Gátt - 2014, Qupperneq 26

Gátt - 2014, Qupperneq 26
26 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 I N N G A N G U R Í þessari grein er fjallað um þarfa- greiningu sem unnin var fyrir SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar vegna starfsmenntunar á Eyjafjarðarsvæðinu árið 2013. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann verkefnið fyrir SÍMEY og var það fjár- magnað með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneyt- inu. Aðrir samstarfsaðilar voru Vinnumálastofnun á Norður- landi eystra, VMA og verkalýðsfélagið Eining-Iðja. Að ýmsu leyti breikkar bilið stöðugt á milli þeirra sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og hinna sem eru iðn-, starfs- eða háskólamenntaðir. Þetta á meðal annars við um þátttöku í sí- og endurmenntun. Niðurstöður kannana, meðal annars frá OECD sýna fram á að þeir sem hafa meiri menntun sækja frekar sí- og endurmenntun en hinir sem minni menntun hafa.Talið er að helsta ástæðan fyrir lítilli þátttöku í sí- og endurmenntun hjá þeim sem hafa einungis lokið grunnskóla sé tímaleysi, kostnaður, álag, slæmar minn- ingar um skólagöngu, fjölskylduábyrgð og skortur á náms- framboði. En hvers vegna er þátttaka svona lítil? Er náms- framboðið ekki nægilega fjölbreytilegt þannig að það komi til móts við þarfir mismunandi hópa? Störfin hafa vissulega breyst á síðustu áratugum og það kallar á nýtt stöðumat og greiningu. Markmiðið með þessari rannsókn var að greina þörf fyrir starfsmenntun og verklega þjálfun á Eyjafjarðarsvæðinu, að greina hvers konar starfsnám hentar á svæðinu. Hvert svæði hefur tilteknar þarfir að þessu leyti sem taka ber til- lit til. Í verkefninu var sérstaklega leitað eftir þörf á starfs- menntun. Leitað var eftir svörum við því hvað vantar og hvað þarf að þróa frekar til að koma til móts við þarfir atvinnulífs ErLA B. gUÐMUNdsdóttir, hjALti jóhANNEssoN og VALgEir MAgNússoN G R e I N I N G Á þ Ö R F F y R I R S T A R F S M e N N T U N Á e y j A F j A R Ð A R S V Æ Ð I N U SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Rann- sóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) unnu saman rannsókn á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæð- inu. Haft var samráð við Vinnumálastofnun á Norður- landi eystra, Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og stéttarfélagið Einingu-Iðju. Í febrúar 2013 var send út netkönnun til 3.120 einstaklinga með netfang á listum hjá SÍMEY, stéttarfélögum og nokkrum vinnustöðum. Einnig var send út könnun til 137 forstöðumanna fyrir- tækja. Í könnun meðal almennings kom meðal annars fram að um þriðjungur sinnir ekki sí- og endurmenntun. Þrjár ástæður voru oftast nefndar fyrir lítilli þátttöku; að viðkomandi hefði ekki efni á að greiða fyrir nám- skeið, að ekkert áhugavert væri í boði á svæðinu og að ekki væri tími til að sækja námskeið. Óskir um hagnýtt nám eru áberandi í svörum, svo sem þjálfun til að verða hæfari í núverandi starfi. Einnig voru áberandi óskir um nám í tölvunotkun. Svör um námsfyrirkomulag voru áhugaverð þar sem flestir vildu sjá verklega kennslu og má segja að bóknám hafi fengið falleinkunn. Þörf er fyrir stutt, hagnýt og verk- leg námskeið sem veita helst einhver réttindi og séu jafnvel tengd við laun. Niðurstöðurnar hafa þegar verið hagnýttar til að breyta námsframboði hjá SÍMEY. Þykir samstarf um verk- efni þetta hafa tekist mjög vel. Erla B. Guðmundsdóttir Hjalti Jóhannesson Valgeir Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.