Gátt - 2014, Blaðsíða 112
112
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
ú R V e R K e F N I Í Á Æ T L U N
NVL hefur fram til þessa verið rekið sem fjögurra ára verkefni
og átti yfirstandandi samningstímabili að ljúka 31. desember
2016. Á fundi sínum í september 2014 ákvað EK-U, emb-
ættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar (NMR) um
menntun, að breyta NVL úr verkefni í áætlun. Með þessari
ákvörðun fær NVL sömu stöðu og Nordplus-áætlunin. Um
leið breytist samningur um fjármögnun úr fjórum árum í
fimm. Núverandi samningur hefur því verið framlengdur og
gildir til loka árs 2017.
NVL-móðurnetið, sem í eru fulltrúar frá öllum norrænu
löndunum (vinna fyrir NVL í hálfu starfi) auk tengiliða frá
Færeyjum, Grænlandi og Álandi, framkvæmdastjóra, verk-
efnastjóra og vefstjóra, hittist á fundum fjórum sinnum á ári.
Á milli eru haldnir veffundir og öll skjöl og önnur gögn eru
vistuð á sameiginlegri rafrænni skrifstofu. Síðan 2005 hefur
NVL stofnað til fjölmargra nýrra undirneta á afar ólíkum
sviðum. Þar á meðal um menntun fanga, læsi, fjarkennslu,
raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, færni til framtíðar
og net til að efla færni kennara sem kenna fullorðnum. Það
síðasttalda hefur kortlagt kröfur sem gerðar eru til mennt-
unar kennara sem kenna fullorðnum og greint hvernig hægt
er að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Nú er einnig
unnið að tilraunaverkefni þar sem kennarar sem kenna full-
orðunum fræðast um kennsluaðferðir sjálfbærni. Á þeim
tæpu tíu árum, sem NVL hefur verið starfrækt, hafa rúmlega
150 manns tekið þátt í ýmsum vinnuhópum og netum og
nær tvö hundruð stofnanir, fyrirtæki og félög hafa komið að
samstarfi við NVL.
Á síðasta ári var heimasíða NVL, www.nvl.org, uppfærð
og gerð notendavænni. Auk upplýsinga um starfsemi NVL er
þar einnig að finna DialogWeb, rafrænt tímarit um fullorðins-
fræðslu. Þröstur Haraldsson blaðamaður er fulltrúi Íslands í
ritstjórn þess. NVL gefur jafnframt út fréttabréf sem sent er
út til áskrifenda ellefu sinnum á ári. Það er í þremur útgáfum,
á finnsku, íslensku og skandinavísku málunum (dönsku,
norsku og sænsku).
N ý R V I N N U H ó P U R Í U N d I R b ú N -
I N G I
Fulltrúi Íslands vinnur nú að stofnun nýs tengslanets um
færniþróun í atvinnulífinu. Netið verður skipað aðilum vinnu-
markaðarins og hlutverk þess verður að meta þörfina fyrir
endurskoðun á skýrslu norræna þankabankans um færni til
framtíðar sem og samspili atvinnulífs og skóla. Leitað hefur
verið til samstarfsaðila í löndunum öllum og hefur verkefnið
fengið jákvæðar undirtektir og áhugi á samstarfi verið stað-
festur.
N o R R Æ N F o R M e N N S K U R Á Ð -
S T e F N A – N o R R Æ N A R b R ý R Í
Æ V I M e N N T U N
Árið 2014 gegna Íslendingar formensku í Norrænu ráðherra-
nefndinni. Af því tilefni óskaði EK-U eftir aðkomu NVL að
skipulagi og framkvæmd norrænnar formennskuráðstefnu um
fullorðinsfræðslu á Íslandi í júní. Ráðstefnan var liður í verkefni
NMR um sjálfbæra þróun og formennskuáætlun Íslendinga og
veitti NMR styrk til ráðstefnunnar. Jafnframt fékk NVL mennta-
og menningarmálaráðuneytið og FA til liðs við sig.
sigrúN KristÍN MAgNúsdóttir
N o R R Æ N T T e N G S L A N e T U M N Á M
F U L L o R Ð I N N A
Nám fullorðinna nýtur forgangs í norrænu samstarfi og fer Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) með
framkvæmd á því sviði. NVL er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun,
miðlun og árangur á sviði fullorðinsfræðslu. NVL hvetur til samræðu á milli aðstandenda ólíkra tengslaneta,
kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs. Höfuðstöðvar verkefnisins eru hjá VOX, norsku
fullorðinsfræðslustofnuninni og framkvæmdastjóri þess er Antra Carlsen. Mennta- og menningarmálaráðuneytið
hefur falið Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) að vista NVL á Íslandi en FA hefur verið umsjónaraðili fyrir hönd
Íslands frá árinu 2005. Höfundur er fulltrúi Íslands í tengslanetinu í hálfu starfi.