Gátt - 2014, Blaðsíða 52

Gátt - 2014, Blaðsíða 52
52 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 um 100 þúsund manns frá 2013 til 2025. Sjá má að þörf fyrir endurráðningar er samkvæmt þessu mest í sérfræðistörf, eða nálægt 20.000 störf. Svipuð endurráðningaþörf er í störf fyrir sérmenntað starfsfólk, einnig í þjónustu- og verslunarstörf, störf iðnaðarmanna og svo stjórnenda. Í öðrum greinum er þörfin minni fyrir endurráðningar, en þó um eða yfir 5.000 störf í hverri grein. Hafa ber í huga að þessir útreikningar á starfstækifærum á vinnumarkaði út frá endurnýjunarþörf eru ekki mjög nákvæm vísindi og er verið að vinna betur að því að þróa þau líkön sem notuð eru við þá útreikninga. Þetta gefur þó ákveðnar vísbendingar um að tækifæri á vinnumarkaði, hvort heldur er vegna nýrra starfa eða vegna endurráðninga, eru að stærstum hluta í störfum sérfræðinga og sérmennt- aðra. Þá sýnir þetta að þó svo að ekki séu líkur á að mikið verði um ný störf iðnaðarmanna á næstu árum, þá er endur- nýjunarþörfin þar það mikil að næg tækifæri ættu að vera fyrir nýjar kynslóðir iðnaðarmanna á vinnumarkaði. Sama gildir raunar um margar aðrar starfsgreinar svo sem marg- vísleg þjónustu- og verslunarstörf. Þó svo að framboð starfa í samfélaginu virðist vera nægilegt getur verið nokkuð atvinnuleysi og nokkuð um búferlaflutninga til og frá landinu ef ekki er nægilega gott samræmi á milli þess hvers konar störf eru í boði og eru að bætast við á vinnumarkaði og þeirrar menntunar og hæfni sem fólk á vinnualdri býr yfir og nýrra kynslóða á vinnumark- aði. Í þeirri greiningu sem hér hefur verið unnin, virðist sem þokkalegt jafnvægi komi til með að verða á milli mennt- unar fólks á vinnumarkaði og hvers konar störf muni verða til staðar á íslenskum vinnumarkaði á komandi árum. Hafa verður nokkra fyrirvara þar á. Störf á ákveðnu hæfnissviði (t.d. störf sem krefjast háskólamenntunar) geta verið afar mismunandi og krafist ólíkrar hæfni. Því getur verið offram- boð á ákveðnum tegundum háskólamenntunar á meðan skortur er á öðrum. Sú tilhneiging virðist vera hér á landi líkt og víða um Evrópu að skortur sé á háskólamenntuðu fólki með tölvumenntun og annars konar tæknimenntun, á meðan atvinnuleysi er talsvert meðal fólks með menntun í sumum greinum félags- og mannvísinda. Svipaða sögu er að segja um fólk með menntun á framhaldsskólastigi, skortur hefur verið á fólki með tækni- og iðnmenntun af ýmsu tagi en atvinnuleysi hefur verið hér á landi meðal fólks með almenn- ari menntun, s.s. stúdentspróf. Annað atriði sem vert er að nefna í þessu sambandi er sú óvissa sem ríkir varðandi þróun efnahagslífs þjóðar- innar. Stóra spurningin þar er hvort stjórnvöld nái að skapa efnahagsumhverfi sem ýti undir að hér verði til störf og starfsvettvangur fyrir þann vaxandi fjölda sem kemur út á vinnumarkaðinn með fjölbreytilega menntun í farteskinu, allt frá skemmri starfsmenntabrautum upp í háskólamenntun, á sama tíma og menntunarstig þeirra sem fara af vinnumarkaði er að jafnaði minna en meðal nýrra kynslóða. Það hefur verið áhyggjuefni þeirra sem rýna í þessi mál að almenn fjárfesting í atvinnulífinu hafi ekki náð sér nægilega á strik eftir hrun en slíkt kemur niður á framleiðni og nýsköpun í bráð og lengd. Helsti vöxturinn hefur verið í ferðaþjónustu þar sem stærstur hluti þeirra starfa sem skapast krefst ekki mikillar mennt- unar. Þá virðist framundan nokkur þensla í byggingariðnaði en í þeim geira er framboð vinnuafls hér á landi nú lítið og því líkur á að eftirspurn eftir vinnuafli í þeim geira verði að miklu leyti mætt með innflutningi erlends vinnuafls. Á sama tíma er staða ríkis og sveitarfélaga erfið með tilheyrandi aðhaldi í rekstri heilbrigðis- og menntakerfis. Ljóst er að það er farið að hafa neikvæð áhrif með ýmsum hætti; færri tækifæri eru fyrir kennara og aðra sem starfa í menntakerfinu og bág kjör og aðstaða innan heilbrigðiskerfisins veldur því í auknum mæli að fólk leitar fyrir sér með vinnu í nágrannalöndunum. Þarna er því að sjá ákveðna hættu á ósamræmi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli til skemmri tíma. Staða Íslands er þó að mörgu leyti góð og kemur landið vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar innviði samfélagsins og stöðu efnahags- og atvinnulífs. Almenn batamerki eru í Stjórnendur Sérfræðingar Sérmenntað starfsfólk Skrifstofufólk Þjónustu- og verslunarf. Bændur og fiskimenn Iðnaðarmenn Véla- og vélgæslufólk Ósérhæft starfsfólk -5.000 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 Ný störf Endurnýjun Mynd 4 – Fjölgun starfa eftir starfsstéttum og endurnýjunarþörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.