Gátt - 2014, Blaðsíða 11

Gátt - 2014, Blaðsíða 11
11 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 fyrir starfsfólk í sjávarútvegi er gjarnan nefnt í viðtölum við stjórnendur á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er kallað eftir námi tengdu matvælaiðnaði, ferðaþjónustu og tungu- málum. Loks kemur fram þörf fyrir markvissa kennslu í íslensku fyrir útlendinga en það nefna nokkrir stjórnendur í fiskiðnaði. Hjá stjórnendum kom fram almennur áhugi á að nám- skeið taki meira mið af aðstæðum og verkefnum starfsfólks í umhverfi þess á vinnustað, heldur en verið hefur. Kallað er því eftir klæðskerasaumuðum námskeiðum fyrir hvern hóp. Samhljómur er einnig meðal starfsmanna og stjórnenda um hvers konar framkvæmd hentar best í endur- og viðbótar- Hér má lesa samandregnar niðurstöður viðtala og kannana. Viðtalsrannsókn Stjórnendakönnun Úrtaksrannsókn • Í viðtölum við 425 starfsmenn kemur fram að 160 viðmælendur telja skorta iðnmenntað fólk í atvinnulífinu og nefna meðal annars tré- smíði, matreiðslu, bifvélavirkjun, skipsstjórn og vélstjórn, rafvirkjun, rafeinda-virkjun, iðn- fræði, kjötiðn, pípulagnir, kvikmyndagerð, fataiðn, málaraiðn, tækniteiknun og fleira. 52 viðmælendur nefna þörf fyrir tölvu- og tækni- menntað fólk. 24 viðmælendur telja mesta þörf á menntun á sviði heilbrigðisþjónustu, svo sem læknis- og hjúkrunarfræði. 17 telja mesta þörf fyrir menntun á sviði uppeldis- og kennslu- fræði. Menntun á sviði sjávarútvegs, tungu- mála og ferðaþjónustu ber einnig oft á góma. • Þegar starfsfólk er spurt um hvers konar menntun það hafi helst áhuga á að bæta við sig kemur fram mikill áhugi á að bæta við sig námi í hinum ýmsu greinum. Aðeins 37 viðmælendur hafa ekki áhuga á að bæta við sig menntun. Algengast er að fólk nefni nám af ýmsu tagi tengt opinberri þjónustu (kennslu- réttindanám, hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraliðanám, þroskaþjálfun, o.fl.). Margir nefna nám á sviði viðskipta- og bókhalds, sem og ýmiskonar iðnnám og tölvunám. • Í viðtölum við 243 stjórnendur kemur fram að flestir stjórnendur telja þörf fyrir iðn- og tæknimenntað starfsfólk, sérhæfð starfstengd námskeið, viðskiptamenntun, tölvuþekkingu, nám tengt sjávarútvegi, matvælum og tungu- málanám. Stjórnendur voru jákvæðir gagnvart því að endurmenntun færi að hluta fram á vinnutíma starfsfólks. • Í viðtölum við 96 Pólverja kemur fram að 41% viðmælenda hefur áhuga á íslenskunámi og margir hafa einnig áhuga á enskunámi, verknámi og viðskiptatengdu námi. Meirihluti viðmælenda hefur ekki áform um að flytja úr sveitarfélaginu á næstu 5 árum. Stærsti hluti viðmælenda hefur lokið iðnmenntun eða 36%, 15% hafa lokið háskólanámi og 16% tækninámi. 10% hafa einungis lokið grunn- skólanámi. • Þörf er á að hækka menntunarstig í atvinnu- lífinu að mati 86% stjórnenda. • 77% stjórnenda eru sammála því að aukinnar menntunar sé þörf í samfélaginu. • Þörf er á að efla færni starfsmanna að mati 97,5% stjórnenda. • Iðn- og tæknigreinar, sjávarútvegsgreinar og styttri starfstengdar námsgreinar eru þau svið þar sem helst þarf að hækka menntunarstigið að mati svarenda. • Fyrirtæki geta eflst með aukinni færni starfs- manna að mati 98% stjórnenda. • Tæplega 65% stjórnenda svara því játandi að fyrirtækin séu tilbúin að fjárfesta í aukinni menntun starfsmanna, 27% taka ekki afstöðu og einungis 8,5% eru ósammála. • 83% stjórnenda segja fyrirtækið koma til móts við starfsmenn sem vilja auka við menntun sína. • Þjálfun/kennsla á vinnustað og sérsniðin nám- skeið eru taldar heppilegustu leiðirnar til að auka færni starfsfólks. • 45% stjórnenda segja að umsækjendur um störf uppfylli jafnan kröfur um menntun. • 22% stjórnenda telja að tungumálaerfiðleikar hamli framþróun hjá fyrirtækinu. • Aðgengi að menntastofnunum er ekki nægi- lega gott að mati þriðjungs svarenda, þeir óánægðustu búa fjærst aðsetrum og höfuð- stöðvum menntastofnana. • Kallað er eftir sérsniðnu námi hvað varðar inn- tak og aðlögun að starfstíma fyrirtækja. • Mikill áhugi er á samráðsvettvangi fyrirtækja og menntastofnana og eru 83,4% svarenda mjög eða frekar sammála því að þörf sé á slíkum vettvangi. • Tæplega 47% aðspurðra segjast hafa sótt nám eða námskeið á síðustu 12 mánuðum en liðlega 53% hafa ekki gert það. Marktækur munur kom fram á aðsókn að námi eftir aldri og menntun. Aðsóknin minnkar með aldrinum og fólk sem aðeins hefur grunnmenntun sækir síst nám. • 66% svarenda hafa áhuga á að stunda nám á næstu þremur árum. • Tölvunotkun og upplýsingatækni eru færni- þættir sem flestir vilja efla. • Rúmlega helmingur svarenda fékk styrk til að sækja námið, ýmist frá vinnuveitanda eða stéttarfélagi. • 61% svarenda segja að vinnuveitandi sé tilbúinn að koma til móts við óskir þeirra um að hefja nám og 45% segja að vinnuveitandi hvetji þau til náms. • 77% svarenda segja að sérsniðið nám á vinnu- stað myndi nýtast vel í starfi í dag. • 21% svarenda segja að skipulagt nám sé í boði á vinnustað þeirra. • 47% svarenda hafa hætt í námi án þess að ljúka því að fullu. 40% þeirra sem hafa hætt námi nefna áhugaleysi og námsleiða sem ástæðu þess að þau hættu í námi, 18% nefna fjölskylduaðstæður og 8% fjárhagslegar skuldbindingar. • 12% svarenda segja að náms- og starfsráðgjafi hafi heimsótt vinnustaðinn þeirra. • Aðspurðir um það hvaða þættir myndu hafa mest áhrif til að hvetja fólk til náms, svara 82% það að námið veiti starfsréttindi, 78% nefna von um bætt atvinnutækifæri og að fyrri reynsla eða raunfærnimat fáist metið inn í nýtt nám. 74% þeirra nefna von um hærri laun og 73% nefna námsstyrki eða fjárhagslegan stuðning. • Fjórðungur segist hafa haft áform um að flytja úr sveitarfélaginu á síðastliðnum 5 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.