Gátt - 2014, Blaðsíða 104

Gátt - 2014, Blaðsíða 104
104 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 FA. Markmiðið er að þróa viðmið sem henta til úttektar líkt og EQM viðmið fyrir fræðslu. Tilraunaútgáfa með endur- skoðuðum gæðaviðmiðum fyrir náms- og starfsráðgjöf hefur verið send til fræðslu- og símenntunarmiðstöðva í þeim til- gangi að þeir geti metið starfsemi sína út frá viðmiðunum og gert úrbætur ef þörf krefðist og þannig undirbúið þennan hluta starfseminnar fyrir gæðaúttekt. Nýverið hófst tveggja ára verkefni um áframhaldandi þróun á EQM gæðaviðmiðum fyrir fræðslu. Er verkefnið styrkt úr Nordplus sjóðnum og unnið í samstarfi við Eista, Litháa og Norðmenn. N e M e N d A b ó K H A L d FA skrifar og gefur út námsskrár sem 13 símenntunarmið- stöðvar og Félagsmálaskóli alþýðu sjá um kennslu á. Vegna þessa náms færa samstarfsaðilarnir nemendabókhald í Námsnetið/MySchool. Einn aðili hefur gert samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þess efnis að FA sjái um færslu upplýsinga í nemendabókhaldið. 10 símenntunarmið- stöðvar, Starfsmennt, IÐAN fræðslusetur og Fræðsluskrif- stofa rafiðnaðarins nota Námsnetið í tengslum við skráningu og umsýslu gagna um náms- og starfsráðgjöf. Í framhaldi af úttekt Capacent kom í ljós talsverð gagn- rýni á kerfið og frekari leiðbeininga þörf enda er starfsemi samstarfsaðila FA fjölbreytt og notkun þeirra á kerfinu að sama skapi misjöfn. Ákveðið var að fulltrúi FA ásamt fulltrúa frá Stúdíu færu og heimsóttu samstarfsaðilana hvern fyrir sig til að fara yfir reynslu þeirra af kerfinu, fara yfir vinnulag og skoða hvað mætti betur fara hvað möguleika Námsnetsins varðar. M I Ð L U N U P P L ý S I N G A U M S T A R F Á V e T T V A N G I F R A M H A L d S F R Æ Ð S L U FA gefur árlega út ritið Gátt, ársrit um framhaldsfræðslu og kemur það út í tengslum við ársfund Fræðslumiðstöðvar- innar. Upplýsingum er auk þess miðlað með ýmsum hætti, meðal annars með kynningarbæklingum, útgáfu námskráa og dreifingu þeirra, þátttöku í ráðstefnum og móttöku gesta, bæði innlendra og erlendra. Starfsemi FA var á tímabilinu september 2013 – ágúst 2014 kynnt fyrir hátt á annað hundrað manns. Þar á meðal erlendum hópum frá Færeyjum, Noregi, Finnlandi og Ung- verjalandi og á ráðstefnum á Íslandi og Grænlandi. Umfjöll- unarefni kynninganna var starfsemi FA, ráðgjöf í raunfærni- mati, náms- og starfsráðgjöf framhaldsfræðslunnar og almenn starfshæfni. N Á M S e F N I S G e R Ð Í þjónustusamningi MRN við FA er ákvæði um að FA vinni að verkefnum tengdum námsefnisgerð eftir því fjármagn leyfir. Á tímabilinu hefur verið unnið að frekari þróun Mæli- stiku FA um gæði námsefnis, veitt ráðgjöf um námsefnisgerð fyrir markhópinn og leiðbeint þeim sem vilja útbúa námsefni á grundvelli námsskráa FA fyrir framhaldsfræðslu. N ý I R H ó P A R Í F R A M H A L d S - F R Æ Ð S L U FA er ætlað að undirbúa aðkomu nýrra hópa að framhalds- fræðslu. Ekki er um stóra hópa að ræða, þar sem allur þorri fólks sem ekki hefur lokið framhaldsskóla er á vinnumarkaði eða í atvinnuleit. Síðsumars hófst vinna að umsókn um styrk til verkefnis í náms- og starfsráðgjöf þar sem reynt verður að ná til þeirra hópa sem verst eru staddir. Unnið var að umsókn í Erasmus áætlunina, stefnumótunarflokk, undir forystu Belga. Í sumar- lok barst staðfesting á að umsóknin hefði komist áfram inn í næsta skref þ.e. að fullgera umsókn. Í undirbúningi er að skoða aðstæður fanga sérstaklega. Upplýsingar benda til að stór hluti fanga sé markhópur fram- haldsfræðslulaga. Fyrstu skrefin voru tekin með því að tveir starfsmenn sóttu ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn í september. N o R R Æ N T T e N G S L A N e T U M N Á M F U L L o R Ð I N N A ( N V L ) NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) er verk- efni starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hlutaðist til um það að FA tæki að sér að vista NVL á Íslandi og er Sigrún Kristín Magnúsdóttir tengiliður fyrir Íslands hönd. Lesa má nánar um starfsemi NVL í greininni Norrænt tengslanet um nám fullorðinna í þessu riti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.