Gátt


Gátt - 2004, Síða 84

Gátt - 2004, Síða 84
84 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S anda til þess að fá tímabundið sveigjanlegan vinnutíma vegna námskeiðssóknar. Hvatning frá vinnuveitendum er mikilvæg í þessu samhengi og endurmenntun starfs- manna þarf að fá að skipa sess í starfsemi fyrirtækja, báðum aðilum í hag. Einstaklingsviðtölin hafa enn fremur leitt í ljós að margir hafa takmarkaða trú á eigin námsgetu og hafa upplifað setu á skólabekk í neikvæðu ljósi vegna ýmissa þátta í samspili einstaklings og umhverfis. Námserfiðleikar í tengslum við lestur, skrift og stærðfræði virðast nokkuð algengari meðal fólks með skamma skólagöngu en um 8% viðmælenda skýrðu frá námserfiðleikum sínum að eigin frumkvæði. Þetta hlutfall er mjög líklega aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir hafa náð að vinna með þessa þætti sjálfir og komið sér upp tækni með tímanum og þyrftu í raun einungis almennan stuðning og sveigjan- leika í námi. Aðrir þyrftu á sértækum stuðningi að halda. Það er mikilvægt að koma þeim skilaboðum til fólks að við þurfum ekki öll að vera steypt í sama mótið og öll höfum við eitthvað til brunns að bera. Kennsluaðferðir, sem leggja áherslu á að einstaklingurinn fái að njóta sín út frá þeim hæfileikum sem hann er gæddur, stuðla að auknu sjálfs- trausti og námslegri virkni. Námstilboð án prófa Nokkuð hefur borið á því að viðmælendur lýsa yfir áhuga sínum á námi en telja sig ekki tilbúna til þess að hefja nám í formlega skólakerfinu. Þá hafa þeim verið kynnt námstilboð hjá fræðsluaðilum sem bjóða upp á styttri námskeið tengd áhugamálum eða einstaklingsmiðað nám með áherslu á símat í stað hefðbundinna prófa. Skipulag og umhverfi þeirra tilboða virðist höfða vel til fólks með skamma skólagöngu. Dæmi um námstilboð sem vekja áhuga viðmælenda er m.a. að finna hjá Mími – símenntun, samstarfsaðila Fræðslumiðstöðvar. Þar er t.d. boðið upp á nám samhliða starfi sem heitir Grunn- menntaskólinn. Skólinn er fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki, vilja auka við þekkingu sína og undirbúa sig fyrir frekara nám. Tilgangur Grunnmennta- skólans er einnig að efla sjálfstraust, samstarfshæfni og þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Í skólanum er lögð áhersla á að skapa gott og hlýlegt andrúmsloft þar sem nemendur taka virkan þátt í starfi.Námið er 300 stundir. Hópastærð er 18 manns. Landnemaskólinn er 120 stunda nám, hannað fyrir fólk af erlendum uppruna. Þetta nám hefur einnig skilað góðum árangri fyrir þátttakendur. Í gegnum það efla þeir almenna færni, kynnast íslensku samfélagi og styrkja sitt félagslega net. Aftur í nám er 95 stunda námstilboð fyrir fólk sem glímir við lestrar- og skriftarörðugleika. Stuðst er við aðferðir kenndar við Ron Davis. Þar fá þátttakendur tækifæri til að efla námsfærni og styrkja sig fyrir áframhaldandi nám. Í gegnum rýni- hópa verkefnisins „Námsráðgjöf á vinnustað“ hefur komið fram að þátttakendur námstilboðanna telja sig hafa bætt sjálfstraust sitt og almenna færni. Þeir segjast jafnframt hafa öðlast jákvæðari sýn á námsmöguleika sína. Fræðslumiðstöðin hefur nú fengið þessi þrjú náms- tilboð metin til eininga á framhaldsskólastigi og má ætla að það virki hvetjandi á þá sem áhuga hafa, sem og þá sem hafa lokið námi í þeim. Landnemar Málefni landnema tengjast aðallega tungumálanámi og mati á námi frá öðrum löndum. Kennsla í íslensku fyrir útlendinga fer nú víða fram. Í gegnum viðmælendur hafa ráðgjafar orðið varir við að það virðist vanta samræm- ingu í tengslum við uppbyggingu íslenskunáms. Landnemar virðast ekki vita hvar þeir standa þrátt fyrir að hafa tekið fleiri en eitt námskeið. Koma þarf á einhvers konar kerfi þar sem samræmis er gætt í skilgreiningu á námsstigum og færniviðmiðum í lok þeirra. Mat á raunfærni Meðal viðmælenda er hópur af einstaklingum sem gæti öðlast nýja sýn á námsmöguleika sína ef þeir fengju metna þá færni sem þeir hafa byggt upp í gegnum störf sín og einkalíf. Slíkt mat gæti stytt framhaldsskólanám þeirra og virkað sem hvati fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu á færni. Almennt mat á færni innan fyrirtækja og staðfesting hennar gæti einnig verið liður í að gefa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.