Gátt - 2014, Blaðsíða 26
26
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
I N N G A N G U R
Í þessari grein er fjallað um þarfa-
greiningu sem unnin var fyrir SÍMEY
– Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar vegna starfsmenntunar á
Eyjafjarðarsvæðinu árið 2013. Rannsóknamiðstöð Háskólans
á Akureyri (RHA) vann verkefnið fyrir SÍMEY og var það fjár-
magnað með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneyt-
inu. Aðrir samstarfsaðilar voru Vinnumálastofnun á Norður-
landi eystra, VMA og verkalýðsfélagið Eining-Iðja.
Að ýmsu leyti breikkar bilið stöðugt á milli þeirra sem
hafa stutta formlega skólagöngu að baki og hinna sem eru
iðn-, starfs- eða háskólamenntaðir. Þetta á meðal annars við
um þátttöku í sí- og endurmenntun. Niðurstöður kannana,
meðal annars frá OECD sýna fram á að þeir sem hafa meiri
menntun sækja frekar sí- og endurmenntun en hinir sem
minni menntun hafa.Talið er að helsta ástæðan fyrir lítilli
þátttöku í sí- og endurmenntun hjá þeim sem hafa einungis
lokið grunnskóla sé tímaleysi, kostnaður, álag, slæmar minn-
ingar um skólagöngu, fjölskylduábyrgð og skortur á náms-
framboði. En hvers vegna er þátttaka svona lítil? Er náms-
framboðið ekki nægilega fjölbreytilegt þannig að það komi
til móts við þarfir mismunandi hópa? Störfin hafa vissulega
breyst á síðustu áratugum og það kallar á nýtt stöðumat og
greiningu.
Markmiðið með þessari rannsókn var að greina þörf fyrir
starfsmenntun og verklega þjálfun á Eyjafjarðarsvæðinu,
að greina hvers konar starfsnám hentar á svæðinu. Hvert
svæði hefur tilteknar þarfir að þessu leyti sem taka ber til-
lit til. Í verkefninu var sérstaklega leitað eftir þörf á starfs-
menntun. Leitað var eftir svörum við því hvað vantar og hvað
þarf að þróa frekar til að koma til móts við þarfir atvinnulífs
ErLA B. gUÐMUNdsdóttir, hjALti jóhANNEssoN og VALgEir MAgNússoN
G R e I N I N G Á þ Ö R F F y R I R S T A R F S M e N N T U N Á
e y j A F j A R Ð A R S V Æ Ð I N U
SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Rann-
sóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) unnu saman
rannsókn á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Haft var samráð við Vinnumálastofnun á Norður-
landi eystra, Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og
stéttarfélagið Einingu-Iðju. Í febrúar 2013 var send út
netkönnun til 3.120 einstaklinga með netfang á listum
hjá SÍMEY, stéttarfélögum og nokkrum vinnustöðum.
Einnig var send út könnun til 137 forstöðumanna fyrir-
tækja. Í könnun meðal almennings kom meðal annars
fram að um þriðjungur sinnir ekki sí- og endurmenntun.
Þrjár ástæður voru oftast nefndar fyrir lítilli þátttöku;
að viðkomandi hefði ekki efni á að greiða fyrir nám-
skeið, að ekkert áhugavert væri í boði á svæðinu og
að ekki væri tími til að sækja námskeið. Óskir um hagnýtt nám eru áberandi í svörum,
svo sem þjálfun til að verða hæfari í núverandi starfi. Einnig voru áberandi óskir um nám í
tölvunotkun. Svör um námsfyrirkomulag voru áhugaverð þar sem flestir vildu sjá verklega
kennslu og má segja að bóknám hafi fengið falleinkunn. Þörf er fyrir stutt, hagnýt og verk-
leg námskeið sem veita helst einhver réttindi og séu jafnvel tengd við laun. Niðurstöðurnar
hafa þegar verið hagnýttar til að breyta námsframboði hjá SÍMEY. Þykir samstarf um verk-
efni þetta hafa tekist mjög vel.
Erla B. Guðmundsdóttir Hjalti Jóhannesson
Valgeir Magnússon