Gátt - 2014, Blaðsíða 73

Gátt - 2014, Blaðsíða 73
73 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 þar sem jafningjastuðningur er mikill og allir upplifa sig sem hluta af heild. Við leituðum til fjögurra fyrrverandi nemenda Háskóla- brúar og báðum þá að lýsa upplifun sinni af náminu í Háskóla brú. Ástæðan fyrir því að þeir völdu að stunda nám í Háskólabrú var að nám á dagtíma hentaði vel en einnig að geta klárað námið á einu ári. Samsetning nemenda- hópsins, eldri nemendur sem voru að styrkja stöðu sína til áframhaldandi náms, var líka hluti af ástæðunni. Þeim fannst námsumhverfið vera persónulegt og það skipti nemendurna miklu máli sem og samheldni hópsins þegar kom að því að takast á við krefjandi verkefni. „Veturinn í náminu var frábær,“ eins og einn nemandinn orðar það. Hin tala um að þau hafi eflst eftir því sem leið á veturinn og metnaðurinn til að standa sig vel hafi aukist jafnt og þétt. Nemendur nefna að þeir hafi lært vinnubrögð og aga sem nýtist þeim í háskólanámi en þeir stunda nú nám við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykja- vík og einn nemandi rekur eigið fyrirtæki í dag. Allir mæla þeir með námi í Háskólabrú. Þeim fannst námið og umgjörðin fyrsta flokks, kennsla og ráðgjöf til fyrir- myndar og síðast en ekki síst reyndist námið góður undir- búningur fyrir háskólanám. Frá því að Háskólabrú hóf göngu sína á Akureyri haustið 2010 hafa 127 nemendur skráð sig í námið. Flestir útskrifaðir nemendur hafa innritast í háskólanám og er því óhætt að segja að Háskólabrúin beri nafn með rentu. Skráðir nemendur í Háskólabrú Keilis á árunum 2010–2014. Árið 2010 2011 2012 2013 2014 Fjöldi nemenda 28 27 23 27 22 Skipting nemenda eftir kyni. Kyn Fjöldi Konur 86 Karlar 41 U M H Ö F U N d A N A Hildur Betty Kristjánsdóttir starfar sem verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar á Akureyri. Hún hefur B.Ed.-próf í grunnskólafræðum, M.Ed.- próf í stjórnun menntastofnana. Hún leggur stund á dokt- orsnám í námi fullorðinna með áherslu á raunfærnimat við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað innan leik- og grunnskóla við kennslu en síðustu ár við verkefnastjórn, kennslu og ráð- gjöf innan fullorðinsfræðslunnar. Valgeir Magnússon starfar sem verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar á Akureyri. Hann hefur B.Ed.-próf í grunnskólafræðum og er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á raun- færnimat við Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Vinnumála- stofnun en síðustu ár við verkefnastjórn, kennslu og ráðgjöf innan fullorðinsfræðslunnar. Nemdur Háskólabrúar við útskrift 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.