Gátt - 2014, Blaðsíða 43

Gátt - 2014, Blaðsíða 43
43 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 sem þeir eiga að vera að gera og að við séum líka að uppfylla að halda nógu vel utan um þátttakendurna. Það verður svona allt skýrara. … er skilvirkara, þátttak- endum er veitt meira aðhald og þeir fá meiri stuðning. 0 Eftir að við fengum þessa möppu, þá varð betra utanum- hald, … það varð skýrara hvert hlutverk verkefnastjór- ans var þannig að það má segja að að því leytinu til að við lögðumst yfir það hvað hverjum og einum var ætlað að gera. Þannig að það liggur betur fyrir. … hvaða hlut- verkum við eigum að sinna sem verkefnastjórar, í sam- bandi við kennara og annað, það er sá partur sem virkar best í þessu. Ekki beint hvað snertir kennsluna sjálfa. Meira þetta skipulag, hvernig þú kemur fram sem verk- efnastjóri, gagnvart kennurum, þessi gátlisti sem mér fannst í rauninni mjög góður. … Þannig að mér finnst það mjög gott. 0 Kannski upplýsingastreymi sé svona skilvirkara. Þú veist, það er kannski það sem gerir það að verkum að … já, ég meina þátttakendur vita til hvers er ætlast til af þeim. 0 Ég tel þau áhrif nokkur og þá helst óbein með því að hafa fagleg áhrif á kennslu þeirra leiðbeinenda/verktaka sem vinna að kennslu á þessum námskeiðum. 0 En kannski endilega hvað snýr að kennslunni, þar sem það lá nokkuð ljóst fyrir og mér finnst sá hluti ekki hafa breyst neitt í rauninni. Ekki mikið, en maður fór að skoða mark- miðin betur, en þetta lá allt ljóst fyrir, við erum að fara eftir Evrópustöðlunum í tungumálum og það er eitthvað sem ég var búin að vera skoða áður, áður en þetta, gæðapakk- inn okkar, kemur inn skiluru … þannig að þetta var meira þessi praktíski hluti sem mér fannst hafa áhrif á mig. Sumt í svörum viðmælenda hér minnir á ofangreinda niður- stöðu í úttekt á tveimur framhaldsskólum þar sem gæðastjór- nunin þótti stoppa við þröskuld kennslustofunnar. Nokkrir viðmælenda okkar sögðu einmitt að gæðamappan hefði ekki áhrif á kennsluna sjálfa en á sama tíma tala bæði kennarar og verkefnastjórar um að eftir vottunina séu allir öruggari og viti betur til hvers sé ætlast af þeim, hvað þeir eigi að gera og hvað ekki og að utanumhald um nemendur gangi betur. Einn viðmælandi kallar áhrifin „óbein“ þar sem þau hafi „fagleg áhrif“ á kennsluna. Það verður því ekki annað séð en að gæðahandbókin hafi áhrif á starf allra á einhvern hátt og þar með líka inn fyrir þröskulda kennslustofanna þó að kennarar upplifi ef til vill ekki bein afskipti af kennslustíl sínum og vali á aðferðum. Gæðahandbókin styður við vinnuna Viðmælendur eru sammála um að gæðavottunin hafi haft áhrif á starfshætti þeirra en þó einkum með því að skapa skýrleika og miðla upplýsingum um ferli og skref þannig að fólk veit hvað á að gera hvenær. Þeir segja að gæðahand- bókin hafi gefið: • skýr skilaboð um hvers er vænst af þeim sem starfs- mönnum, til dæmis að námskeiðsmat er lagt fyrir tvisvar á misseri, • skýrar línur um það hverju þátttakandi má eiga von á, • skilvirkni, • markvisst utanumhald. Verkefnastjórarnir eru á einu máli um að það hafi hjálpað mikið til við að hafa gæðahandbókina fyrir framan sig við skipulagningu á vinnunni. 0 Þeir hafa breyst þannig að ég hef það skilgreint fyrir framan mig á hverju ég þarf að standa skil, vinnan í kringum yfirferð og umræður um það hvort eitthvað á að vera svona eða hinsegin gefa mér líka tækifæri til þess að spá í kennslufræðina og sérstaklega fyrir hvað við stöndum. 0 Það er til dæmis núna að það er skilyrði að það er sett fyrir nám[skeiðs]mat. Í lengra námi er það í miðju námi og í lok námskeiðs þá er það alltaf. Þetta var ekki alltaf ljóst áður. 0 Það er náttúrulega kannski þetta mat sem er verið að framkvæma. Þú veist að það er verið að framkvæma mat sem sagt tvisvar yfir tímabilið sem gerir það að verkum að kennarar vita af því þannig að ég held að þeir leggi mikið meira á sig. 0 Mér finnst gott að nota allan gæðapakkann okkar það á að gera þetta og svona og þetta nýtist mjög vel. Lærði mikið að hafa þetta fyrir framan mig. Reglulegt námskeiðsmat virðist standa upp úr sem öflugt stjórntæki. Einn hafði á orði að það leiddi til að starfsfólk, einkum kennarar, leggi sig meira fram í starfinu. Annars virðist gæðahandbókin skila sínu, einkum með því að veita starfsfólki aðhald og stuðning fyrir einstaka þætti starfsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.