Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 86

Gátt - 2004, Qupperneq 86
86 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Mikilvægt er að fylgjast með stefnum og straumum í öðrum löndum og læra af því sem vel tekst til. Starf náms- og starfsráðgjafa er af eigindlegum toga og oft erfitt að benda á þann árangur sem slík þjónusta skilar af sér. Leggja þarf áherslu á finna leiðir til að meta árang- ur ráðgjafar á megindlegan hátt þannig að þeir sem koma að stefnumótun og fjárveitingum úrræða sjái hverju verið er að áorka. Þannig má efla samstilltan skilning og fram- tíðarsýn fyrir náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk á vinnu- markaði með skamma skólagöngu. Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hvað segir fólk um náms- og starfsráðgjöf? Til að færa náms- og starfsráðgjöf nær fólki á vinnumarkaði þarf að skilgreina vel þarfir þess. Spyrja þarf spurninga eins og: Hvar er best að bjóða upp á ráðgjöfina? Hvaða áherslur þurfa að vera í ráðgjöfinni? Á hvers vegum eiga ráðgjafarnir að vera? Hvernig er mögulegt að gera ráðgjöfina að varanlegum þætti tengdum umhverfi fólks á vinnumarkaði? Í gegnum verkefnið „Námsráðgjöf á vinnustað“ hefur verið unnið með rýnihópa á meðal þátttakenda í lengri námstilboðum Mímis – símenntunar. Þar hefur spurningum af þessu tagi verið varpað fram. Samtals þrjátíu einstaklingar í fimm námstilboðum, sem allir höfðu fengið náms- og starfsráðgjöf í námi sínu, gáfu sterklega til kynna að náms- og starfsráðgjöf þyrfti að vera til staðar fyrir fólk á vinnumarkaði. Allir hóparnir töldu brýnt að upplýsingar um möguleika varðandi nám og störf væru aðgengilegar og stuðningur við náms- og starfs- tengd markmið einstaklinga væri þarfaþing. Hér á eftir fara dæmi um ummæli einstaklinga úr rýnihópunum varðandi náms- og starfsráðgjöf: „Hefði líklega gert allt aðra hluti ef ég hefði haft aðgang að ráðgjöf á yngri árum.“ „Dýrmætur stuðningur.“ „Maður vissi ekki áður hvað þetta gengur út á – fyrir tveim árum hefði maður haldið að ráðgjafinn segði manni bara fyrir verkum og þar af leiðandi ekki áhugavert.“ „Maður sér hvað maður getur.“ „Ég er búin að læra hvernig á að orða hlutina, lýsa því sem ég kann.“ „Gott að hafa tengilið varðandi nám.“ Einnig kom fram að flestir töldu að ráðgjöfin þyrfti að vera óháð og ódýr eða ókeypis. Jafnframt að staðsetn- ingin þyrfti að vera hlutlaus og í alfaraleið. Viðtölin voru tekin af ráðgjafa og stóðu yfir í um klukkustund. Í hópnum voru 23 konur og 7 karlar. Á meðal þátttakenda voru 24 í starfi og 6 án atvinnu. Landnemar voru 7 talsins. Viðtölin fóru öll fram vorið 2004, nema við einn hóp sem spurður var vorið 2002.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.