Gátt - 2014, Blaðsíða 79

Gátt - 2014, Blaðsíða 79
79 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Hlutverk markþjálfa er að hlusta á einstaklinginn, veita endurgjöf og þannig að laða fram möguleika sem einstakling- urinn hefur til athafna. Þetta krefst þess að markþjálfinn spyrji opinna og krefjandi spurninga sem fá einstaklinginn til að hugsa og leita leiða til athafna og breyttrar hegðunar. Kjarn- inn í markþjálfuninni er einstaklingurinn, hans forsendur og óskir um að þróast og vaxa í samræmi við þau gildi sem hann aðhyllist. Því má segja að þeir þættir, sem eiga við í mark- þjálfun og snúa að sambandi markþjálfa og marksækjanda, geti allt eins átt við um ráðgjöf og leiðsögn fullorðinna. e V R ó P S K T S A M S T A R F S V e R K e F N I U M N o T K U N A Ð F e R Ð A F R Æ Ð I M A R K þ j Á L F U N A R Í F U L L o R Ð I N S - F R Æ Ð S L U Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í evrópska samstarfs- verkefninu Coach – coach – go! um notkun aðferðafræði markþjálfunar í fullorðinsfræðslu. Verkefnið hlaut styrk úr Grundtvig-hluta menntaáætlunar ESB og lauk um mitt ár 2014. Samstarfsaðilar voru frá Belgíu, Ítalíu, Svíþjóð og Þýskalandi. Meginmarkmið samstarfsins var að kynn- ast aðferðafræði markþjálfunar og hvernig hún getur nýst leiðbeinendum fullorðinna námsmanna við að efla nám full- orðinna. Markmið FA með þátttöku í verkefninu var að safna þekkingu og reynslu sem nýtast við leiðsögn leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu. Var verkefnið kynnt meðal samstarfs- aðila FA og nokkrum þeirra bauðst að taka þátt í fundum og vinnustofum samstarfsnetsins. Þá var einnig stofnaður lokaður hópur á Facebook fyrir samstarfsaðila FA þar sem skipst var á fréttum og fróðleik um verkefnið. Í maí 2014 var opnuð vefsíða þar sem sagt er frá verkefninu og þeim aðferðum sem teknar voru fyrir, slóðin er http://gudfinna. wix.com/coach-coach-go Á vinnustofum Grundtvig-samstarfshópsins voru teknar fyrir nokkrar aðferðir eða nálganir sem geta nýst í vinnu með fullorðnum, hvort sem er í markþjálfun, ráðgjöf eða í kennslu. Hér er aðferð (e. model) skilgreind sem fyrir fram ákveðin leið eða ferli sem hægt er að fylgja. Þó svo að til séu ýmsar aðferðir er ekki þar með sagt að hver fundur markþjálfa og marksækjanda þarfnist þess að sérstök aðferð sé notuð. Aðferðirnar og vitneskja um þær geta hins vegar hjálpað til þegar greina á hvaða markmið marksækjandinn vill setja sér. Í verkefninu Coach – coach – go! var megináhersla lögð á mikilvægi þess að þekkja sjálfa(n) sig og gildi sín en einnig að skilja orsakir samskiptaörðugleika og ágreinings. Þá voru settar upp tilraunasmiðjur þar sem þátttakendur fengu m.a. tækifæri til að upplifa skapandi tækni geðleiks (e. psycho- drama2) sem byggist á hlutverkaleik þar sem þátttakendur vinna með ólík viðhorf og tilfinningar. 2 Upphafsmaður geðleiks var Jacob Levi Moreno. Þættir í markþjálfun Markþjálfi Sá/sú sem hefur samþykkt að aðstoða/styðja marksækjandann í ferlinu frá núverandi ástandi til þess sem sóst er eftir. Markþjálfinn veit hvernig á að nota ólíkar leiðir til að ná árangri. Marksækjandi Sá/sú sem hefur samþykkt að fá aðstoð í ferlinu frá núverandi ástandi til þess sem sóst er eftir. Samkomulag Samkomulag milli aðila verður til þegar marksækjandi óskar eftir aðstoð/stuðningi frá markþjálfa og markþjálfi byrjar að veita aðstoð/stuðning. Samkomulagið getur verið formlegt en þarf ekki að vera það. Upphaf: Núverandi ástand/staða Núverandi ástand/staða (vandamál, ónóg frammistaða, ákvörðunartaka, hegðun, nám o.fl.) er upphafsstaða ferlisins/leiðarinnar að því ástandi sem sóst er eftir.Endir: Markmiðið/staðan sem sóst er eftir. Markmiðið (lausn vandans, betri frammistaða, ákvörðun, breytt hegðun, hæfni o.fl.) er sú staða eða framtíðarástand sem sóst er eftir og er endapunktur ferlisins/leiðarinnar. Ferlið/leiðin Ferlið/leiðin frá A) Upphafi til B) Endis. Allt sem marksækjandinn gerir í ferlinu/á leiðinni mun hafa áhrif á ferlið/leiðina og því þarf að sýna sveigjanleika og gera breytingar eftir því sem fram vindur. Fundur - aðstæður Aðstæður móta fundi markþjálfa og marksækjanda . Ýmislegt getur haft áhrif á framgang fundarins, bæði aðilar og atvik á fundarstaðnum og utan fundar. Aðferð - verkfæri Aðferð er fyrir fram ákveðin leið eða ferli sem hægt er að fylgja við markþjálfun. Þó svo að til séu ýmsar aðferðir markþjálfunar er ekki þar með sagt að hver fundur markþjálfa og marksækjanda þarfnist þess að sérstök aðferð sé notuð. Aðferðirnar og vitneskja um þær geta hins vegar hjálpað til þegar greina þarf hvaða markmið marksækjandinn vill setja sér. Markþjálfun er ferli þar sem markþjálfinn aðstoðar marksækjandann við að ná markmiðum sínum án þess að segja honum hvað hann eigi að gera eða gera hlutina fyrir marksækjandann. Þættir í markþjálfun.mmap - 6.11.2014 - Mynd 1 – þættir í markþjálfun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.