Gátt - 2014, Blaðsíða 91

Gátt - 2014, Blaðsíða 91
91 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Mikil áhersla var einnig lögð á ráðgjöf og hlutverk náms- og starfsráðgjafa. Til að mynda eru starfandi náms- og starfsráðgjafar í öllum fangelsum í Finnlandi. Hér á landi er starfandi náms- og starfsráðgjafi í 50% stöðu, sem þjónustar öll fangelsin. Fangar sem stunda nám í þeim skólum sem Fangelsismálastofnun hefur gert samning við geta leitað til námsráðgjafa í viðkomandi skóla. e R I N d I Rie Thomsen, frá háskólanum í Árósum hélt erindi um náms- og starfsráðgjöf og lagði fram skilgreiningu frá Evrópusam- bandinu þar sem segir að náms- og starfsráðgjöf sé ferli sem er ætlað að gera einstaklinginn meðvitaðan um hæfileika sína, hæfni og áhuga svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir um menntun og atvinnu og til að leggja upp eigin lífsferil. Hún lagði áherslu á að starfsferill eða frami væri ekki línulegt ferli í eina átt sem ætlaður er fáum. Starfsferill er að hennar mati ferli sem allir geta tekið þátt í og getur leitt einstakling- inn í ólíkar áttir. Í erindi sínu vísaði hún einnig í kenningar þessu tengdar og benti á breytta orðræðu á þessu sviði þar sem í nýrri kenningum er lögð áhersla á að heppni sé engin tilviljun, að mikilvægt sé að láta reyna á drauma sína á leið- inni og að hætta aldrei að læra2. Áskorun er fólgin í því að nota þessa nálgun þegar unnið er með fólki sem finnst það vera óheppið og að aðstæður þess séu ósanngjarnar eins og getur verið upplifun einstaklings sem situr í fangelsi. Í erindi Ritu Buhl, frá VIA háskólanum í Danmörku, kom fram að ráðgjöf snúist meðal annars um að byggja brú á milli ólíkra einstaklinga og aðstæðna og að ráðgjafarferlið er námsferli þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn taki ákvörðun um nám sitt, að hann geti og vilji skuldbinda sig til að vinna á nýjum forsendum og að hann geti tengt val sitt og þátttöku við framtíðaráform sín. Í erindinu sínu fjallaði hún um starfsráðgjafarkenningu3 sem fjallar um að það að velja og taka ákvarðanir er nám í sjálfu sér, meðvitað val byggir á hæfni til að uppgötva, skipuleggja, einbeita sér og að skilja. Í erindinu kom hún jafnframt inn á aðlögunarhæfni sem grundvöll fyrir byggingu brúa milli ólíkra einstaklinga og aðstæðna. Því er mikilvægt að í námsferli ráðgjafarinnar séu einstaklingar studdir við að þróa eigin aðlögunarhæfni, þ.e. hæfni til að skuldbinda sig, taka þátt og tengja við 2 John Krumbolz – Stanford https://ed.stanford.edu/faculty/jdk. 3 Bill Law – http://www.hihohiho.com/. starfsþróunarmöguleika. Í framhaldi af þessu talaði hún um tvo póla í ráðgjöfinni sem eru þó ekki andstæðir heldur þurfa þeir að haldast í hendur. Góð ráðgjöf byggir á störfum sér- fræðinga sem nýta sér faglega þekkingu og tækni ráðgjafar og sem hægt er að skilgreina og lýsa. En góð ráðgjöf byggir einnig á vinnu með manneskjum, þar sem leitast er við að hvetja einstaklinga og taka tillit til tilfinninga þeirra. Tenging þessara póla á að hjálpa til við að einstaklingurinn upplifi tilgang (sem felur í sér hvatningu), skilning (sem snýst um að hafa yfirsýn) og stjórn (jafnvægi). Charlotte Mathiassen frá háskólanum í Árósum fjallaði um þau mörgu áhersluatriði sem til staðar eru varðandi nám í fangelsum um alla Evrópu svo sem aðgengi að námsefni við hæfi, aðgengi að neti, stuðningur og heimsóknir fyrrverandi fanga til núverandi fanga vegna náms, stærðir stofnana og möguleika á námsframboði, samstarfsaðila utan múranna sem þarf að draga að náminu og hæfniuppbyggingu starfs- fólks til að sinna námi fyrir fanga. Hún vísaði í kenningar sem byggja á áherslu á að læra með því að gera hluti og í félags- legu samhengi, með öðrum orðum að nám er ekki eingöngu hugrænt ferli. Því er nauðsynlegt að taka tillit til mismunandi félagslegra og tilfinningalegra aðstæðna sem skipta máli við nám. Hæfni einstaklingsins til að búa sig undir að takast á við nýjar áskoranir framtíðarinnar eru kjarni náms. F j Ö L b R e y T T ú R V A L V I N N U S T o F A Í vinnustofum ráðstefnunnar var tekið á mörgum og ólíkum viðfangsefnum. Þar á meðal var fjallað um hugmyndafræði þar sem áhersla er lögð á ábyrgð einstaklingsins og að hann sé hugsandi og viljandi manneskja. Í framkvæmd skiptir máli að skilja rökréttar afleiðingar gerða sinna og því þarf ein- staklingurinn að hafa yfirsýn og taka ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Í Danmörku hefur verið sett upp námstilboð sem byggir á þessum hugmyndum fyrir ungt fólk á aldrinum 18–30 ára undir heitinu TAMU. Einstaklingur sækir um nám hjá kennara og gerður er samningur þeirra á milli sem kveður á um að ef einstaklingurinn stendur ekki við samninginn getur honum verið sagt upp. Í annarri vinnustofu var talað um vald innan kennslu- stofunnar og hvernig það birtist þegar talað er um nám í fangelsum. Í þessari vinnustofu var einnig rætt um mikil- vægi þess að einstaklingur sé meðvitaður um afleiðingar eigin hegðunar og það tengt valdahugtakinu. Vald í kennslu- stofunni snýst ekki bara um að halda aga heldur líka um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.