Gátt - 2014, Blaðsíða 72
72
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
Vorið 2010 gerðu SÍMEY og Keilir, miðstöð vísinda, fræða
og atvinnulífs, með sér samning um rekstur ,,Háskólabrúar“
á Akureyri. Samstarfið er tilkomið vegna þess að stór hópur
nemenda hafði lokið Menntastoðum hjá SÍMEY og vildi
halda áfram í námi á vettvangi fullorðinsfræðslunnar. Eitt af
markmiðum SÍMEY er að koma til móts við þarfir nemenda
og leita leiða til samstarfs við aðra fræðsluaðila og var því
ákveðið að leita til Keilis þar sem frumgreinanám hafði ekki
verið í boði á Akureyri fram að þessu.
Þegar námið var auglýst fyrst kom í ljós að á svæðinu
var mikil þörf fyrir frumgreinanám sem kennt væri á dag-
tíma og lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Alls
skráðu 28 einstaklingar sig í námið og fyrsta árið var boðið
upp á tvær deildir, félagsvísinda- og lagadeild og verk- og
raunvísindadeild. Ráðnir voru kennarar frá Verkmennta-
skólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og SÍMEY
til að kenna. Samningurinn um Háskólabrú var þess eðlis að
verkefnastjórar hjá SÍMEY voru skipaðir yfir námsleiðinni
til að sjá um utanumhald, ráðningu kennara, samskipti við
nemendur og forstöðumann Háskólabrúar Keilis.
Inntökuskilyrðin í Háskólabrú eru að nemendur hafi
lokið 117 feiningum á framhaldsskólastigi en einnig gerir
Háskóli Íslands þær kröfur að umsækjendur hafi náð 25 ára
aldri. Nemendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína
metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem
krafist er. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og hefur verið lögð
áhersla á vendikennslu (flipped classroom). Með því er átt
við að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar
og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta
horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og
hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um
efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fengið
svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir
til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni. Kennslu-
stundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nem-
endur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða
eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið
reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nem-
endur á skemmtilegan hátt.
Kosturinn við samstarf Háskólabrúar Keilis og SÍMEY er
ótvíræður. Kennt er eftir aðferðafræði fullorðinsfræðslunnar
og sökum smæðar miðstöðvarinnar er öll þjónusta við nem-
endur auðsótt, s.s. náms- og starfsráðgjöf, aukakennsla o.fl.
Nemendahóparnir mynda fljótt uppbyggjandi námssamfélag
hiLdUr BEttý KristjáNsdóttir og VALgEir BLÖNdAL MAgNússoN
S A M S T A R F S Í M e y o G K e I L I S U M H Á S K ó L A b R ú
Á A K U R e y R I
Valgeir Blöndal MagnússonHildur Bettý Kristjánsdóttir
Hópefli hjá nemendum Háskólabrúar.