Gátt - 2014, Blaðsíða 24

Gátt - 2014, Blaðsíða 24
24 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 skeiði í nóvember fyrir ráðgjafa og leiðbeinendur í Breiðholti. Markmiðið er að gera Fab Lab að vettvangi fyrir fræðslu og skapandi tómstundastarf. Íslenska og móttaka innflytjenda Verið er að þróa hugmynd um móttökuviðtal við innflytj- endur sem flust hafa til Íslands á síðustu fimm árum og búa í Breiðholti. Hugmyndin varð til í samstarfi við verkefnið Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og í undirbúningi að tveimur ráðstefnum sem verkefnin stóðu saman að undir yfir- skriftinni „Íslenska og fjölmenningarsamfélagið“ á Ísafirði 8. október og í Breiðholti 10. október í samstarfi við Fjölmenn- ingarsetrið. Á ráðstefnunni í Breiðholti var sjónunum beint að mót- töku innflytjenda á meðan ráðstefna á Ísafirði fjallaði um „best practices“ í íslenskukennslu. Ákveðið var vorið 2014 að vinna sameiginlega heimasíðu fyrir verkefnin sem opnuð var ráðstefnunum á slóðinni www.menntun-nuna.is en áður höfðu verkefnin nýtt undirsíður hjá Reykjavíkurborg og Háskólanum á Bifröst. Í erindi sem Phil Woods, fulltrúi verkefnisins fjölmenn- ingarborgir hjá Evrópuráðinu, flutti á málþingi um fjölmenn- ingu, sem haldið var í tengslum við umsókn Reykjavíkur- borgar um aðild að verkefninu, kom fram að lykilatriði væri að ná til fólks með upplýsingar og þjónustu á fyrstu 6–10 vikunum eftir flutning til landsins. (Protopapa, 2014) Elsa Arnardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenn- ingarsetursins, hefur leitt vinnu við þróun móttökuviðtals/ áætlunar fyrir innflytjendur fyrir verkefnin Menntun núna. Leitað hefur verið eftir samstarfi við innanríkis- og félags- málaráðuneytið vegna verkefnisins auk lykilaðila á borð við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Reykjavíkurborgar, Inn- flytjendaráðs, Fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og Fjöl- menningarseturs. Hugmynd að tilraunaverkefni um móttökuviðtal (Arnar- dóttir, 2014) Kannað verður hvort hægt er að bjóða íbúum Breiðholts og Norðvesturkjördæmis af erlendum uppruna sem hafa flust til landsins undanfarin fimm ár upp á móttökuviðtal. Jafn- framt er lagt til að öllum þeim sem flytjast utan EES-svæðis- ins verði boðið upp á viðtal en með því fengist betri reynsla af þróunarverkefninu og það yrði ekki bundið við eitt hverfi eða landshluta. Til að taka viðtölin er ætlunin að þjálfa fólk sem býr yfir menningarfærni og tungumálakunnáttu. Viðtölin væru skráð í gagnagrunn þar sem fyllsta trúnaðar er gætt og upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Í viðtalinu yrði farið yfir helstu réttindi og skyldur í íslenskusamfélagi svo sem: • hvar hægt sé að nálgast upplýsingar á ensku og fleiri tungumálum, • upplýsingar um íslenskunámskeið og hvar sé hægt að leita eftir ráðgjöf, • kynnt fyrir viðkomandi í hvaða tilvikum hann getur beðið um túlkaþjónustu, • bent á upplýsingar um félög innflytjenda og móður- málskennslu. Farið yrði yfir helstu atriði varðandi flutning á milli landa og skoðað hvort viðkomandi/börn hans eða maki séu öll með löglega búsetu og hverjar eru lagalegar forsendur dvalar- innar svo sem hvenær þarf að vera búið að endurnýja leyfi og hverjar séu helstu forsendur leyfisins og endurnýjunar. Farið verður yfir með viðkomandi hvort búið sé að fá viðtal í leik- skóla/grunnskóla/framhaldsskóla vegna skólagöngu barns. Í viðtalinu verður viðkomandi einnig spurður hvort hann vilji ekki skrá tölvupóstfang og tungumálakunnáttu svo auð- veldara sé fyrir sveitarfélög og Fjölmenningarsetur að miðla upplýsingum með markvissum hætti til hans. Skoðað verður hvort viðkomandi sé með menntun frá heimalandi og hvort hann þurfi aðstoð við að fá menntun metna. Í kjölfarið yrði leitast við að veita innflytjanda þá þjónustu sem hann þarf á að halda í samstarfi við fræðsluaðila og ráðgefandi stofnanir. Verið er að áætla kostnað verkefnisins og er horft er til þess að vera í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands varðandi utanumhald með verkefninu, ábyrgð og umsjón með þeim gögnum og upplýsingum sem safnast í viðtöl- unum. Unnið verður með Mími-símenntun, Fjölmenningar- setri og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur að því að finna og þjálfa samfélagstúlka og aðra ráðgjafa í að taka viðtölin og skrá þau. þ e K K I N G A R y F I R F Æ R S L A o G F R A M T Í Ð A R S ý N Samningi um tilraunaverkefnið Menntun núna í Breiðholti lýkur í ágústlok 2015. Það er því skammur tími til stefnu, bæði til að draga lærdóm af þeim tilraunum sem eru í framkvæmd sem og að móta stefnu til framtíðar um hvernig hægt er halda áfram með verkefnið í Breiðholti og yfirfæra aðferðir og reynslu verkefnisins yfir á önnur hverfi og stærri sveitarfélög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.