Gátt - 2014, Blaðsíða 112

Gátt - 2014, Blaðsíða 112
112 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 ú R V e R K e F N I Í Á Æ T L U N NVL hefur fram til þessa verið rekið sem fjögurra ára verkefni og átti yfirstandandi samningstímabili að ljúka 31. desember 2016. Á fundi sínum í september 2014 ákvað EK-U, emb- ættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar (NMR) um menntun, að breyta NVL úr verkefni í áætlun. Með þessari ákvörðun fær NVL sömu stöðu og Nordplus-áætlunin. Um leið breytist samningur um fjármögnun úr fjórum árum í fimm. Núverandi samningur hefur því verið framlengdur og gildir til loka árs 2017. NVL-móðurnetið, sem í eru fulltrúar frá öllum norrænu löndunum (vinna fyrir NVL í hálfu starfi) auk tengiliða frá Færeyjum, Grænlandi og Álandi, framkvæmdastjóra, verk- efnastjóra og vefstjóra, hittist á fundum fjórum sinnum á ári. Á milli eru haldnir veffundir og öll skjöl og önnur gögn eru vistuð á sameiginlegri rafrænni skrifstofu. Síðan 2005 hefur NVL stofnað til fjölmargra nýrra undirneta á afar ólíkum sviðum. Þar á meðal um menntun fanga, læsi, fjarkennslu, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, færni til framtíðar og net til að efla færni kennara sem kenna fullorðnum. Það síðasttalda hefur kortlagt kröfur sem gerðar eru til mennt- unar kennara sem kenna fullorðnum og greint hvernig hægt er að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Nú er einnig unnið að tilraunaverkefni þar sem kennarar sem kenna full- orðunum fræðast um kennsluaðferðir sjálfbærni. Á þeim tæpu tíu árum, sem NVL hefur verið starfrækt, hafa rúmlega 150 manns tekið þátt í ýmsum vinnuhópum og netum og nær tvö hundruð stofnanir, fyrirtæki og félög hafa komið að samstarfi við NVL. Á síðasta ári var heimasíða NVL, www.nvl.org, uppfærð og gerð notendavænni. Auk upplýsinga um starfsemi NVL er þar einnig að finna DialogWeb, rafrænt tímarit um fullorðins- fræðslu. Þröstur Haraldsson blaðamaður er fulltrúi Íslands í ritstjórn þess. NVL gefur jafnframt út fréttabréf sem sent er út til áskrifenda ellefu sinnum á ári. Það er í þremur útgáfum, á finnsku, íslensku og skandinavísku málunum (dönsku, norsku og sænsku). N ý R V I N N U H ó P U R Í U N d I R b ú N - I N G I Fulltrúi Íslands vinnur nú að stofnun nýs tengslanets um færniþróun í atvinnulífinu. Netið verður skipað aðilum vinnu- markaðarins og hlutverk þess verður að meta þörfina fyrir endurskoðun á skýrslu norræna þankabankans um færni til framtíðar sem og samspili atvinnulífs og skóla. Leitað hefur verið til samstarfsaðila í löndunum öllum og hefur verkefnið fengið jákvæðar undirtektir og áhugi á samstarfi verið stað- festur. N o R R Æ N F o R M e N N S K U R Á Ð - S T e F N A – N o R R Æ N A R b R ý R Í Æ V I M e N N T U N Árið 2014 gegna Íslendingar formensku í Norrænu ráðherra- nefndinni. Af því tilefni óskaði EK-U eftir aðkomu NVL að skipulagi og framkvæmd norrænnar formennskuráðstefnu um fullorðinsfræðslu á Íslandi í júní. Ráðstefnan var liður í verkefni NMR um sjálfbæra þróun og formennskuáætlun Íslendinga og veitti NMR styrk til ráðstefnunnar. Jafnframt fékk NVL mennta- og menningarmálaráðuneytið og FA til liðs við sig. sigrúN KristÍN MAgNúsdóttir N o R R Æ N T T e N G S L A N e T U M N Á M F U L L o R Ð I N N A Nám fullorðinna nýtur forgangs í norrænu samstarfi og fer Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) með framkvæmd á því sviði. NVL er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, miðlun og árangur á sviði fullorðinsfræðslu. NVL hvetur til samræðu á milli aðstandenda ólíkra tengslaneta, kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs. Höfuðstöðvar verkefnisins eru hjá VOX, norsku fullorðinsfræðslustofnuninni og framkvæmdastjóri þess er Antra Carlsen. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) að vista NVL á Íslandi en FA hefur verið umsjónaraðili fyrir hönd Íslands frá árinu 2005. Höfundur er fulltrúi Íslands í tengslanetinu í hálfu starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.