Gátt - 2004, Síða 89
89
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
starfsnámskeið eða gagnfræðaskólanám. 65% starfandi,
um 102.300 manns, eru á aldrinum 25-54 ára. Um 68%
þeirra sem eru í starfi vinna 35 stundir eða lengur á viku.
Af skýrslunni „Símenntun í ljósi fyrri skólagöngu” má
ráða að af þeim sem höfðu grunnskólamenntun eða
minna og tóku þátt í námi utan skóla á 12 mánaða tíma-
bili bjuggu 37% utan höfuðborgarsvæðisins. 42% kvenn-
anna og 41% karlanna höfðu tekið þátt í námi utan skóla.
Aldurshópurinn 25 ára og yngri var fjölmennastur en
77% þeirra sem svöruðu voru yngri en 55 ára.
Rúmlega 10.000 manns eða 3,5% landsmanna eru með
erlendan ríkisborgararétt. Af þeim koma 68% frá
Evrópulandi en 18% frá Asíulandi. Pólverjar eru 18% -
langfjölmennastir. Hlutfallslega búa flestir erlendir
ríkisborgarar, 6,2%, á Vestfjörðum en flestir, 63%, búa á
höfuðborgarsvæðinu. 70% erlendra ríkisborgara eru á
aldrinum 20-49 ára.
Símenntun í l jós i fyrr i skólagöngu
Í skýrslunni „Símenntun í ljósi fyrri skólagöngu“ er gerð
sérstök athugun á tengslum formlegrar menntunar
svarenda innan skólakerfisins og ástundunar náms innan
og utan skólakerfisins. Einnig er gerð grein fyrir bak-
grunni þeirra og afstöðu sem sækja síst starfstengd
námskeið eða tómstundanámskeið.
Könnun á símenntun á Íslandi var gerð dagana 16. apríl til
18. maí 1998. Tekið var 1.800 manna úrtak meðal fólks á
aldrinum 18-75 ára af öllu landinu, svarhlutfall var 75%.
Tilgangurinn var meðal annars að fá heildaryfirlit yfir eðli
og einkenni símenntunar hér á landi, einkum náms utan
skólakerfisins og gera rannsókn á þróun hennar í
íslensku samfélagi. Í rannsókninni kemur m.a. eftirfar-
andi í ljós:
Um 42% kvenna og 41% karla með grunnskólanám eða
minna sóttu nám utan skólakerfisins á 12 mánaða tíma-
bili.
Meðal svarenda sem höfðu lokið
grunnskólanámi eða minna var mun-
ur eftir aldri þar sem um 43-50%
svarenda 54 ára og yngri sóttu nám
utan skóla en aðeins um 29% svar-
enda 55-64 ára og um 24% svarenda
65 ára og eldri. Um 48% svarenda á
aldrinum 35-44 ára sem höfðu lokið
grunnskólaprófi eða minna sóttu nám
utan skóla. Einnig má sjá marktækan
mun á þátttöku í námi utan skóla
meðal svarenda 55-64 ára eftir
menntun þar sem um 29%, sem höfðu
lokið grunnskólanámi eða minna, sóttu nám utan skóla.
Þegar nám utan skóla er metið eftir búsetu og menntun
svarenda sést að meðal svarenda á höfuðborgarsvæðinu
er þátttaka þeirra sem höfðu lokið grunnskólanámi eða
minna um 45% en um 37% meðal þeirra sem bjuggu utan
höfuðborgarsvæðisins.
Sé litið á starfssvið þátttakenda sést að meðal hærri yfir-
manna er þátttaka í námi utan skóla minnst hjá þeim sem
aðeins höfðu lokið grunnskólaprófi eða bóklegu
framhaldsskólanámi. Þátttakan virðist vera mest meðal
millistjórnenda (einnig hjá þeim sem minnsta menntun
hafa); almennt starfsfólk kemur þar á eftir en hærri yfir-
menn og atvinnurekendur virðast síður sækja nám utan
skóla.
Til þess að meta áhrif menntunar á nám utan skóla eftir
atvinnugreinum, var þeim skipt annars vegar í landbún-
að, fiskvinnslu, fiskveiðar og iðnað og hins vegar í opin-
bera þjónustu, fjármálastofnanir og verslun eða aðra
þjónustu. Munur er á þátttöku starfsfólks í þessum
atvinnugreinum meðal þeirra sem höfðu lokið grunn-
skólanámi eða minna, starfsnámi og verklegu
framhaldsskólanámi.
Eftirfarandi tafla úr skýrslunni sýnir þátttöku í námi utan
skóla á 12 mánaða tímabili eftir menntun og bakgrunni
svarenda (aðeins eru sýndar tölur um þá sem sóttu
námið):
Ásmundur Hilmarsson