Gátt - 2014, Blaðsíða 39

Gátt - 2014, Blaðsíða 39
39 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 hér að ofan, það er þar af leiðandi ekki nóg fyrir kennara að geta miðlað innihaldinu vel, hann þarf að kunna til verka við að virkja þátttakendur í eigin námi og styðja þá til ábyrgrar samvinnu í náminu eigi gæði námsins að vera tryggð. Það getur reynst flókið að hjálpa fullorðnum náms- mönnum að axla ábyrgð í eigin námi, einkum þar sem tíminn í grunnskóla og jafnvel framhaldsskóla snerist, að minnsta kosti hjá mörgum, að miklu leyti um að læra að fara eftir leið- sögn kennara og fara ekki eigin leiðir. Það er því sú hegðun sem flestir tengja við nám í skipulögðum hópum. Þess vegna getur verið full ástæða fyrir kennara og aðra starfsmenn fræðslustofnana að vinna saman að því verkefni að virkja þátttakendur og ýta undir sjálfsábyrgð þeirra í námi. Ef aftur á móti gæðastjórnunin nær „aðeins að þröskuldi kennslu- stofunnar“ eins og kom fram í ytri úttekt á tveimur fram- haldsskólum (Bragi Guðmundsson & Trausti Þorsteinsson, 2012a bls. 35, 2012b bls. 33) er hætta á að kennarar missi af nauðsynlegum stuðningi til að virkja nemendur í eigin námi. Það eru viss tímamót í fræðslustarfi fyrir fullorðna á Íslandi þegar flestir fræðsluaðilar, sem starfa á vettvangi framhaldsfræðslu, hafa fengið gæðavottun. Það vekur for- vitni og kallar á að kannað verði hver raunverulegur árangur sé af þessu starfi. Hér verður lítilli könnun lýst sem leitast við að skilja aðeins betur hvernig kennarar og verkefnastjórar skilja og skynja gæði í starfi sínu. V I Ð T Ö L V I Ð K e N N A R A o G V e R K - e F N A S T j ó R A Eins og áður hefur komið fram ákváðu þátttakendur við námsbrautina „Nám fullorðinna“ að kanna hvaða áhrif gæðavottun hefði haft fyrir starf kennara og verkefnastjóra í fræðslustofnunum. Ákveðið var að leita svara við tveimur spurningum: • Hvernig skilja kennarar og verkefnastjórar við símennt- unarmiðstöðvar gæði í námi? • Hvernig finnst kennurum og verkefnastjórum gæða- vinna í tengslum við EQM-gæðavottun hafa haft áhrif á gæði náms þátttakenda á námskeiðum og á sitt starf? Vorið 2014 voru tekin átta viðtöl við einstaklinga sem höfðu starfað hjá þremur fræðsluaðilum. Viðtöl voru tekin við fjóra kennara og fjóra verkefnastjóra, bæði karla og konur. Við- tölin fóru fram í einrúmi og voru tekin upp, meðalviðtalstími var um 25 mínútur. G R e I N I L e G Á H R I F V o T T U N A R I N N - A R Í viðtölunum gætir mikils samræmis í svörum viðmælenda og er enginn munur á svörum eftir því hvar þeir vinna. Greinilegt er að þeim þykir gæðavottunin góður stimpill sem veitir starfsmönnum aukið sjálfstraust. Eftir að gæðavott- unin fékkst finnst viðmælendum verkferlarnir ljósari, þeir vita hvers er vænst af þeim og telja þeir að það sama eigi við um þátttakendur á námskeiðum. Af þessu mætti draga þá ályktun að þegar einstaklingur ákveður að sækja námskeið hjá fræðsluaðila sem hefur gæðavottun EQM geti hann vitað hvers hann getur vænst. Þegar viðmælendur voru beðnir um að útskýra skilning sinn á gæðum náms í símenntun voru svör þeirra allra mjög svipuð. Viðmælendur voru sérlega sammála um að: • Ánægja þátttakenda sé mælikvarði á gæði náms. • Fagmenntaður leiðbeinandi innan fullorðinsfræðsl- unnar komi til móts við þarfir nemandans á hans for- sendum. • Nemandi hafi tileinkað sér ákveðna færni og leikni eftir námið og geti nýtt sér hana í atvinnulífinu. • Góð tengsl við kennara skipti miklu máli til þess að nemanda líði vel og vilji taka þátt í starfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.