Gátt - 2014, Blaðsíða 30

Gátt - 2014, Blaðsíða 30
30 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 sem veitir réttindi á vinnumarkaði á viðkomandi starfssviði. Þannig er áherslan greinilega á námi sem þátttakendur geta hagnýtt sér beint. Áherslan á hagnýtingu náms kom einnig fram þegar spurt var um hvaða námsfyrirkomulag viðkomandi myndi vilja sjá. Hlutfallslega flestir myndu vilja sjá verklega kennslu eða tæp 43%, um 33% myndu vilja kvöld- og helgarnám- skeið og 30% myndu vilja sækja fyrirlestra. Síst myndu þátt- takendur vilja vera í bóknámi, eða aðeins 12%. Þátttakendur voru upplýstir um þá flokka námskeiða sem Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar bauð upp á nám í. Spurt var hvort viðkomandi hefði áhuga á að sækja námskeið í ein- hverjum af þessum flokkum. Velja mátti fleiri en einn flokk. Hlutfallslega flestir merktu við tölvur eða 51,6% og 48,5% merktu við tungumál. Þátttakendur höfðu síst áhuga á nám- skeiðum um almenna þekkingu, eða um 28,5%. Á svipaðan hátt voru þátttakendur upplýstir um að VMA bjóði upp á tilteknar námsleiðir. Spurt var hvaða námsleið viðkomandi myndi hafa áhuga á. Hlutfallslega flestir höfðu áhuga á styttri námskeiðum tengdum þeirra fagi og/eða starfsgrein, eða 49,4%, og 18,6% höfðu áhuga á námi til stúdentsprófs. Þátttakendur sem höfðu lokið iðn- eða starfs- námi höfðu síst áhuga á námi til stúdentsprófs. S A M A N T e K T o G H A G N ý T I N G N I Ð U R S T A Ð N A Af niðurstöðum könnunar meðal almennings má greina nokkra megindrætti og má nýta þær vísbendingar sem könn- unin gefur til þess að aðlaga námsframboð og námsfyrir- komulag sí- og endurmenntunar frekar að þörfum almenn- ings á svæðinu eins og þær birtast hér. Um þriðjungur þátttakenda í heild sinnir ekki sí- og end- urmenntun. Athygli vekur að hlutfallið er mikið hærra meðal þeirra sem hafa minnsta menntun og að í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu er hlutfallið um 55%. Ástæður sem voru nefndar eru að viðkomandi hafi ekki efni á að greiða fyrir slík námskeið, að það sé ekkert í boði á svæðinu sem þau hafi áhuga á og að ekki sé tími til að sækja slík námskeið. Sérstakt áhyggjuefni hlýtur að vera að hlutfall þeirra sem ekki sinna sí- og endurmenntun er hátt í yngsta aldurshópnum, eða í hópi þeirra sem eru þrítugir eða yngri, þ.e. um 50%. Að þessum hópum hlýtur athyglin að beinast sérstaklega. Huga þarf að því hvort, og þá hvernig, má ná til þessara hópa og koma til móts við þarfir þeirra, með hliðsjón af ástæðum þeim sem þátttakendur nefndu fyrir lítilli þátt- töku. Hér er greinilegt að endurmenntunarmiðstöðvar þurfa meðal annars að huga að námsframboði sínu og námsfyrir- komulagi. Einnig er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hugi að því á hvern hátt þau geti komið til móts við sitt starfsfólk til að það geti betur sinnt sí- og endurmenntun og veitt því stuðning. Samkvæmt könnuninni á þetta meðal annars við um kostnað við þátttökuna, tíma sem varið er í sí- og endur- menntun og fjölbreytileika. Skortur á fjölbreytni í námsframboði er einn þeirra þátta sem nefndir eru og þótt Eyjafjarðarsvæðið, með rúmlega 24.000 íbúa, geti vart talist fámennt á íslenskan mælikvarða setur það þó fjölbreytni af ýmsu tagi ákveðnar skorður sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Til að bregðast við þessu atriði má spyrja hvort aukið samstarf milli sí- og endurmennt- unarstöðva geti verið liður í að auka fjölbreytni og framboð. Einnig má spyrja hvort stofnanir eða fyrirtæki geti komið hér að í auknum mæli, svo sem með því að leggja til sérhæfða starfsmenn sem geta leiðbeint á þeim sviðum þar sem eftir- spurn er eftir námi eða þjálfun. Óskir um hagnýtt nám eða þjálfun virðast renna sem rauður þráður gegnum svör þátttakenda, svo sem þjálfun til að verða hæfari til að sinna núverandi starfi. Þá var einnig áberandi að ýmislegt sem varðar tölvunotkun var nefnt og sjálfsagt má álykta sem svo að innreið tölvutækninnar í flest störf hafi reynst fjölmörgum á vinnumarkaði umtals- verð áskorun. Þessu tengt er val þátttakenda á fyrirkomulagi náms. Stærsti hlutinn vildi sjá verklega kennslu en segja má að bóknám hafi fengið falleinkunn hjá þátttakendum. Þörf og markaður er fyrir stutt, hagnýt og að mestu verk- leg námskeið. Skapandi greinar eru einnig nefndar í könnun- inni. Námið sem sótt er (boðið er upp á) verður helst að veita einhver réttindi og jafnvel vera tengd launum. Einnig kemur fram að samstarf við atvinnulíf er mikilvægt þannig að hægt sé að sinna námi með starfi. Námið og kennsluna þarf einnig að sníða að þörfum nemenda og atvinnulífs og innihalda verkefni og kennslu sem efla viðkomandi í núverandi starfi eða auka möguleika á hreyfanleika á vinnumarkaði. Einhvers konar tölvutengt nám virðist vera ofarlega hjá þátttakendum úr öllum stéttum og greinum, þó einna síst þeim sem koma úr iðngreinum. Frá því að niðurstöður rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar litu dagsins ljós hefur SÍMEY kappkostað að bæta fleiri verklegum námskeiðum við námskeiðaframboð miðstöðvarinnar. Talsverð eftirspurn hefur verið eftir opnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.