Gátt - 2004, Síða 76
76
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Verkefnið er nú vel á veg komið og
mun fyrsti hópurinn, þátttakendur í
tilraunaverkefninu, hefja eins og
hálfs árs nám við Verzlunarskóla
Íslands í janúar 2005. Námið er bland-
að starfsnám, þ.e. fer fram jafnhliða í
skóla og á vinnustað og er alls 676
klukkustundir að lengd. Að tilrauna-
náminu loknu mun FA meta árang-
urinn, endurskoða og endurbæta og
gefa námsskrá út að nýju.
Verslunarfagnámið er hannað sérstak-
lega fyrir starfandi verslunarfólk og er
ætlað að auka verslunarfærni og efla almenna og persónu-
lega færni starfsfólks til að takast á við fjölbreytt og krefj-
andi verkefni í nútímaverslun. Útskrifaðir starfsmenn eiga
að hafa faglegar forsendur til að taka að sér aukna
ábyrgð og verkefnisstjórnun á ýmsum sviðum verslunar.
Forsendur
Við smásöluverslun á Íslandi starfa um 12.000 manns og
líklegt má telja að stór hluti þess hóps tilheyri markhópi
FA. Fram að þessu hafa fræðslumál verslunarfólks að
mestu verið leyst með námskeiðum innan hvers
fyrirtækis og mun þetta verða í fyrsta sinn sem boðið
verður upp á heilsteypt starfstengt fagnám fyrir verslun-
arfólk, eins og segir í frétt á vef SVÞ. Á sama vef segir
einnig:
Hér er tvímælalaust um að ræða stærsta átak sem gert hefur
verið í fagmenntun verslunarfólks. Á undanförnum árum hafa
verslanir sjálfar þurft að leysa úr menntunarþörf stéttarinnar
með því að stofna eigin skóla eða fræðslusetur innan
fyrirtækjanna. Frumkvæðið að námsbraut fyrir verslunarfólk
áttu SVÞ og fræðslustjórar innan verslanafyrirtækjanna en
verkefnið hefur verið undirbúið í samstarfi við VR. Verkefnis-
stjórnun hefur fram að þessu verið í höndum Fræðslumið-
stöðvar atvinnulífsins sem hefur séð um viðamikla þarfa-
greiningu, námskrárgerð og faglega ráðgjöf. (www.svth.is -
fréttapóstur 11. tbl. 29. júní 2004).
Frá upphafi verkefnisins var ljóst að allir hagsmunaaðilar
voru mjög áhugasamir og ákveðnir í að standa vel að
verki. Lagt var af stað með það að leiðarljósi að
niðurstaðan yrði metnaðarfullt námstilboð þar sem þarfir
starfsgreinarinnar og einstaklinganna yrðu útgangs-
punkturinn. Hér var því kjörið tækifæri til að breyta um
aðferðir og nálgun og þróa leiðir sem henta fullorðnum
námsmönnum í atvinnulífinu. Markmiðið með þessu nýja
námsframboði skyldi verða:
- Að almennt starfsfólk í verslunum eigi þess kost að afla
sér menntunar sem styrkir það í starfi.
- Að auka metnað og virðingu hjá verslunarfólki fyrir
þeim störfum sem það gegnir.
- Að fyrirtækin geti boðið upp á góða þjónustu með
sérhæfðu starfsfólki.
Þátttaka í verslunarfagnáminu er endurmenntun þar sem
hluti vinnutímans er notaður til að læra og efla faglega sýn.
Í námsskrá og í umfjöllun FA um námið er því ávallt talað
um starfsmann þegar átt er við þátttakanda í náminu.
Þarfagreining
Vinna við greiningu fræðsluþarfa var ítarleg og umfangs-
mikil. M.a. var stuðst við nýlegar úttektir IMG Gallup sem
unnar voru fyrir starfsgreinaráð og starfsmenntasjóði
greinarinnar1 auk þess sem leitað var til vinnuveitenda,
starfsfólks, fræðslustjóra og annarra sérfræðinga á sviði
verslunar. Farið var í námsheimsókn til Danmerkur og
Finnlands og upplýsingar sóttar til fjölda annarra landa
með hjálp Internetsins. Þá var tekið mið af spám um
þróun starfa og hvaða hæfniskröfur verða almennt
gerðar til starfsfólks framtíðarinnar. Einnig var farið yfir
það sem gert hefur verið í menntunarmálum verslunar-
fólks fram að þessu. Niðurstaða þarfagreiningarinnar var
tvíþætt, annars vegar efnisleg um innihald námsins og
hins vegar um skipulag og framkvæmd. Vinna við þarfa-
Guðmunda Kristinsdóttir
1 Viðhorfsrannsókn, Þörf fyrir menntun, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, apríl 2003, IMG Gallup.
Rýnihópar, Þörf fyrir menntun, Starfsmenntasjóður verslunarinnar, maí 2003, IMG Gallup.
Rýnihópar og djúpviðtöl, Þörf fyrir menntun, Starfsgreinaráð fjármála-, skrifstofu- og verslunargreina, júní 2003, IMG Gallup.
Rýnihópur, Staða menntunar, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, nóvember 2003, IMG Gallup.