Gátt - 2014, Blaðsíða 90
90
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
F A N G e L S I S e M N Á M S V e T T V A N G U R
Yfirskrift ráðstefnunnar, sem er sú 16. í röðinni, var fang-
elsi sem námsvettvangur (Fengsel som læringsarena) með
áherslu á ráðgjöf og hvatningu. Í kringum 140 þátttakendur
frá öllum Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna. Fyrsta ráð-
stefnan um menntun fanga var haldin árið 1977 með þátt-
töku allra Norðurlandaþjóðanna. Ísland hefur átt fulltrúa á
síðustu fimm ráðstefnum. Frá árinu 1994 hafa þessar ráð-
stefnur verið haldnar á tveggja ára fresti til skiptis á Norður-
löndunum. Ráðstefna sem þessi var haldin á Íslandi árið
2006 og eftir tvö ár verður hún aftur haldin hér á landi.
Ráðstefnan samanstóð af erindum um stöðu menntunar í
fangelsum á Norðurlöndunum, sögulegu yfirliti um menntun
fanga og fræðilegum erindum með áherslu lagða á megin-
þemu ráðstefnunnar, ráðgjöf og hvatningu. Jafnframt voru
11 vinnustofur í boði sem þátttakendur gátu valið á milli.
Fram kom að mikilvægt er að bjóða viðeigandi samsetn-
1 Sótt 15.09.2014 af http://www.fangelsi.is/frettir/nr/172.
ingu úrræða, s.s. meðferð, menntun og virkniúrræði, ekki
síst þar sem markhópurinn verður sífellt þyngri, með tilliti
til menntunarstöðu og félagslegrar stöðu fanga. Því skiptir
máli að geta greint vandamál og þarfir fanga eins fljótt og
hægt er. Það getur þó oft og tíðum reynst torvelt þar sem
fangar eiga oft erfitt með að meðtaka það sem fer fram hjá
ráðgjöfum eða í kennslustundum við upphaf afplánunar því
þá eru þeir aðallega að hugsa um aðstæður sínar og sætta
sig við þær. Það þarf að líða einhver tími áður en þeir geta
farið að huga að öðru. Jafnframt þarf sérstaklega að huga
að þörfum þeirra sem ekki eru tilbúnir til að fara út á vinnu-
markaðinn eða í nám eftir að fangelsisvist lýkur.
Fyrirkomulag náms í fangelsum á Norðurlöndum er mis-
jafnt að því leyti að sumstaðar eru reknir skólar innan fang-
elsanna en í öðrum tilvikum er gerður samningur við skóla
eða aðrar fræðslustofnanir um að halda utan um námsfram-
boðið innan fangelsisins. Hjá nánast öllum þjóðunum er
lögð áhersla á að leita leiða til að geta eflt tölvustutt nám. Á
Íslandi er netaðgangur í opnum fangelsum en aðgangur að
netinu er undir eftirliti í lokuðum fangelsum.
Í könnun sem gerð var árið 2007 að tilhlutan mennta-
og menningarmálaráðuneytisins og dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins í samvinnu við Fangelsismála-
stofnun ríkisins um menntun, menntunarbakgrunn
og námsáhuga íslenskra fanga, 18 ára og eldri, kom
fram að um 36% svarenda höfðu ekki lokið grunnskóla
og 28% höfðu ekki lokið framhaldsskóla. Samkvæmt
þessu er stór hluti fanga í markhópi sem kveðið er
á um í framhaldsfræðslulögunum.1 Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins fékk Erasmus plus styrk til að senda tvo
starfsmenn á ráðstefnu sem haldin var dagana 24.–26.
september um menntun í fangelsum. Ráðstefnan var
haldin í Kaupmannahöfn á vegum norræns tengslanets
um menntun í fangelsum (Nordisk netværk om feng-
selsundervisning) sem er eitt af netum NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna). Erlendur Baldursson, sem
nýverið lét af störfum hjá Fangelsismálastofnun, hefur verið tengiliður Íslands í netinu. Markmiðið með þátttöku
í ráðstefnunni var að kynnast því sem er að gerast á Norðurlöndum varðandi menntun fanga í því skyni að skoða
hvort og þá hvernig framhaldsfræðslan getur komið að því verkefni hér á landi.
hALLA VALgEirsdóttir og iNgiBjÖrg ELsA gUÐMUNdsdóttir
F A N G e L S I V e T T V A N G U R F y R I R N Á M
Ingibjörg Elsa GuðmundsdóttirHalla Valgeirsdóttir