Gátt - 2014, Page 72

Gátt - 2014, Page 72
72 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Vorið 2010 gerðu SÍMEY og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, með sér samning um rekstur ,,Háskólabrúar“ á Akureyri. Samstarfið er tilkomið vegna þess að stór hópur nemenda hafði lokið Menntastoðum hjá SÍMEY og vildi halda áfram í námi á vettvangi fullorðinsfræðslunnar. Eitt af markmiðum SÍMEY er að koma til móts við þarfir nemenda og leita leiða til samstarfs við aðra fræðsluaðila og var því ákveðið að leita til Keilis þar sem frumgreinanám hafði ekki verið í boði á Akureyri fram að þessu. Þegar námið var auglýst fyrst kom í ljós að á svæðinu var mikil þörf fyrir frumgreinanám sem kennt væri á dag- tíma og lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Alls skráðu 28 einstaklingar sig í námið og fyrsta árið var boðið upp á tvær deildir, félagsvísinda- og lagadeild og verk- og raunvísindadeild. Ráðnir voru kennarar frá Verkmennta- skólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og SÍMEY til að kenna. Samningurinn um Háskólabrú var þess eðlis að verkefnastjórar hjá SÍMEY voru skipaðir yfir námsleiðinni til að sjá um utanumhald, ráðningu kennara, samskipti við nemendur og forstöðumann Háskólabrúar Keilis. Inntökuskilyrðin í Háskólabrú eru að nemendur hafi lokið 117 feiningum á framhaldsskólastigi en einnig gerir Háskóli Íslands þær kröfur að umsækjendur hafi náð 25 ára aldri. Nemendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og hefur verið lögð áhersla á vendikennslu (flipped classroom). Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fengið svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni. Kennslu- stundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nem- endur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nem- endur á skemmtilegan hátt. Kosturinn við samstarf Háskólabrúar Keilis og SÍMEY er ótvíræður. Kennt er eftir aðferðafræði fullorðinsfræðslunnar og sökum smæðar miðstöðvarinnar er öll þjónusta við nem- endur auðsótt, s.s. náms- og starfsráðgjöf, aukakennsla o.fl. Nemendahóparnir mynda fljótt uppbyggjandi námssamfélag hiLdUr BEttý KristjáNsdóttir og VALgEir BLÖNdAL MAgNússoN S A M S T A R F S Í M e y o G K e I L I S U M H Á S K ó L A b R ú Á A K U R e y R I Valgeir Blöndal MagnússonHildur Bettý Kristjánsdóttir Hópefli hjá nemendum Háskólabrúar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.