Gátt - 2014, Blaðsíða 40

Gátt - 2014, Blaðsíða 40
40 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Ánægja þátttakenda Viðmælendum þykir ánægja þátttakenda með námið og þjónustuna, sem þeir fá hjá fræðsluaðilanum, vera skýr vís- bending um gæði: 0 … mér finnst þetta vera stærsti þátturinn í að við getum verið sátt ef þátttakendur eru sáttir, reynsla mín er sú að ef nemandi er ekki sáttur þarna þá gefst hann upp. 0 Ef maður mælir það þannig þá kannski, … þetta spilar alltaf saman ánægja þátttakenda. Það er þekkt úr matsfræðunum að byrja á því að kanna við- brögð þátttakenda á námskeiðum. Fjögurra skrefa mats- módel Donald Kirkpatrick (Kirkpatrick & Kirkpatrick, 2006) – sem er notað af mörgum fræðslustofnunum við mat á fræðslu – byggist t.d. á þeirri forsendu að ánægja þátt- takenda á námskeiði sé forsenda náms, ef þátttakendur eru ánægðir séu miklar líkur til þess að þeir læri. Þessi hugmynd byggist m.a. á hugmyndum húmanískra menntunarfræðinga eins og t.d. Carl Rogers (Rogers & Freiberg, 1994) sem kom- ust að því að þátttakendur, sem finna til öryggiskenndar við þær aðstæður sem þeim eru búnar ættu auðveldara með að læra. Í nýlegum rannsóknum í anda jákvæðrar sálfræði (sbr. t.d. Seligman, 2011) ganga niðurstöður jafnvel lengra. Rann- sóknir Seligman benda til að jákvæðar tilfinningar náms- manna í námi auðveldi og styðji við nám þeirra. Mæta þátttakendum á þeirra forsendum Viðmælendur eru þeirrar skoðunar að gæði í kennslu felist líka í því að þjónustan sé löguð að þörfum fullorðinna, þ.e. að þjónusta, framkoma, kennsla og aðstæður séu þannig úr garði gerðar að þær henti fullorðnu fólki. 0 … Ef við horfum á fullorðinsfræðsluna að gæði séu: Að aðstaða og námið sé fyrir fullorðna. Það finnst mér grundvallaratriði … Mér finnst það vera alger áherslu- grunnur. Já, að hann viti hvaða fólk hann er með í hönd- unum … Það getur stundum verið vandamál í fullorðinsfræðslu ef kennarar eru mjög mótaðir af starfsháttum grunn- eða fram- haldsskóla og framkoma þeirra og væntingar séu svipaðar og þegar þeir vinna með ungu fólki sem er gjarnan háð kennar- anum í námi sínu. Þá geta kennararnir gengið fulllangt í því að stjórna því sem gerist í náminu. Aftur á móti er það almenn reynsla kennara í fullorðinsfræðslunni og viðurkennt meðal þeirra sem skrifa um sérstöðu fullorðinna námsmanna (sjá t.d. Brookfield, 1988; Knowles o.fl., 2012) að fullorðnir líta oft á sig sem sjálfstæða og skapandi aðila í eigin lífi og örlögum og að það geti leitt til innri togstreitu ef kennsla og fram- koma kennara og/eða verkefnastjóra miðast frekar við þarfir stofnunarinnar eða kennarans en við þarfir námsmannsins. Í svokallaðri „kennaramiðaðri kennslu“ er það kennarinn sem leggur allar línur, stjórnar og ákveður svo til allt sem fram fer á námskeiðinu Nemendamiðuð kennsla tekur hins vegar mið af stöðu og þörfum nemenda og leitast við að fá nemendur til að eiga frumkvæði og axla ábyrgð í eigin námi. Vissulega er það háð aðstæðum hversu mikinn stuðning nemendur þurfa og hversu mikið sjálfræði þeir vilja og ráða við. En a.m.k. sumir viðmælendur okkar hafa upplifað þetta í sínu starfi og meta það sem grundvallaratriði í gæðum í starfi fræðslustofn- unar sem þjónar fullorðnum að fullorðnum námsmönnum sé mætt í samræmi við það að þeir séu fullorðnir. Að nemandi hafi tileinkað sér ákveðna færni og leikni eftir námið Ef til vill liggur það í augum uppi að gæði í starfi fræðslu- stofnunar birtast í því að þátttakendur á námskeiðum læri eitthvað en það kom fram hjá nokkrum viðmælenda: 0 … það er náttúrulega gæði náms það er náttúrulega spurning ja hvað liggur eftir? 0 Það að nemandi sé fær um að gera það sem kennt var í náminu eftir námið. Það myndi ég telja að væri gæði náms. Nái einhverjum tökum … Kennurunum, sem við ræddum við, þótti það sem sagt merki um gæði í starfsemi stofnunarinnar að þátttakendur væru einhverju nær að námi loknu. Fullorðnir stunda nám til að læra nýja hluti, vita og geta eitthvað betur og jafnvel eitt- hvað nýtt. Einn viðmælandinn gekk skrefinu lengra og sagði að það bæri vitni um gæði starfsins ef þátttakendur gætu nýtt sér það sem þeir lærðu: 0 … Ég held að það sé fyrst og fremst þannig að gæði felist í því að það er eitthvað sem þú getur nýtt þér strax í atvinnulífinu. Það hlýtur að vera gæði náms. Að þú sjáir að það sé eitthvað praktískt og eitthvað sem þú getur notað áfram …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.