Gátt - 2014, Blaðsíða 12

Gátt - 2014, Blaðsíða 12
12 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 menntuninni. Námið þarf að vera hnitmiðað og markvisst, og þarf helst að fara fram á vinnustað og að hluta til á vinnutíma. Ekki síður er skýrt að svigrúm til þess að fara burt frá heima- byggð til að sækja námskeið eða nám er afar takmarkað og mjög kostnaðarsamt. Dreifnám fær góðan hljómgrunn, þ.e. fjarnám með staðbundnum lotum eða fjarfundum. Í hópi starfsfólks sem rætt var við kemur fram mikill áhugi á að bæta við sig fjölbreyttu námi. Flestir stefna á iðnnám og á nám tengt opinberri þjónustu, viðskiptum og bókhaldi. Stuðningur og hvatning yfirmanna skiptir miklu máli fyrir starfsfólk. Mikill meirihluti viðmælenda sagðist fá hvatningu frá vinnuveitanda sínum. Hvatningin fer meðal annars fram með þeim hætti að boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma þegar fólk sækir nám, hluti af námskostnaði er greiddur og starfstengd námskeið eru haldin á vinnutíma. Hluti við- mælenda segist ekki fá hvatningu frá vinnuveitendum til að sækja nám eða námskeið og hjá öðrum hefur ekki reynt á það hvort stuðningur sé fyrir hendi. Í viðtölum við stjórnendur kom fram eindreginn vilji til að auðvelda starfsfólki að afla sér aukinnar menntunar með ýmsum hætti. Flestir stjórnendur telja engar hindranir í vegi þess að starfsfólk geti eflt menntun sína nema þá helst af fjárhagslegum toga af hálfu fyrirtækjanna eða tímaskortur. Áhugaleysi starfsfólks, takmarkað námsframboð og miklar fjarlægðir frá fræðsluaðila geta að mati stjórnenda dregið úr möguleikum starfsfólks til að mennta sig frekar. Helstu ástæður þess að fleira starfsfólk leggur ekki stund á nám en raun ber vitni eru fyrst og fremst fjárhagslegar hindranir, fjöl- skylduaðstæður og tímaskortur. Tvær spurningakannanir voru jafnframt framkvæmdar. Annars vegar var gerð tölvupóstkönnun meðal forsvars- manna fyrirtækja og stofnana og bárust svör frá 425 þátt- takendum, sem er 29% svarhlutfall. Hins vegar var gerð símakönnun meðal íbúa í kjördæminu á aldrinum 23 – 67 ára. Hringt var eftir úrtaki úr þjóðskrá og svöruðu alls 411 einstaklingar, sem er 28% svarhlutfall. Samandregnar niður- stöður kannananna má lesa á fyrri blaðsíðu. T I L V I T N A N I R Í V I Ð T Ö L V I Ð S T j ó R N e N d U R o G S T A R F S F ó L K 0 Það vantar iðnmenntun og skóla sem tekur á öllum þáttum sjávarútvegs, veiðum, vinnslu og eldi, fyrir ófag- lært fólk og yfirmenn líka. (60 ára Vestfirðingur) 0 Svo er þetta svo þægilegt eins og þetta er orðið ég get tekið húsasmíðina í helgarnámi og öll almenn fög í kvöldskóla í gegnum fjarkennslubúnaðinn. Þannig að þetta gerir manni mjög auðvelt að læra þótt að maður sé í vinnu. Mér líst rosalega vel á þetta eins og þetta er. (26 ára íbúi á Norðurlandi vestra) 0 Það vantar almenna menntun fyrir verkafólk, það eru ekki gerðar miklar kröfur um menntun hjá fyrirtækinu en menn eru hvattir til að fara á námskeið. Það er alltaf verið að bæta við fleiri tölvum í starfið mitt. (34 ára Vestfirðingur) 0 Námstyrkur væri hvatning fyrir mig af því ég á svo lítið eftir. Stærsta hindrunin hjá mér er að það er ekki létt að rífa sig upp með 5 manna fjölskyldu. Ef námið væri í boði í heimabyggð væri ég löngu búinn með það. (45 ára Vestfirðingur) 0 Fjarnám er góður kostur og nám með vinnu er eini mögu- leikinn.(32 ára Vestfirðingur) 0 Margir detta út úr námi vegna þess að þeir hafa ekki efni á því að vera í skóla án þess að vinna. (20 ára á Vesturlandi) 0 Sé alltaf eftir að hafa ekki tekið stúdentspróf á sínum tíma. (61 árs Vestfirðingur) 0 Þú getur ekki klárað neitt nema flytja til Reykjavíkur, þess vegna hef ég ekki farið í neitt nám. (35 ára á Vest- fjörðum) 0 Það fer að myndast gap, þegar við, mín kynslóð er gengin og unga fólkið kann ekkert verklag. Þekkingin hreint út gloprast niður. (57 ára Vestlendingur) 0 Við erum svo fáliðuð að það þyrfti helst að vera utan vinnutíma, nema við fengjum afleysingu. (55 ára stjórn- andi á Norðurlandi vestra) 0 Námið þarf að vera nálægt fólki.(62 ára stjórnandi Vesturlandi) 0 Blanda af fjarnámi og staðnámi, innan sem utan vinnu- tíma hentar best. (45 ára stjórnandi á Vestfjörðum) 0 Það sem mætti bæta eru tölvutengingar, þær eru ekki alls staðar góðar.“ (48 ára einyrki á Vesturlandi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.