þessu námskeiði.
Samstaðan innan hópsins var einstök, hlýhugur og
hvatning ríkti í tímum þar sem hver og einn fékk að vera
hann sjálfur.
A F T U R Í N Á M
Úr umsögnum nemenda:
„Mér finnst frábært að svona námskeið sé í
boði. Þetta er það sem við erum búin að bíða
eftir.“
„Ég get núna hugsað mér að fara í nám sem ég
gat ekki hugsað mér áður.“
„Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til
að fara á þetta námskeið. Og að vita að ég get
alveg lært eins og allir aðrir. Ég myndi gjarnan
vilja sjá þetta inni í skólakerfinu því það er fullt
af litlum snillingum sem bara með smá hjálp og
skilningi eiga góða samleið með öðrum nemum
og ég er fullviss um að fallið úr skóla yrði miklu
minna.“